Hágæðasamfélag Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. júní 2017 09:00 Hagvísar eru langt í frá fullkomin leið til að mæla gæði samfélaga. Þvert á móti er blind trú á hagvísa eins og landsframleiðslu og atvinnuleysi birtingarmynd af ákveðinni kerfishugsun og þröngsýni. Hinar ráðandi stéttir og hinar „talandi stéttir“ nota hagvísa og vísitölur ef til vill meira en góðu hófi gegnir. Þetta eru hins vegar þau tæki sem við höfum til að lýsa þeim veruleika sem við búum við og gera þau okkur kleift að bera okkar samfélag saman við önnur. Við verðum að styðjast við eitthvað annað en heita pottinn og samtöl við nágrannann. Flestir hagvísar fyrir Ísland hafa verið mjög jákvæðir undanfarin ár. Á síðustu árum hefur alþjóðleg vísitala, sem mælir annað en hagræna þætti, verið að ryðja sér til rúms sem gott mælitæki á gæði samfélaga. Hér er um að ræða vísitölu félagslegra framfara (VFF-Social Progress Index) á vegum Social Progress Imperative stofnunarinnar. VFF er sett saman úr 50 þáttum sem byggja á þremur stoðum: Grunnþörfum einstaklingsins, undirstöðum velferðar og tækifærum einstaklingsins í samfélaginu. Þessi vísitala byggir aðeins á félagslegum og umhverfislegum þáttum en ekki hagrænum stærðum. Nýir útreikningar á grundvelli vísitölunnar birtust í gær fyrir árið 2017 og er Ísland í 3. sæti af 128 þjóðum þegar kemur að lífsgæðum og styrk samfélagslegra innviða. Danmörk er í efsta sæti, Finnland kemur þar á eftir. Ísland deilir 3. sætinu með Noregi og Svíþjóð er í 8. sæti. Norðurlöndin eru því öll í hópi tíu efstu þjóða á 2017 listanum. Samkvæmt vísitölunni er hvergi í heiminum meira umburðarlyndi gagnvart minnihlutahópum en á Íslandi. Þátttaka minnihlutahópa í samfélaginu er mest hér og hvergi er minna um mismunun og ofbeldi í þeirra garð. Þá skorar Ísland hæst er viðkemur trúfrelsi og er í 5. sæti þegar kemur að aðgengi að upplýsingum og fjarskiptum. Á Íslandi er netnotkun sú mesta miðað við höfðatölu eða 98 prósent. Þegar niðurstöður úr VFF-vísitölunni eru settar í samhengi við hagræna þætti blasir við býsna góð mynd. Það er uppgangur í efnahagslífinu hvert sem litið er enda rífandi hagvöxtur og lítið atvinnuleysi. Hreyfanleiki vinnuafls er mikill á Íslandi í sögulegu samhengi sem þýðir að atvinnuleysi verður eiginlega aldrei óviðráðanlega hátt í niðursveiflu. Félagslegur hreyfanleiki er líka mikill á Íslandi sem endurspeglar jöfn tækifæri. Dregið hefur úr ójöfnuði og stéttaskipting er lítil í samanburði við mörg önnur vestræn ríki. Við búum í góðu samfélagi og ættum að vera þakklát. Íslenskt samfélag er hins vegar hvergi nærri fullkomið. Samkvæmt skýrslu Barnaheilla frá nóvember í fyrra eiga ellefu prósent fullorðinna á Íslandi á hættu að búa við fátækt eða félagslega einangrun en fjórtán prósent barna. Ísland er eina landið á Norðurlöndunum þar sem fleiri börn en fullorðnir búa við fátækt. Ef svona hátt hlutfall barna býr við fátækt mun það draga úr félagslegum hreyfanleika þeirra kynslóða sem munu erfa landið.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun
Hagvísar eru langt í frá fullkomin leið til að mæla gæði samfélaga. Þvert á móti er blind trú á hagvísa eins og landsframleiðslu og atvinnuleysi birtingarmynd af ákveðinni kerfishugsun og þröngsýni. Hinar ráðandi stéttir og hinar „talandi stéttir“ nota hagvísa og vísitölur ef til vill meira en góðu hófi gegnir. Þetta eru hins vegar þau tæki sem við höfum til að lýsa þeim veruleika sem við búum við og gera þau okkur kleift að bera okkar samfélag saman við önnur. Við verðum að styðjast við eitthvað annað en heita pottinn og samtöl við nágrannann. Flestir hagvísar fyrir Ísland hafa verið mjög jákvæðir undanfarin ár. Á síðustu árum hefur alþjóðleg vísitala, sem mælir annað en hagræna þætti, verið að ryðja sér til rúms sem gott mælitæki á gæði samfélaga. Hér er um að ræða vísitölu félagslegra framfara (VFF-Social Progress Index) á vegum Social Progress Imperative stofnunarinnar. VFF er sett saman úr 50 þáttum sem byggja á þremur stoðum: Grunnþörfum einstaklingsins, undirstöðum velferðar og tækifærum einstaklingsins í samfélaginu. Þessi vísitala byggir aðeins á félagslegum og umhverfislegum þáttum en ekki hagrænum stærðum. Nýir útreikningar á grundvelli vísitölunnar birtust í gær fyrir árið 2017 og er Ísland í 3. sæti af 128 þjóðum þegar kemur að lífsgæðum og styrk samfélagslegra innviða. Danmörk er í efsta sæti, Finnland kemur þar á eftir. Ísland deilir 3. sætinu með Noregi og Svíþjóð er í 8. sæti. Norðurlöndin eru því öll í hópi tíu efstu þjóða á 2017 listanum. Samkvæmt vísitölunni er hvergi í heiminum meira umburðarlyndi gagnvart minnihlutahópum en á Íslandi. Þátttaka minnihlutahópa í samfélaginu er mest hér og hvergi er minna um mismunun og ofbeldi í þeirra garð. Þá skorar Ísland hæst er viðkemur trúfrelsi og er í 5. sæti þegar kemur að aðgengi að upplýsingum og fjarskiptum. Á Íslandi er netnotkun sú mesta miðað við höfðatölu eða 98 prósent. Þegar niðurstöður úr VFF-vísitölunni eru settar í samhengi við hagræna þætti blasir við býsna góð mynd. Það er uppgangur í efnahagslífinu hvert sem litið er enda rífandi hagvöxtur og lítið atvinnuleysi. Hreyfanleiki vinnuafls er mikill á Íslandi í sögulegu samhengi sem þýðir að atvinnuleysi verður eiginlega aldrei óviðráðanlega hátt í niðursveiflu. Félagslegur hreyfanleiki er líka mikill á Íslandi sem endurspeglar jöfn tækifæri. Dregið hefur úr ójöfnuði og stéttaskipting er lítil í samanburði við mörg önnur vestræn ríki. Við búum í góðu samfélagi og ættum að vera þakklát. Íslenskt samfélag er hins vegar hvergi nærri fullkomið. Samkvæmt skýrslu Barnaheilla frá nóvember í fyrra eiga ellefu prósent fullorðinna á Íslandi á hættu að búa við fátækt eða félagslega einangrun en fjórtán prósent barna. Ísland er eina landið á Norðurlöndunum þar sem fleiri börn en fullorðnir búa við fátækt. Ef svona hátt hlutfall barna býr við fátækt mun það draga úr félagslegum hreyfanleika þeirra kynslóða sem munu erfa landið.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.