Skógafoss í hættu vegna ágangs ferðamanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. júní 2017 09:53 Breytingin nú er tilkomin vegna gríðarlegrar aukningar á ferðamönnum sem heimsækja svæðið allt árið um kring. Lítil landvarsla er á svæðinu og stýringu ferðamanna um svæðið er ábótavant. Vísir/Vilhelm Skógafoss á Suðurlandi er nú kominn á rauðan lista Umhverfisstofnunar yfir svæði sem eru í hættu vegna mikils ágangs ferðamanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni vegna skýrslu um ástand friðlýstra svæða á Íslandi. Fossinn var áður á appelsínugulum lista. Breytingin nú er tilkomin vegna „gríðarlegrar aukningar á ferðamönnum sem heimsækja svæðið allt árið um kring. Lítil landvarsla er á svæðinu og stýringu ferðamanna um svæðið er ábótavant,“ að því er segir í tilkynningunni. Markmið rauða listans eru meðal annars að forgangsraða fjármunum og kröftum til verndunar, að auka meðvitund um aukna hættu sem og að efla samstarf á milli umsjónaraðila, hagsmunaaðila og stofnana sem koma að fjármögnun, skipulagingu, vöktun og stjórnun svæða. Friðlandið Fjallabak, Verndarsvæði Mývatns og Laxár, Geysir, Helgustaðanáma og Reykjanesfólkvangur verða áfram á rauða listanum. „Þær aðgerðir sem hafa verið gerðar á svæðunum að undanförnu hafa verið mikilvægar en duga ekki til að þau fari af rauða listanum að þessu sinni. Landvörslu þarf að bæta umtalsvert á öllum þessum svæðum til að auka vernd þeirra. Eitt nýtt svæði kemur inn á appelsínugulan lista, Dettifoss, vegna aukins ágangs ferðamanna og lengingar ferðamannatímabilsins. Fjögur svæði fara hins vegar alveg af listanum. Þau eru Eldborg í Bláfjöllum, Fossvogsbakkar og Háubakkar vegna þess að þar hafa aðgerðir Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar í stýringu, upprætingu framandi tegunda og fræðslu bætt stöðu mála umtalsvert,“ segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan:Umhverfisstofnun gefur árlega út skýrslu um ástand friðlýstra svæða á Íslandi. Á tveggja ára fresti er svo gefinn út svokallaður „rauði listinn – svæði í hættu“ sem byggður er á ástandsskýrslunni. Eitt af markmiðum rauða listans er að forgangsraða kröftum og fjármunum til verndunar, að auka meðvitund um ákveðna hættu og efla samstarf meðal umsjónaraðila, hagsmunaaðila og stofnana sem koma að fjármögnun, skipulagingu, vöktun og stjórnun svæða. Sú breyting hefur nú orðið að eitt svæði, náttúruvættið Skógafoss, færist af appelsínugulum lista á rauðan lista. Svæðið lætur mikið á sjá vegna gríðarlegrar aukningar á ferðamönnum sem heimsækja svæðið allt árið um kring. Lítil landvarsla er á svæðinu og stýringu ferðamanna um svæðið er ábótavant.Friðlandið Fjallabak, Helgustaðanáma, Verndarsvæði Mývatns og Laxár, Geysir og Reykjanesfólkvangur verða áfram á rauða listanum að sinni. Þær aðgerðir sem hafa verið gerðar á svæðunum að undanförnu hafa verið mikilvægar en duga ekki til að þau fari af rauða listanum að þessu sinni. Landvörslu þarf að bæta umtalsvert á öllum þessum svæðum til að auka vernd þeirra.Eitt nýtt svæði kemur inn á appelsínugulan lista, Dettifoss, vegna aukins ágangs ferðamanna og lengingar ferðamannatímabilsins.Fjögur svæði fara hins vegar alveg af listanum. Þau eru Eldborg í Bláfjöllum, Fossvogsbakkar og Háubakkar vegna þess að þar hafa aðgerðir Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar í stýringu, upprætingu framandi tegunda og fræðslu bætt stöðu mála umtalsvert.Nokkur svæði eins og Surtarbrandsgil og Dynjandi eru á batavegi en ekki farin af listanum, þar sem flestar framkvæmdir sem áætlaðar voru eru á lokametrunum en ekki búnar. Eftirlit með svæðinu hefur verið aukið, gestastofa Surtarbrandsgils hefur verið opnuð á Brjánslæk og vinna við stjórnunar- og verndaráætlun er á lokametrunum.Friðlýst svæði á Íslandi voru 114 talsins í maí 2017 en umfang þeirra, eðli og ástand er eins misjafnt og svæðin eru mörg. Svæði kunna að hafa verið friðlýst vegna náttúrufars, landslags, jarðminja, útivistar eða samblands framangreindra þátta. Margir þættir geta haft neikvæð áhrif á verndargildi friðlýstra svæða. Þó má segja að áhrif mannlegra umsvifa séu hvað mest. Mörg friðlýst svæði eru meðal vinsælustu áfangastaða ferðamanna á Íslandi. Mikilvægt er að innviðir svæðanna séu til þess búnir að taka á móti þeim fjölda sem þar staldrar við og að fræðsla innan svæðanna sé markviss og til þess fallin að stuðla að aukinni verndun íslenskrar náttúru.Umhverfisstofnun hefur fjölgað heilsársstörfum nokkuð á undanförnum árum. Nú eru svæðalandverðir á Patreksfirði, Ísafirði, Mývatni, Hellu, Vestmannaeyjum og í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Þá hefur verið ráðinn starfsmaður sem sinnir Gullfossi og Geysi sem og sérfræðingur fyrir Kerlingafjöll en til stendur að friðlýsa það svæði.Stofnunin minnir á mikilvægi þess að bæta heilsársumsjón með friðlýstum svæðum í öllum landshlutum en sérstaklega á Austurlandi og Suðvesturlandi. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Girðingu komið upp við Skógafoss Landverðir Umhverfisstofnunar hafa sett upp girðingu við Skógafoss til að sporna við átroðningi ferðafólks á grasflötinni framan við fossinn. 29. maí 2017 08:54 Loka göngustígum við Skógafoss Umhverfisstofnun hefur brugðið á það ráð að loka einstaka göngustígum við Skógafoss á Suðurlandi vegna mikils álags á stíganna í vætutíð og hlýindum undanfarið. 8. desember 2016 10:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Skógafoss á Suðurlandi er nú kominn á rauðan lista Umhverfisstofnunar yfir svæði sem eru í hættu vegna mikils ágangs ferðamanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni vegna skýrslu um ástand friðlýstra svæða á Íslandi. Fossinn var áður á appelsínugulum lista. Breytingin nú er tilkomin vegna „gríðarlegrar aukningar á ferðamönnum sem heimsækja svæðið allt árið um kring. Lítil landvarsla er á svæðinu og stýringu ferðamanna um svæðið er ábótavant,“ að því er segir í tilkynningunni. Markmið rauða listans eru meðal annars að forgangsraða fjármunum og kröftum til verndunar, að auka meðvitund um aukna hættu sem og að efla samstarf á milli umsjónaraðila, hagsmunaaðila og stofnana sem koma að fjármögnun, skipulagingu, vöktun og stjórnun svæða. Friðlandið Fjallabak, Verndarsvæði Mývatns og Laxár, Geysir, Helgustaðanáma og Reykjanesfólkvangur verða áfram á rauða listanum. „Þær aðgerðir sem hafa verið gerðar á svæðunum að undanförnu hafa verið mikilvægar en duga ekki til að þau fari af rauða listanum að þessu sinni. Landvörslu þarf að bæta umtalsvert á öllum þessum svæðum til að auka vernd þeirra. Eitt nýtt svæði kemur inn á appelsínugulan lista, Dettifoss, vegna aukins ágangs ferðamanna og lengingar ferðamannatímabilsins. Fjögur svæði fara hins vegar alveg af listanum. Þau eru Eldborg í Bláfjöllum, Fossvogsbakkar og Háubakkar vegna þess að þar hafa aðgerðir Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar í stýringu, upprætingu framandi tegunda og fræðslu bætt stöðu mála umtalsvert,“ segir í tilkynningu Umhverfisstofnunar sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan:Umhverfisstofnun gefur árlega út skýrslu um ástand friðlýstra svæða á Íslandi. Á tveggja ára fresti er svo gefinn út svokallaður „rauði listinn – svæði í hættu“ sem byggður er á ástandsskýrslunni. Eitt af markmiðum rauða listans er að forgangsraða kröftum og fjármunum til verndunar, að auka meðvitund um ákveðna hættu og efla samstarf meðal umsjónaraðila, hagsmunaaðila og stofnana sem koma að fjármögnun, skipulagingu, vöktun og stjórnun svæða. Sú breyting hefur nú orðið að eitt svæði, náttúruvættið Skógafoss, færist af appelsínugulum lista á rauðan lista. Svæðið lætur mikið á sjá vegna gríðarlegrar aukningar á ferðamönnum sem heimsækja svæðið allt árið um kring. Lítil landvarsla er á svæðinu og stýringu ferðamanna um svæðið er ábótavant.Friðlandið Fjallabak, Helgustaðanáma, Verndarsvæði Mývatns og Laxár, Geysir og Reykjanesfólkvangur verða áfram á rauða listanum að sinni. Þær aðgerðir sem hafa verið gerðar á svæðunum að undanförnu hafa verið mikilvægar en duga ekki til að þau fari af rauða listanum að þessu sinni. Landvörslu þarf að bæta umtalsvert á öllum þessum svæðum til að auka vernd þeirra.Eitt nýtt svæði kemur inn á appelsínugulan lista, Dettifoss, vegna aukins ágangs ferðamanna og lengingar ferðamannatímabilsins.Fjögur svæði fara hins vegar alveg af listanum. Þau eru Eldborg í Bláfjöllum, Fossvogsbakkar og Háubakkar vegna þess að þar hafa aðgerðir Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar í stýringu, upprætingu framandi tegunda og fræðslu bætt stöðu mála umtalsvert.Nokkur svæði eins og Surtarbrandsgil og Dynjandi eru á batavegi en ekki farin af listanum, þar sem flestar framkvæmdir sem áætlaðar voru eru á lokametrunum en ekki búnar. Eftirlit með svæðinu hefur verið aukið, gestastofa Surtarbrandsgils hefur verið opnuð á Brjánslæk og vinna við stjórnunar- og verndaráætlun er á lokametrunum.Friðlýst svæði á Íslandi voru 114 talsins í maí 2017 en umfang þeirra, eðli og ástand er eins misjafnt og svæðin eru mörg. Svæði kunna að hafa verið friðlýst vegna náttúrufars, landslags, jarðminja, útivistar eða samblands framangreindra þátta. Margir þættir geta haft neikvæð áhrif á verndargildi friðlýstra svæða. Þó má segja að áhrif mannlegra umsvifa séu hvað mest. Mörg friðlýst svæði eru meðal vinsælustu áfangastaða ferðamanna á Íslandi. Mikilvægt er að innviðir svæðanna séu til þess búnir að taka á móti þeim fjölda sem þar staldrar við og að fræðsla innan svæðanna sé markviss og til þess fallin að stuðla að aukinni verndun íslenskrar náttúru.Umhverfisstofnun hefur fjölgað heilsársstörfum nokkuð á undanförnum árum. Nú eru svæðalandverðir á Patreksfirði, Ísafirði, Mývatni, Hellu, Vestmannaeyjum og í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Þá hefur verið ráðinn starfsmaður sem sinnir Gullfossi og Geysi sem og sérfræðingur fyrir Kerlingafjöll en til stendur að friðlýsa það svæði.Stofnunin minnir á mikilvægi þess að bæta heilsársumsjón með friðlýstum svæðum í öllum landshlutum en sérstaklega á Austurlandi og Suðvesturlandi.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Girðingu komið upp við Skógafoss Landverðir Umhverfisstofnunar hafa sett upp girðingu við Skógafoss til að sporna við átroðningi ferðafólks á grasflötinni framan við fossinn. 29. maí 2017 08:54 Loka göngustígum við Skógafoss Umhverfisstofnun hefur brugðið á það ráð að loka einstaka göngustígum við Skógafoss á Suðurlandi vegna mikils álags á stíganna í vætutíð og hlýindum undanfarið. 8. desember 2016 10:15 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Girðingu komið upp við Skógafoss Landverðir Umhverfisstofnunar hafa sett upp girðingu við Skógafoss til að sporna við átroðningi ferðafólks á grasflötinni framan við fossinn. 29. maí 2017 08:54
Loka göngustígum við Skógafoss Umhverfisstofnun hefur brugðið á það ráð að loka einstaka göngustígum við Skógafoss á Suðurlandi vegna mikils álags á stíganna í vætutíð og hlýindum undanfarið. 8. desember 2016 10:15