Erlent

Liu Xiaobo fær reynslulausn

Atli Ísleifsson skrifar
Liu Xiaobo var dæmdur í fangelsi árið 2009.
Liu Xiaobo var dæmdur í fangelsi árið 2009. Vísir/AFP
Kínverska Nóbelsverðlaunahafanum Liu Xiaobo hefur verið veitt reynslulausn úr fangelsi eftir að hafa greinst með ólæknandi lifrarkrabbamein. Frá þessu greinir lögmaður Liu í samtali við AP.

Liu var dæmdur í ellefu ára fangelsi árið 2009 fyrir að hafa ritað greinina „Charter 08“ ásamt öðrum manni þar sem hvatt var til aukins lýðræðis í Kína. Hann hefur afplánað dóm sinn í fangelsi í Jinzhou í norðausturhluta Kína.

Liu hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2010. „Hann hefur verið öflugur talsmaður þess að einnig eigi að virða grundvallarmannréttindi í Kína,“ sagði Torbjørn Jagland, þáverandi formaður norsku Nóbelsnefndarinnar, þegar hann tilkynnti um verðlaunahafann.

Kínversk stjórnvöld voru mjög óánægð með ákvörðun norsku Nóbelsnefndarinnar og höfðu mikil áhrif á samskipti Kína og Noregs árin eftir útnefninguna.


Tengdar fréttir

Kínverjar tala ekki við Norðmenn

Kínverskir ráðamenn hafa algerlega hafnað því að ræða við Gro Harlem Brundtland, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs. Ætlunin var að hún leitaði sátta við Kínverja en sambandið milli landanna hefur verið við frostmark síðan andófsmaðurinn Liu Xiaobo fékk friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári.

Samskipti Noregs og Kína eðlileg á ný

Samskipti ríkjanna hafa verið við frostmark allt frá því að norska Nóbelsnefndin ákvað að veita Liu Xiaobo Friðarverðlaun Nóbels árið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×