Trump sakar Obama um aðgerðarleysi Atli Ísleifsson skrifar 24. júní 2017 23:30 Donald Trump hefur sagt rannsóknirnar á mögulegum tengslum rússneskra stjórnvalda og manna tengdum Trump vera "nornaveiðar“. Vísir/afp Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sakað forvera sinn í embætti, Barack Obama, um aðgerðaleysi varðandi meint afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum. Trump segir að Obama hafi frétt af afskiptunum löngu fyrir kosningarnar sjálfar og „ekkert gert“. Ummæli Trump koma í kjölfar greinar bandaríska blaðsins Washington Post þar sem fram kemur að Obama hafi frétt af „beinni aðkomu“ Vladimír Pútín Rússlandsforseta af kosningunum í ágúst á síðasta ári, en kosningarnar voru haldnar í nóvember. Nokkrar rannsóknir standa nú yfir í Bandaríkjunum á meintum afskiptum Rússa af kosningunum.Bein aðkoma Pútín Í grein Washington Post kemur fram að heimildarmenn Obama innan rússneska stjórnkerfisins hafi greint honum frá því að Pútín ætti aðkomu að tölvuherferð ætlaðri að trufla kosningarnar, skaða framboð Demókratans Hillary Clinton og hjálpa framboði Trump. Þar segir einnig að Obama og ráðgjafar hans hafi rætt fjölda möguleika til að refsa Rússum en að lokum ákveðið að grípa til táknrænna aðgerða. Þannig var 35 rússneskum embættismönnum vísað úr landi í desember síðastliðinn, mörgum vikum eftir kosningarnar. Obama hafi óttast að ef hann myndi grípa til aðgerða gegn Rússum væri hætta á að almenningur myndi líta svo á að hann væri sjálfur að skipta sér af kosningunum. Trump hefur sagt rannsóknirnar á mögulegum tengslum rússneskra stjórnvalda og manna tengdum Trump vera „nornaveiðar“.Since the Obama Administration was told way before the 2016 Election that the Russians were meddling, why no action? Focus on them, not T!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 24, 2017 Donald Trump Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sakað forvera sinn í embætti, Barack Obama, um aðgerðaleysi varðandi meint afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum. Trump segir að Obama hafi frétt af afskiptunum löngu fyrir kosningarnar sjálfar og „ekkert gert“. Ummæli Trump koma í kjölfar greinar bandaríska blaðsins Washington Post þar sem fram kemur að Obama hafi frétt af „beinni aðkomu“ Vladimír Pútín Rússlandsforseta af kosningunum í ágúst á síðasta ári, en kosningarnar voru haldnar í nóvember. Nokkrar rannsóknir standa nú yfir í Bandaríkjunum á meintum afskiptum Rússa af kosningunum.Bein aðkoma Pútín Í grein Washington Post kemur fram að heimildarmenn Obama innan rússneska stjórnkerfisins hafi greint honum frá því að Pútín ætti aðkomu að tölvuherferð ætlaðri að trufla kosningarnar, skaða framboð Demókratans Hillary Clinton og hjálpa framboði Trump. Þar segir einnig að Obama og ráðgjafar hans hafi rætt fjölda möguleika til að refsa Rússum en að lokum ákveðið að grípa til táknrænna aðgerða. Þannig var 35 rússneskum embættismönnum vísað úr landi í desember síðastliðinn, mörgum vikum eftir kosningarnar. Obama hafi óttast að ef hann myndi grípa til aðgerða gegn Rússum væri hætta á að almenningur myndi líta svo á að hann væri sjálfur að skipta sér af kosningunum. Trump hefur sagt rannsóknirnar á mögulegum tengslum rússneskra stjórnvalda og manna tengdum Trump vera „nornaveiðar“.Since the Obama Administration was told way before the 2016 Election that the Russians were meddling, why no action? Focus on them, not T!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 24, 2017
Donald Trump Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Sjá meira