Fyrr í dag greindi Íraksher frá því að sveitir þess væru nú einungis um fimmtán metrum frá moskunni sem reist var á 12. öld. Moskan hefur verið einna þekktust fyrir skakkan bænaturn sinn.
Írakskar öryggissveitir og bandamenn þeirra hafa reynt að hrekja liðsmenn ISIS frá borginni síðustu mánuði. Búið er að ná stærstum hluta borgarinnar úr höndum ISIS, en þeir síðustu hafast enn við í elsta borgarhlutanum.
Sóknin að Mosúl hófst fyrir alvöru um miðjan október á síðasta ári.
Photo: Drone image of al-Nuri Mosque after ISIS detonation https://t.co/tG3VUFF3YC pic.twitter.com/bsnBHKLgNd via @Conflicts
— ISIS Liveuamap.com (@lumisis) June 21, 2017
