Hindra ekki fólk í að hægja sér Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. júní 2017 07:00 Maður mígur á Þingvöllum á góðviðrisdegi. Þjóðgarðsvörður segir þó ekki skorta á salernisaðstöðu. Ábyrgðin sé ferðamanna sjálfra. vísir/pjetur „Ég hef enga skýringu á þessu en þetta er mjög óskemmtilegt,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Fyrir tveimur árum birtust í Fréttablaðinu frásagnir af því að ferðamenn á Þingvöllum gengju örna sinna þar, jafnvel við grafreiti Einars Benediktssonar og Jónasar Hallgrímssonar. Ólafur Örn segir vandann enn vera til staðar. Það er að segja að enn séu menn að hægja sér í náttúrunni þótt ekkert skorti á salernisaðstöðuna.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum„Það eru núna 75 salerni í þjóðgarðinum og hvar sem maður er eru ekki nema örfáar mínútur að næsta salerni,“ segir hann. „Þrátt fyrir það leyfir fólk sér að gera þetta. Við sjáum fólk, jafnvel fínar dömur, kippa niður um sig og pissa á bakvið salernishús. Það er engin leið að ráða við þetta. Þetta er ekki mikið en þetta kemur alltaf fyrir,“ bætir hann við. Ólafur segir ábyrgðina liggja hjá ferðamönnunum sjálfum. Það sé ekki nokkur leið að koma í veg fyrir að þeir sem ætli sér að ganga um af sóðaskap geri það. „Hvenær dettur þér í hug í útlöndum að gera eitthvað svona? Þú myndir aldrei gera það,“ segir hann. Ólafur segir vandann ekki einskorðast við Þingvelli því að hið sama sé uppi á teningnum á leiðinni milli Selfoss og Hellu og víðar.Fréttablaðið sagði frá því árið 2015 að gestir á Þingvöllum hægðu sér við þjóðargrafreitinn. vísir/pjeturÓlafur segir Þjóðgarðinn ekki hafa leitað samstarfs við ferðaþjónustuaðila um einhvers konar árvekniátak vegna þessa. „Við höfum ekki gert það. Það er náttúrulega mjög hallærislegt að þurfa að vera að tala um þetta, en þetta er mjög óskemmtilegt,“ segir Ólafur. Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður gagnrýndi salernisaðstöðuna á Þingvöllum harðlega í samtali við Fréttablaðið fyrir tveimur árum. Hann segir ástand salernismála þar hafa snarbatnað og aðstaðan sé orðin mjög viðunandi. „Það er ekkert vandamál að fara á salernið á Þingvöllum lengur. En ef þig langar í safaríka salernissögu getur þú farið að Seljalandsfossi. Þar er hreinlega salernið að hrynja vegna salernisleysis,“ segir Helgi Jón. Þar séu þrjú salerni og fossinn einn af fimm mest sóttu stöðum á landinu. „Það er ekki einu sinni brugðist við bráðavanda,“ segir hann. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
„Ég hef enga skýringu á þessu en þetta er mjög óskemmtilegt,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Fyrir tveimur árum birtust í Fréttablaðinu frásagnir af því að ferðamenn á Þingvöllum gengju örna sinna þar, jafnvel við grafreiti Einars Benediktssonar og Jónasar Hallgrímssonar. Ólafur Örn segir vandann enn vera til staðar. Það er að segja að enn séu menn að hægja sér í náttúrunni þótt ekkert skorti á salernisaðstöðuna.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum„Það eru núna 75 salerni í þjóðgarðinum og hvar sem maður er eru ekki nema örfáar mínútur að næsta salerni,“ segir hann. „Þrátt fyrir það leyfir fólk sér að gera þetta. Við sjáum fólk, jafnvel fínar dömur, kippa niður um sig og pissa á bakvið salernishús. Það er engin leið að ráða við þetta. Þetta er ekki mikið en þetta kemur alltaf fyrir,“ bætir hann við. Ólafur segir ábyrgðina liggja hjá ferðamönnunum sjálfum. Það sé ekki nokkur leið að koma í veg fyrir að þeir sem ætli sér að ganga um af sóðaskap geri það. „Hvenær dettur þér í hug í útlöndum að gera eitthvað svona? Þú myndir aldrei gera það,“ segir hann. Ólafur segir vandann ekki einskorðast við Þingvelli því að hið sama sé uppi á teningnum á leiðinni milli Selfoss og Hellu og víðar.Fréttablaðið sagði frá því árið 2015 að gestir á Þingvöllum hægðu sér við þjóðargrafreitinn. vísir/pjeturÓlafur segir Þjóðgarðinn ekki hafa leitað samstarfs við ferðaþjónustuaðila um einhvers konar árvekniátak vegna þessa. „Við höfum ekki gert það. Það er náttúrulega mjög hallærislegt að þurfa að vera að tala um þetta, en þetta er mjög óskemmtilegt,“ segir Ólafur. Helgi Jón Davíðsson leiðsögumaður gagnrýndi salernisaðstöðuna á Þingvöllum harðlega í samtali við Fréttablaðið fyrir tveimur árum. Hann segir ástand salernismála þar hafa snarbatnað og aðstaðan sé orðin mjög viðunandi. „Það er ekkert vandamál að fara á salernið á Þingvöllum lengur. En ef þig langar í safaríka salernissögu getur þú farið að Seljalandsfossi. Þar er hreinlega salernið að hrynja vegna salernisleysis,“ segir Helgi Jón. Þar séu þrjú salerni og fossinn einn af fimm mest sóttu stöðum á landinu. „Það er ekki einu sinni brugðist við bráðavanda,“ segir hann.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira