Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2017 11:36 Rick Perry er einn fjölda bandarískra íhaldsmanna sem þræta fyrir vísindalega þekkingu á orsökum loftslagsbreytinga. Vísir/EPA Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, er nýjasti fulltrúi ríkisstjórnar Donalds Trump til að halda því ranglega fram að koltvísýringur sé ekki aðaláhrifavaldur hnattrænnar hlýnunar. Áður hafði forstjóri Umhverfisstofnunarinnar lýst sömu hugmyndum. Í viðtali við CNBC-sjónvarpsstöðina var Perry spurður að því hvort að hann tryði því að koltvísýringur væri „aðalstjórnrofi hitastigs á jörðinni og loftslagsins“. Því neitaði ráðherrann, að því er kemur fram í frétt Washington Post. „Nei, höfin og umhverfið sem við búum í eru líklega aðalstjórnrofarnir,“ sagði Perry sem hélt því einnig fram að umræðan ætti ekki að snúast um hvort loftslagsbreytingar ættu sér stað heldur hversu mikinn þátt menn ættu í þeim.Þvert á vísindalega þekkinguSjónarmið Perry eru samhljóða þeim sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA), lýsti í viðtali í mars. Þau ganga hins vegar þvert gegn niðurstöðum vísindamanna EPA, bandarísku Haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) og loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. Einhugur er á meðal vísindamanna um að hnattræn hlýnun sem hefur átt sér stað síðustu öldina sé af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum eins og koltvísýringi, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti.Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna.Vísir/GettySkera niður Umhverfisstofnunina og græn verkefniSem orkumálaráðherra fer Perry með mál sem varða baráttuna gegn loftslagsbreytingum með beinum hætti. Ráðuneyti hans hefur þannig skorið niður verkefni á sviði endurnýjanlegrar orku frá því að hann tók við embætti fyrr á þessu ári. Pruitt hefur sömuleiðis látið fjarlægja efni um loftslagsbreytingar og orsakir þeirra af vefsíðu EPA. Bandarískir fjölmiðlar greina einnig frá því í dag að Umhverfisstofnunin ætli að losa sig við 1.200 starfsmenn í sumar. Það myndi fækka starfsmönnum stofnunarinnar um 8%. Trump tilkynnti um mánaðamótin að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál. Hann sækist einnig eftir 31% niðurskurði á framlögum til EPA, mesta niðurskurði nokkrar ríkisstofnunar. Hann hefur lýst loftslagsbreytingum sem „kínversku gabbi“. Loftslagsmál Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Nærri 60% Bandaríkjamanna andsnúin því að hverfa frá Parísarsamkomulaginu Meirihluti Bandaríkjamanna er ekki sammála ákvörðun Donalds Trump um að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu og margir tortryggja efnahagslegu ástæðurnar sem hann tiltók fyrir henni. 5. júní 2017 21:40 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna, er nýjasti fulltrúi ríkisstjórnar Donalds Trump til að halda því ranglega fram að koltvísýringur sé ekki aðaláhrifavaldur hnattrænnar hlýnunar. Áður hafði forstjóri Umhverfisstofnunarinnar lýst sömu hugmyndum. Í viðtali við CNBC-sjónvarpsstöðina var Perry spurður að því hvort að hann tryði því að koltvísýringur væri „aðalstjórnrofi hitastigs á jörðinni og loftslagsins“. Því neitaði ráðherrann, að því er kemur fram í frétt Washington Post. „Nei, höfin og umhverfið sem við búum í eru líklega aðalstjórnrofarnir,“ sagði Perry sem hélt því einnig fram að umræðan ætti ekki að snúast um hvort loftslagsbreytingar ættu sér stað heldur hversu mikinn þátt menn ættu í þeim.Þvert á vísindalega þekkinguSjónarmið Perry eru samhljóða þeim sem Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (EPA), lýsti í viðtali í mars. Þau ganga hins vegar þvert gegn niðurstöðum vísindamanna EPA, bandarísku Haf- og loftslagsstofnunarinnar (NOAA) og loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. Einhugur er á meðal vísindamanna um að hnattræn hlýnun sem hefur átt sér stað síðustu öldina sé af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum eins og koltvísýringi, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti.Scott Pruitt, forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna.Vísir/GettySkera niður Umhverfisstofnunina og græn verkefniSem orkumálaráðherra fer Perry með mál sem varða baráttuna gegn loftslagsbreytingum með beinum hætti. Ráðuneyti hans hefur þannig skorið niður verkefni á sviði endurnýjanlegrar orku frá því að hann tók við embætti fyrr á þessu ári. Pruitt hefur sömuleiðis látið fjarlægja efni um loftslagsbreytingar og orsakir þeirra af vefsíðu EPA. Bandarískir fjölmiðlar greina einnig frá því í dag að Umhverfisstofnunin ætli að losa sig við 1.200 starfsmenn í sumar. Það myndi fækka starfsmönnum stofnunarinnar um 8%. Trump tilkynnti um mánaðamótin að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál. Hann sækist einnig eftir 31% niðurskurði á framlögum til EPA, mesta niðurskurði nokkrar ríkisstofnunar. Hann hefur lýst loftslagsbreytingum sem „kínversku gabbi“.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Nærri 60% Bandaríkjamanna andsnúin því að hverfa frá Parísarsamkomulaginu Meirihluti Bandaríkjamanna er ekki sammála ákvörðun Donalds Trump um að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu og margir tortryggja efnahagslegu ástæðurnar sem hann tiltók fyrir henni. 5. júní 2017 21:40 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01
Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57
Nærri 60% Bandaríkjamanna andsnúin því að hverfa frá Parísarsamkomulaginu Meirihluti Bandaríkjamanna er ekki sammála ákvörðun Donalds Trump um að draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu og margir tortryggja efnahagslegu ástæðurnar sem hann tiltók fyrir henni. 5. júní 2017 21:40
Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56
Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37
Trump drepur loftslagsaðgerðir Bandaríkjanna TIlskipun Trump um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum Obama á að tryggja orkusjálfstæði Bandaríkjanna og endurvekja störf í kolaiðnaðinum. Sérfræðingar segja hvorugt þessa líklegt til að gerast. Þá geri tilskipunin ólíklegt að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu. 28. mars 2017 20:11