Hlutfall reiðufjár í umferð hér með því minnsta sem þekkist Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. júní 2017 07:00 Hugmynd sem fjármálaráherra kynnti um að taka stóra peningaseðla úr umferð mætti andstöðu. VÍSIR/VILHELM Alls eru tæplega 50 milljarðar af 5 og 10 þúsund króna seðlum í umferð hér á landi. Það eru tæplega 87 prósent af öllum seðlum í umferð og tæp 82 prósent af öllu reiðufé í umferð hér á landi. Starfshópar á vegum fjármálaráðuneytisins skiluðu í fyrradag skýrslum með ábendingum og leiðum til að koma í veg fyrir skattsvik. Meðal hugmynda í skýrslunum var að hætta notkun 5 og 10 þúsund króna seðla og fjölga minni seðlum á móti. Þá var einnig lagt til að Seðlabankinn, eða annar opinber aðili, kæmi til með að sjá um útgáfu greiðslukorta. Hlutfall reiðufjár í umferð er oft metið sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Hlutfallið hér á landi hefur yfirleitt verið frekar lágt en aldarfjórðunginn fyrir hrun var það til að mynda yfirleitt í kringum eitt prósent. Eftir að hrunið skall á var það aukið og hefur að undanförnu verið 2,25 prósent. Hlutfallið er með því lægsta sem þekkist en það er til að mynda um níu prósent á Evrusvæðinu, um sjö prósent í Bandaríkjunum og fjögur prósent á Bretlandseyjum. Þegar niðurstöður starfshópanna voru kynntar sagði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, að verið væri að „lýsa bókstaflega yfir stríði“ gegn skattsvikum. Fulltrúa frá Seðlabanka Íslands var ekki að finna í nefndinni. Óhætt er að segja að tillögurnar sem lutu að reiðufénu hafi fallið í grýttan jarðveg. Gagnrýni fólks var af misjöfnum toga. Sumir töldu tillögurnar skerða frelsi, aðrir litu til persónuverndarsjónarmiða og enn aðrir höfðu áhyggjur af eldri frændum og frænkum í fermingarveislum framtíðarinnar. Í raun var jarðvegurinn svo grýttur að ráðherrann var gerður afturreka með hugmyndirnar. Birti hann pistil þess efnis í gær og sagði þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. Gagnrýnina var ekki síst að finna úr röðum annars stjórnarflokks, Sjálfstæðisflokksins. Hluti þeirra sem voru andvígir hugmyndinni benti á reynslu Indverja en fyrir hálfu ári tóku stjórnvöld 500 og 1.000 rúpía seðla fyrirvaralaust úr umferð. Aðgerðin skapaði mikinn glundroða í samfélaginu og lamaði efnahagskerfið um skeið. Ólíkt er hins vegar að sambærileg aðgerð hér á landi myndi hafa svipuð áhrif. Áætlað er að um 90 prósent viðskipta Indverja séu gerð með reiðufé en talan hér á landi er innan við tíu prósent. Sé litið til nágrannalanda okkar, eða þeirra landa sem Íslendingar skipta einna oftast við, má sjá að í flestum þeirra er stærsti seðillinn ekki langt frá því að vera sambærilegur íslenska Jónasinum um þessar mundir. Evrusvæðið og Sviss bjóða síðan upp á seðla sem eru umtalsvert verðmeiri. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00 Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02 Fjármálaráðherra segir mikilvægt að sameinast gegn skattsvikum Benedikt Jóhannesson telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. 23. júní 2017 18:31 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Alls eru tæplega 50 milljarðar af 5 og 10 þúsund króna seðlum í umferð hér á landi. Það eru tæplega 87 prósent af öllum seðlum í umferð og tæp 82 prósent af öllu reiðufé í umferð hér á landi. Starfshópar á vegum fjármálaráðuneytisins skiluðu í fyrradag skýrslum með ábendingum og leiðum til að koma í veg fyrir skattsvik. Meðal hugmynda í skýrslunum var að hætta notkun 5 og 10 þúsund króna seðla og fjölga minni seðlum á móti. Þá var einnig lagt til að Seðlabankinn, eða annar opinber aðili, kæmi til með að sjá um útgáfu greiðslukorta. Hlutfall reiðufjár í umferð er oft metið sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Hlutfallið hér á landi hefur yfirleitt verið frekar lágt en aldarfjórðunginn fyrir hrun var það til að mynda yfirleitt í kringum eitt prósent. Eftir að hrunið skall á var það aukið og hefur að undanförnu verið 2,25 prósent. Hlutfallið er með því lægsta sem þekkist en það er til að mynda um níu prósent á Evrusvæðinu, um sjö prósent í Bandaríkjunum og fjögur prósent á Bretlandseyjum. Þegar niðurstöður starfshópanna voru kynntar sagði Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, að verið væri að „lýsa bókstaflega yfir stríði“ gegn skattsvikum. Fulltrúa frá Seðlabanka Íslands var ekki að finna í nefndinni. Óhætt er að segja að tillögurnar sem lutu að reiðufénu hafi fallið í grýttan jarðveg. Gagnrýni fólks var af misjöfnum toga. Sumir töldu tillögurnar skerða frelsi, aðrir litu til persónuverndarsjónarmiða og enn aðrir höfðu áhyggjur af eldri frændum og frænkum í fermingarveislum framtíðarinnar. Í raun var jarðvegurinn svo grýttur að ráðherrann var gerður afturreka með hugmyndirnar. Birti hann pistil þess efnis í gær og sagði þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. Gagnrýnina var ekki síst að finna úr röðum annars stjórnarflokks, Sjálfstæðisflokksins. Hluti þeirra sem voru andvígir hugmyndinni benti á reynslu Indverja en fyrir hálfu ári tóku stjórnvöld 500 og 1.000 rúpía seðla fyrirvaralaust úr umferð. Aðgerðin skapaði mikinn glundroða í samfélaginu og lamaði efnahagskerfið um skeið. Ólíkt er hins vegar að sambærileg aðgerð hér á landi myndi hafa svipuð áhrif. Áætlað er að um 90 prósent viðskipta Indverja séu gerð með reiðufé en talan hér á landi er innan við tíu prósent. Sé litið til nágrannalanda okkar, eða þeirra landa sem Íslendingar skipta einna oftast við, má sjá að í flestum þeirra er stærsti seðillinn ekki langt frá því að vera sambærilegur íslenska Jónasinum um þessar mundir. Evrusvæðið og Sviss bjóða síðan upp á seðla sem eru umtalsvert verðmeiri.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00 Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02 Fjármálaráðherra segir mikilvægt að sameinast gegn skattsvikum Benedikt Jóhannesson telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. 23. júní 2017 18:31 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00
Benedikt dregur í land með afnám seðlanna Fjármálaráðherra segir þjóðina ekki tilbúna í slíkar aðgerðir. 23. júní 2017 11:02
Fjármálaráðherra segir mikilvægt að sameinast gegn skattsvikum Benedikt Jóhannesson telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. 23. júní 2017 18:31
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent