Reynsluboltar í nýjum hlutverkum í Hollandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2017 06:00 Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson og aðstoðarmaður hans, Ásmundur Haraldsson, skera köku á blaðamannafundinum í gær. Markmannsþjálfarinn Ólafur Pétursson fylgist með aðförunum. vísir/anton Freyr Alexandersson, landliðsþjálfari kvenna í fótbolta, tilkynnti á blaðamannafundi í gær hvaða 23 leikmenn fara með íslenska landsliðinu á EM 2017 í Hollandi sem hefst í næsta mánuði. Mikil spenna ríkti fyrir valinu enda óvíst hvort nokkrir reynsluboltar yrðu hreinlega valdir vegna meiðsla og barneigna á þessu ári. Svo fór að Freyr veðjaði á reynslu og tók þær Hólmfríði Magnúsdóttur og Söndru Maríu Jessen með en báðar hafa komið sterkar til baka eftir meiðsli og skorað mörk. Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður undankeppni EM 2017, var stærsta spurningarmerkið en hún fer einnig með. Allar verða í minna hlutverki en áður.Harpa ein látin vita Freyr viðurkennir að honum hafi verið hætt að lítast á blikuna fyrir nokkrum vikum varðandi Hörpu þegar hún var ekki komin af stað með Stjörnunni og talaði um það í viðtölum að löngunin væri svona rétt að kvikna aftur eftir barnsburðinn í byrjun mars. Harpa var fljót að finna neistann og lýsti því sjálf yfir í vikunni að hún vildi ólm komast á EM. Íslenska liðið hefur skort mörk að undanförnu og ef eitthvað er vitað er það að Harpa Þorsteinsdóttir getur skorað mörk. „Harpa er ekki í hópnum af því að okkur vantar mörk heldur vegna þess að hún er nægilega góð,“ segir Freyr um Hörpu sem hefur aðeins spilað 138 mínútur í Pepsi-deildinni á þessu tímabili. Allir leikmenn liðsins voru látnir vita um EM-sætið með tölvupósti meðan á fundinum stóð en Harpa var sú eina sem vissi að hún yrði í hópnum. „Það var umferð í Pepsi-deildinni á þriðjudaginn þannig að við vildum ekki trufla hana fyrir það. Við áttum því samtal í gær. Ég þurfti að ræða við hana um hennar hlutverk þannig að hún væri algjörlega meðvituð um hvað henni er ætlað að gera. Ég var ekki búinn að gefa upp vonina með Hörpu en um tíma var óvissa um hvort hún hefði ástríðuna til að gera þetta,“ segir Freyr og bætir við að Harpa geti spilað af krafti í svona 20-30 mínútur í dag og það hjálpi íslenska liðinu.Hólmfríður vængbakvörður Tveir nýliðar gripu gæsina í síðustu leikjum fyrir EM en það voru Agla María Albertsdóttir, framherji Stjörnunnar, og Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður Breiðabliks. Þær eru á leið á EM með samtals sex landsleiki á bakinu. „Agla María kom inn í liðið eins og stormsveipur og það sama má segja um Ingibjörgu sem nýtti sín tækifæri alveg frábærlega,“ segir Freyr sem hefur hálfpartinn þurft að endurmóta liðið eftir að hafa spilað meira og minna á sama liðinu alla undankeppnina. „Ef við hefðum staðið hérna fyrir ári síðan og talað um þetta svona hefðum við aldrei trúað þessu en þetta gerðist allt saman. Ég er samt bara orðinn spenntur fyrir þessu öllu. Hólmfríður verður vængbakvörður í þessu liði og í allt öðru og minna hlutverki en áður. Hún hefur samt mikinn X-faktor sem getur nýst okkur,“ segir Freyr. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira
Freyr Alexandersson, landliðsþjálfari kvenna í fótbolta, tilkynnti á blaðamannafundi í gær hvaða 23 leikmenn fara með íslenska landsliðinu á EM 2017 í Hollandi sem hefst í næsta mánuði. Mikil spenna ríkti fyrir valinu enda óvíst hvort nokkrir reynsluboltar yrðu hreinlega valdir vegna meiðsla og barneigna á þessu ári. Svo fór að Freyr veðjaði á reynslu og tók þær Hólmfríði Magnúsdóttur og Söndru Maríu Jessen með en báðar hafa komið sterkar til baka eftir meiðsli og skorað mörk. Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður undankeppni EM 2017, var stærsta spurningarmerkið en hún fer einnig með. Allar verða í minna hlutverki en áður.Harpa ein látin vita Freyr viðurkennir að honum hafi verið hætt að lítast á blikuna fyrir nokkrum vikum varðandi Hörpu þegar hún var ekki komin af stað með Stjörnunni og talaði um það í viðtölum að löngunin væri svona rétt að kvikna aftur eftir barnsburðinn í byrjun mars. Harpa var fljót að finna neistann og lýsti því sjálf yfir í vikunni að hún vildi ólm komast á EM. Íslenska liðið hefur skort mörk að undanförnu og ef eitthvað er vitað er það að Harpa Þorsteinsdóttir getur skorað mörk. „Harpa er ekki í hópnum af því að okkur vantar mörk heldur vegna þess að hún er nægilega góð,“ segir Freyr um Hörpu sem hefur aðeins spilað 138 mínútur í Pepsi-deildinni á þessu tímabili. Allir leikmenn liðsins voru látnir vita um EM-sætið með tölvupósti meðan á fundinum stóð en Harpa var sú eina sem vissi að hún yrði í hópnum. „Það var umferð í Pepsi-deildinni á þriðjudaginn þannig að við vildum ekki trufla hana fyrir það. Við áttum því samtal í gær. Ég þurfti að ræða við hana um hennar hlutverk þannig að hún væri algjörlega meðvituð um hvað henni er ætlað að gera. Ég var ekki búinn að gefa upp vonina með Hörpu en um tíma var óvissa um hvort hún hefði ástríðuna til að gera þetta,“ segir Freyr og bætir við að Harpa geti spilað af krafti í svona 20-30 mínútur í dag og það hjálpi íslenska liðinu.Hólmfríður vængbakvörður Tveir nýliðar gripu gæsina í síðustu leikjum fyrir EM en það voru Agla María Albertsdóttir, framherji Stjörnunnar, og Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður Breiðabliks. Þær eru á leið á EM með samtals sex landsleiki á bakinu. „Agla María kom inn í liðið eins og stormsveipur og það sama má segja um Ingibjörgu sem nýtti sín tækifæri alveg frábærlega,“ segir Freyr sem hefur hálfpartinn þurft að endurmóta liðið eftir að hafa spilað meira og minna á sama liðinu alla undankeppnina. „Ef við hefðum staðið hérna fyrir ári síðan og talað um þetta svona hefðum við aldrei trúað þessu en þetta gerðist allt saman. Ég er samt bara orðinn spenntur fyrir þessu öllu. Hólmfríður verður vængbakvörður í þessu liði og í allt öðru og minna hlutverki en áður. Hún hefur samt mikinn X-faktor sem getur nýst okkur,“ segir Freyr.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira