Brúðkaupsljósmyndarar komnir í hár saman vegna Hjörleifshöfða Benedikt Bóas skrifar 21. júní 2017 06:00 Katla Track hefur Hjörleifshöfða á leigu og er í samstarfi við bandarískan brúðkaupsljósmyndara. Þau vilja hafa vinsælan helli á svæðinu fyrir sig. Bragi Þór Jósefsson Hellir í Hjörleifshöfða, sem hefur verið notaður í ótal brúðkaup og er vinsælt myndefni fyrir brúðkaupsmyndir, er nú kominn í hendur bandarísks ljósmyndara, Ann Peters, sem sérhæfir sig í ljósmyndum fyrir brúðhjón. Hefur hún sent íslenskum brúðkaupsljósmyndurum póst þar sem hún biður þá um að virða að hún hafi einkarétt á að mynda þar.Brúðkaupsmyndatökur eru vinsælar við Hjörleifshöfða enda ákaflega fallegur staður.Mynd/Bragi Þór JósefssonÞórir Níels Kjartansson, framkvæmdastjóri í Vík og einn eigenda jarðarinnar Hjörleifshöfða í Mýrdalshreppi, segir fyrirtæki Peters, icelandweddingplanner.com, hafa verið með margar myndatökur í hellinum og því hafi hann ákveðið, í samráði við Katla Track, íslenskt ferðaþjónustufyrirtæki og samstarfsaðila hennar hér á landi, að leigja Peters hellinn. Þetta eru íslenskir brúðkaupsljósmyndarar ekki sáttir við. „Það er ekkert sem segir að það megi ekki mynda annars staðar í Hjörleifshöfðalandi. Þetta fyrirtæki hennar er með hellinn á leigu og mér skilst að það sé ekkert vandamál að koma þegar þau eru ekki að nota hann, það þarf bara að biðja hana um leyfi. Ég er ekki hrifinn af að selja inn á náttúruperlur en sem landeigandi þá hugsar maður sig aðeins um ef aðrir eru farnir að gera út á landið manns sér til hagnaðar. Ég leigði hellinn til eins árs og ætla að sjá til hvernig gengur,“ segir Þórir Níels. Ferðaþjónustufyrirtækið Pink Iceland hefur notað hellinn í fjölmargar myndatökur og brúðkaup en fær ekki lengur að nota hann. Forsvarsmenn fyrirtækisins vildu ekki tjá sig um málið. Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari hefur notað hellinn í nokkur skipti og var einn af þeim sem fengu póstinn. „Hún er ekki að bæta neina aðstöðu þar eða neitt slíkt. Hún er bara að senda þetta á samkeppnisaðila sína því ef það á að halda eitthvert partí eða annað þá er það allt í lagi. Hún tekur fram í þessum pósti að hún hafi einkarétt á að mynda á þessum stað og það þurfi að fara í gegnum hana vilji maður nota hellinn.“ Ekki náðist í Anne Peters við vinnslu fréttarinnar. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Hellir í Hjörleifshöfða, sem hefur verið notaður í ótal brúðkaup og er vinsælt myndefni fyrir brúðkaupsmyndir, er nú kominn í hendur bandarísks ljósmyndara, Ann Peters, sem sérhæfir sig í ljósmyndum fyrir brúðhjón. Hefur hún sent íslenskum brúðkaupsljósmyndurum póst þar sem hún biður þá um að virða að hún hafi einkarétt á að mynda þar.Brúðkaupsmyndatökur eru vinsælar við Hjörleifshöfða enda ákaflega fallegur staður.Mynd/Bragi Þór JósefssonÞórir Níels Kjartansson, framkvæmdastjóri í Vík og einn eigenda jarðarinnar Hjörleifshöfða í Mýrdalshreppi, segir fyrirtæki Peters, icelandweddingplanner.com, hafa verið með margar myndatökur í hellinum og því hafi hann ákveðið, í samráði við Katla Track, íslenskt ferðaþjónustufyrirtæki og samstarfsaðila hennar hér á landi, að leigja Peters hellinn. Þetta eru íslenskir brúðkaupsljósmyndarar ekki sáttir við. „Það er ekkert sem segir að það megi ekki mynda annars staðar í Hjörleifshöfðalandi. Þetta fyrirtæki hennar er með hellinn á leigu og mér skilst að það sé ekkert vandamál að koma þegar þau eru ekki að nota hann, það þarf bara að biðja hana um leyfi. Ég er ekki hrifinn af að selja inn á náttúruperlur en sem landeigandi þá hugsar maður sig aðeins um ef aðrir eru farnir að gera út á landið manns sér til hagnaðar. Ég leigði hellinn til eins árs og ætla að sjá til hvernig gengur,“ segir Þórir Níels. Ferðaþjónustufyrirtækið Pink Iceland hefur notað hellinn í fjölmargar myndatökur og brúðkaup en fær ekki lengur að nota hann. Forsvarsmenn fyrirtækisins vildu ekki tjá sig um málið. Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari hefur notað hellinn í nokkur skipti og var einn af þeim sem fengu póstinn. „Hún er ekki að bæta neina aðstöðu þar eða neitt slíkt. Hún er bara að senda þetta á samkeppnisaðila sína því ef það á að halda eitthvert partí eða annað þá er það allt í lagi. Hún tekur fram í þessum pósti að hún hafi einkarétt á að mynda á þessum stað og það þurfi að fara í gegnum hana vilji maður nota hellinn.“ Ekki náðist í Anne Peters við vinnslu fréttarinnar.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira