Iðgreiðslur 60 félagsmanna þarf til að greiða laun framkvæmdastjórans Heimir Már Pétursson skrifar 20. júní 2017 13:32 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR Vísir/Stefán Það þarf meðaltals árs lífeyrisgreiðslur um sextíu sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði verslunarmanna til að standa undir launum framkvæmdastjóra sjóðsins og um 207 félagsmanna til að greiða laun fimm æðstu yfirmanna sjóðsins. Formaður VR segir launagreiðslur til helstu forráðamanna sjóðsins til háborinnar skammar og þær verði að lækka. Eftir síðustu almennu launahækkanir á vinnumarkaði eru laun Guðmundar Þ. Þórhallssonar framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna orðin 3,5 milljónir króna á mánuði. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, fjölmennasta verkalýðsfélags landsins segir þetta vera óhóflegar greiðslur. „Þetta er í rauninni algerlega til háborinnar skammar. Það þarf að fara að fletta ofan af þessari sjálftöku. Vegna þess að þetta er ekki í neinu samhengi við það sem sjóðirnir eru að greiða út og gera. Ekki sýnist mér að þessir menn hafi staðið sig eitthvað sérstaklega vel,“ segir Ragnar Þór. VR skipar helming fulltrúa í stjórn lífeyrissjóðsins eða fjóra fulltrúa. Ragnar Þór segir stjórn VR hafa beint því til sinna fulltrúa að vinna að því að laun helstu stjórnenda sjóðsins verði lækkuð. Enda hafi almenningur hafnað þessari sjálftöku eftir hrun. Þessi laun séu í engu samhengi við það sem gerst hefði á almennum vinnumarkaði. Heildariðgjöld félagsmanna til Lífeyrissjóðs verslunarmanna á síðasta ári voru 23,9 milljarðar króna samkvæmt ársreikningi og meðalfjöldi félagsmanna var um 35 þúsund. Það þýðir að meðaltalsiðgreiðsla um sextíu félagsmanna fer í að greiða framkvæmdastjóranum laun. „Þetta er algerlega út úr öllu velsæmi. Ég get alveg sagt það hér og nú. Þetta er ekki í neinum takti við það sem samfélagið er að kalla eftir og þá sérstaklega sjóðsfélagar. Ég held að hver einasti sjóðsfélagi sem er að taka út úr þessum lífeyrissjóði og þessu kerfi, sem hefur greitt í það í 30 til 40 ár og jafnvel lengur; það sem við erum að fá í staðinn fyrir okkar iðgjöld yfir ævina er ekki í neinum takti við sjálftökuna út úr þessum sjóðum,“ segir Ragnar Þór. Þá segir hann fimm æðstu starfsmenn sjóðsins hafa um 142 milljónir króna samanlagt í mánaðarlaun sem þýðir að meðaliðgjaldgreiðsla um 207 félagsmanna þarf til að standa undir launum þeirra. Hann segir að framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs í Nevada í Bandaríkjunum sem sé stærri en allt íslenska lífeyriskerfið hafi um 1,2 milljónir króna á mánuði á meðan framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna hafi 3,5 milljónir króna. Ragnar Þór segir eðlilegt að framkvæmdastjóri hafi góð laun vegna ábyrgðar sinnar en eðlilegra væri að þau væru nær launum ráðherra sem þó beri ábyrgð á hagsmunum ríkissjóðs. „En það þarf líka að vera ákveðið siðferði. Það er í raun eitt af því sem þarf að taka virkilega á í lífeyrissjóðakerfinu. Það er þetta siðferði sem stjórnendur þurfa að taka sér til fyrirmyndar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Það þarf meðaltals árs lífeyrisgreiðslur um sextíu sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði verslunarmanna til að standa undir launum framkvæmdastjóra sjóðsins og um 207 félagsmanna til að greiða laun fimm æðstu yfirmanna sjóðsins. Formaður VR segir launagreiðslur til helstu forráðamanna sjóðsins til háborinnar skammar og þær verði að lækka. Eftir síðustu almennu launahækkanir á vinnumarkaði eru laun Guðmundar Þ. Þórhallssonar framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna orðin 3,5 milljónir króna á mánuði. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, fjölmennasta verkalýðsfélags landsins segir þetta vera óhóflegar greiðslur. „Þetta er í rauninni algerlega til háborinnar skammar. Það þarf að fara að fletta ofan af þessari sjálftöku. Vegna þess að þetta er ekki í neinu samhengi við það sem sjóðirnir eru að greiða út og gera. Ekki sýnist mér að þessir menn hafi staðið sig eitthvað sérstaklega vel,“ segir Ragnar Þór. VR skipar helming fulltrúa í stjórn lífeyrissjóðsins eða fjóra fulltrúa. Ragnar Þór segir stjórn VR hafa beint því til sinna fulltrúa að vinna að því að laun helstu stjórnenda sjóðsins verði lækkuð. Enda hafi almenningur hafnað þessari sjálftöku eftir hrun. Þessi laun séu í engu samhengi við það sem gerst hefði á almennum vinnumarkaði. Heildariðgjöld félagsmanna til Lífeyrissjóðs verslunarmanna á síðasta ári voru 23,9 milljarðar króna samkvæmt ársreikningi og meðalfjöldi félagsmanna var um 35 þúsund. Það þýðir að meðaltalsiðgreiðsla um sextíu félagsmanna fer í að greiða framkvæmdastjóranum laun. „Þetta er algerlega út úr öllu velsæmi. Ég get alveg sagt það hér og nú. Þetta er ekki í neinum takti við það sem samfélagið er að kalla eftir og þá sérstaklega sjóðsfélagar. Ég held að hver einasti sjóðsfélagi sem er að taka út úr þessum lífeyrissjóði og þessu kerfi, sem hefur greitt í það í 30 til 40 ár og jafnvel lengur; það sem við erum að fá í staðinn fyrir okkar iðgjöld yfir ævina er ekki í neinum takti við sjálftökuna út úr þessum sjóðum,“ segir Ragnar Þór. Þá segir hann fimm æðstu starfsmenn sjóðsins hafa um 142 milljónir króna samanlagt í mánaðarlaun sem þýðir að meðaliðgjaldgreiðsla um 207 félagsmanna þarf til að standa undir launum þeirra. Hann segir að framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs í Nevada í Bandaríkjunum sem sé stærri en allt íslenska lífeyriskerfið hafi um 1,2 milljónir króna á mánuði á meðan framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna hafi 3,5 milljónir króna. Ragnar Þór segir eðlilegt að framkvæmdastjóri hafi góð laun vegna ábyrgðar sinnar en eðlilegra væri að þau væru nær launum ráðherra sem þó beri ábyrgð á hagsmunum ríkissjóðs. „En það þarf líka að vera ákveðið siðferði. Það er í raun eitt af því sem þarf að taka virkilega á í lífeyrissjóðakerfinu. Það er þetta siðferði sem stjórnendur þurfa að taka sér til fyrirmyndar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira