Segist ekki selja rúnstykki á 1.190 krónur heldur vel úti látna samloku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júní 2017 10:52 Myndin af samlokunni sem deilt var í Facebook-grúppunni Bakland ferðaþjónustunnar. mynd/þórður þ. sigurjónsson „Aðalmálið er að það er ekki verið að fara rétt með. Þarna er alls ekki um að ræða rúnstykki heldur eru þetta ciabatta-brauð sem eru þyngri í sér. Rúnstykki eru um 40 til 50 grömm en ciabatta-brauð um 100 grömm. Þá er skinka, ostur, grænmeti og sósa á samlokunni,“ segir Dögg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri kaffihússins Kaffi Hvalbaks á Húsavík, í samtali við Vísi um „stóra rúnstykkjamálið.“Frétt RÚV frá í gær um að rúnstykki með skinku og osti væri selt á 1.190 krónur á kaffihúsinu vakti mikla athygli. Dögg segist ítrekað hafa sagt við fréttamann RÚV að hún seldi ekki rúnstykki á kaffihúsi en upphaflega var mynd af samlokunni deilt á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar og töluðu ýmsir þar um okur og græðgi í tengslum við verðlagninguna. Málið var rætt við Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði Helga að henni virtist sem kaffihúsið væri hreinlega að verðleggja sig út af markaðnum með þessu verði. „Auðvitað getur verð verið misjafnt eftir því hvort rúnstykki eru seld í Bónus eða bakarí eða á kaffihúsi, og staðsetningin og annað. En manni finnst þarna almennt of langt gengið og því miður að þetta sé þá dæmi þar sem menn eru ekki að horfa til langrar framtíðar því auðvitað verða alltaf verð og gæði að fara saman,“ sagði Helga í Bítinu í morgun. Aðspurð um viðbrögð Helgu segir Dögg að þá komi hún aftur að því að ekki var verið að tala um réttan hlut í fjölmiðlum í gær. „Við erum með í borðinu fimm tegundir af hleifum sem eru með grænmeti og sósu, meðal annars þennan með skinku, osti, grænmeti og sósu. Við teljum þetta vel úti látið en auðvitað er ekkert að því að skoða verðlag og það er alltaf hægt að gera það,“ segir Dögg.En ætlar hún að lækka verðið á samlokunni? „Við höfum ekki komist í að skoða það almennilega en ég ítreka að það er alltaf gott að skoða verðlag og velta vöngum yfir því.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Helgu Árnadóttur í Bítinu í heild sinni. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
„Aðalmálið er að það er ekki verið að fara rétt með. Þarna er alls ekki um að ræða rúnstykki heldur eru þetta ciabatta-brauð sem eru þyngri í sér. Rúnstykki eru um 40 til 50 grömm en ciabatta-brauð um 100 grömm. Þá er skinka, ostur, grænmeti og sósa á samlokunni,“ segir Dögg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri kaffihússins Kaffi Hvalbaks á Húsavík, í samtali við Vísi um „stóra rúnstykkjamálið.“Frétt RÚV frá í gær um að rúnstykki með skinku og osti væri selt á 1.190 krónur á kaffihúsinu vakti mikla athygli. Dögg segist ítrekað hafa sagt við fréttamann RÚV að hún seldi ekki rúnstykki á kaffihúsi en upphaflega var mynd af samlokunni deilt á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar og töluðu ýmsir þar um okur og græðgi í tengslum við verðlagninguna. Málið var rætt við Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar, í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði Helga að henni virtist sem kaffihúsið væri hreinlega að verðleggja sig út af markaðnum með þessu verði. „Auðvitað getur verð verið misjafnt eftir því hvort rúnstykki eru seld í Bónus eða bakarí eða á kaffihúsi, og staðsetningin og annað. En manni finnst þarna almennt of langt gengið og því miður að þetta sé þá dæmi þar sem menn eru ekki að horfa til langrar framtíðar því auðvitað verða alltaf verð og gæði að fara saman,“ sagði Helga í Bítinu í morgun. Aðspurð um viðbrögð Helgu segir Dögg að þá komi hún aftur að því að ekki var verið að tala um réttan hlut í fjölmiðlum í gær. „Við erum með í borðinu fimm tegundir af hleifum sem eru með grænmeti og sósu, meðal annars þennan með skinku, osti, grænmeti og sósu. Við teljum þetta vel úti látið en auðvitað er ekkert að því að skoða verðlag og það er alltaf hægt að gera það,“ segir Dögg.En ætlar hún að lækka verðið á samlokunni? „Við höfum ekki komist í að skoða það almennilega en ég ítreka að það er alltaf gott að skoða verðlag og velta vöngum yfir því.“Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Helgu Árnadóttur í Bítinu í heild sinni.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira