Katörum sett ströng skilyrði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júní 2017 07:00 Katörum er gert að skera á fjárveitingar til Al Jazeera. Fjögur Arabaríki hafa sent Katörum strangar kröfur, eigi þau að aflétta þvingunum gegn katarska ríkinu. Ríkin sem um ræðir eru Sádi-Arabía, Egyptaland, Bahrein og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Katarar hafa nú þurft að sæta þvingunum í tvær vikur og hafa samskiptin við fyrrnefnd ríki sjaldan verið verri. Eru Katarar meðal annars sakaðir um að fjármagna hryðjuverkasamtök. Nokkrar þeirra krafna sem um ræðir eru að skera á tengsl við Bræðralag múslima, neita að veita ríkisborgurum ríkjanna fjögurra ríkisborgararétt og senda þá til baka til heimalandsins, framselja alla þá menn sem eftirlýstir eru, grunaðir um hryðjuverk, til landanna fjögurra, hætta að fjármagna hryðjuverkasamtök, skera á fjárveitingar til fjölmiðla á borð við Al Jazeera og Arabi21 sem og að greiða ótilgreindar skaðabætur. Þá greinir heimildarmaður Reuters frá því að Katörum sé líka gert að skera á meint tengsl við ISIS, al-Kaída og Hezbollah. AP greinir frá því að Katörum sé í þokkabót gert að kalla diplómata sína heim frá Íran og einungis stunda viðskipti við Íran sem standast kröfur þvingana Bandaríkjanna gegn ríkinu. Í vikunni sagði utanríkisráðherra Katars að ríki sitt myndi ekki samþykkja nein afskipti annarra ríkja af Al Jazeera enda teldu Katarar slíkt heyra alfarið undir innanríkismál. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira
Fjögur Arabaríki hafa sent Katörum strangar kröfur, eigi þau að aflétta þvingunum gegn katarska ríkinu. Ríkin sem um ræðir eru Sádi-Arabía, Egyptaland, Bahrein og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Katarar hafa nú þurft að sæta þvingunum í tvær vikur og hafa samskiptin við fyrrnefnd ríki sjaldan verið verri. Eru Katarar meðal annars sakaðir um að fjármagna hryðjuverkasamtök. Nokkrar þeirra krafna sem um ræðir eru að skera á tengsl við Bræðralag múslima, neita að veita ríkisborgurum ríkjanna fjögurra ríkisborgararétt og senda þá til baka til heimalandsins, framselja alla þá menn sem eftirlýstir eru, grunaðir um hryðjuverk, til landanna fjögurra, hætta að fjármagna hryðjuverkasamtök, skera á fjárveitingar til fjölmiðla á borð við Al Jazeera og Arabi21 sem og að greiða ótilgreindar skaðabætur. Þá greinir heimildarmaður Reuters frá því að Katörum sé líka gert að skera á meint tengsl við ISIS, al-Kaída og Hezbollah. AP greinir frá því að Katörum sé í þokkabót gert að kalla diplómata sína heim frá Íran og einungis stunda viðskipti við Íran sem standast kröfur þvingana Bandaríkjanna gegn ríkinu. Í vikunni sagði utanríkisráðherra Katars að ríki sitt myndi ekki samþykkja nein afskipti annarra ríkja af Al Jazeera enda teldu Katarar slíkt heyra alfarið undir innanríkismál.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira