Áhorfendur fá að hlýða á söng og syngja sjálfir Guðný Hrönn skrifar 30. júní 2017 17:30 Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mun bregða sér í hlutverk Rómeós á Sönghátíð í Hafnarborg en auk hennar kemur fram fjöldi hæfileikaríkra listamanna. Vísir/Anton Brink Á morgun hefst Sönghátíð í Hafnarborg sem er ný tónlistarhátíð sem stendur yfir í níu daga. Hátíðin er helguð klassískri sönglist, ljóða- og óperusöng og markmið hennar er meðal annars að auka almenna þekkingu á list raddarinnar. Mezzósópransöngkonan Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir segir flestallt söngáhugafólk eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Sönghátíðinni í Hafnarborg. „Þetta er hátíð þar sem röddin fær að njóta sín. Þetta er svolítið óvenjuleg hátíð hér á Íslandi því hún er blanda af fimm söngtónleikum og fjórum námskeiðum, þetta er líka mikil námskeiðahátíð,“ segir Guðrún um þessa nýju söngveislu sem Sönghátíðin í Hafnarborg er. „Með hátíðinni langaði okkur að veita fólki tækifæri til að sjá fyrsta flokks söngvara í návígi og líka að uppgötva röddina í sjálfu sér á námskeiðum.“ Spurð nánar út í námskeiðin sem verða í boði segir Guðrún: „Á hátíðinni verður haldið söngnámskeið fyrir áhugafólk, master class-námskeið fyrir þá sem eru lengra komnir, jóganámskeið fyrir söngvara og svo tónlistarnámskeið fyrir börn. Þannig að þessi hátíð er fyrir fólk á aldrinum 6 ára og upp úr.“ Fjölbreyttur hópur söngvara kemur fram á Sönghátíðinni í Hafnarborg og fyrstur ríður á vaðið Kristinn Sigmundsson sem er mikill reynslubolti. „Hann kemur fram á opnunartónleikunum. Það er mikill lúxus að fá að hlusta á hann í návígi,“ segir Guðrún. „Svo kemur fram ein af okkar virtustu og reyndustu söngkonum, Þóra Einarsdóttir sópran. Hún verður með masterclass-námskeiðið sem stendur yfir í fjóra daga og námskeiðinu lýkur svo með tónleikum þar sem Þóra og nemendurnir koma fram. Þar getur fólk séð ávöxt vinnunnar.“„Svo mun Dísella Lárusdóttir sópransöngkona koma fram. Hún er búin að vera að syngja við Metropolitan í New York og er nýbúin að debútera í Evrópu í Óperuhúsinu í Róm. Þar var hún í erfiðu hlutverki og var kölluð fram tíu sinnum eftir óperusýninguna, hún sló alveg í gegn.“ „Hún mun syngja á lokatónleikum hátíðarinnar en svo munum við líka koma tvær saman á tónleikum á föstudaginn og ég mun bregða mér þar í hlutverk Rómeós. Við munum syngja eitt fallegasta rifrildi sem skrifað hefur verið. Það er úr óperunni I Capuleti e i Montecchi eftir Bellini.“ Dæmi um aðra söngvara og hljóðfæraleikara sem koma fram á hátíðinni eru Hallveig Rúnarsdóttir, Hrönn Þráinsdóttir, Guja Sandholt, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Matthildur Anna Gísladóttir og Francisco Javier Jáuregui. Og eins og áður sagði munu einnig nemendur sýna afrakstur námskeiða hátíðarinnar. „Á lokatónleikunum muna börnin úr tónlistarsmiðjunni til dæmis koma fram. Hugmyndin er að gefa börnunum tækifæri til að fá góða þjálfun í vikulangri tónlistarsmiðju og koma svo fram á tónleikum sjálf.“ Guðrún segir áhorfendur þá fá tækifæri til að þenja raddböndin sjálf á lokatónleikum. „Hátíðinni lýkur á fjöldasöng, við dreifum þá textunum út og bjóðum fólki að syngja með okkur.“ Að lokum bendir Guðrún áhugasömum á að kynna sér dagskrána nánar á vef hátíðarinnar, songhatid.is. Tónlist Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Á morgun hefst Sönghátíð í Hafnarborg sem er ný tónlistarhátíð sem stendur yfir í níu daga. Hátíðin er helguð klassískri sönglist, ljóða- og óperusöng og markmið hennar er meðal annars að auka almenna þekkingu á list raddarinnar. Mezzósópransöngkonan Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir segir flestallt söngáhugafólk eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Sönghátíðinni í Hafnarborg. „Þetta er hátíð þar sem röddin fær að njóta sín. Þetta er svolítið óvenjuleg hátíð hér á Íslandi því hún er blanda af fimm söngtónleikum og fjórum námskeiðum, þetta er líka mikil námskeiðahátíð,“ segir Guðrún um þessa nýju söngveislu sem Sönghátíðin í Hafnarborg er. „Með hátíðinni langaði okkur að veita fólki tækifæri til að sjá fyrsta flokks söngvara í návígi og líka að uppgötva röddina í sjálfu sér á námskeiðum.“ Spurð nánar út í námskeiðin sem verða í boði segir Guðrún: „Á hátíðinni verður haldið söngnámskeið fyrir áhugafólk, master class-námskeið fyrir þá sem eru lengra komnir, jóganámskeið fyrir söngvara og svo tónlistarnámskeið fyrir börn. Þannig að þessi hátíð er fyrir fólk á aldrinum 6 ára og upp úr.“ Fjölbreyttur hópur söngvara kemur fram á Sönghátíðinni í Hafnarborg og fyrstur ríður á vaðið Kristinn Sigmundsson sem er mikill reynslubolti. „Hann kemur fram á opnunartónleikunum. Það er mikill lúxus að fá að hlusta á hann í návígi,“ segir Guðrún. „Svo kemur fram ein af okkar virtustu og reyndustu söngkonum, Þóra Einarsdóttir sópran. Hún verður með masterclass-námskeiðið sem stendur yfir í fjóra daga og námskeiðinu lýkur svo með tónleikum þar sem Þóra og nemendurnir koma fram. Þar getur fólk séð ávöxt vinnunnar.“„Svo mun Dísella Lárusdóttir sópransöngkona koma fram. Hún er búin að vera að syngja við Metropolitan í New York og er nýbúin að debútera í Evrópu í Óperuhúsinu í Róm. Þar var hún í erfiðu hlutverki og var kölluð fram tíu sinnum eftir óperusýninguna, hún sló alveg í gegn.“ „Hún mun syngja á lokatónleikum hátíðarinnar en svo munum við líka koma tvær saman á tónleikum á föstudaginn og ég mun bregða mér þar í hlutverk Rómeós. Við munum syngja eitt fallegasta rifrildi sem skrifað hefur verið. Það er úr óperunni I Capuleti e i Montecchi eftir Bellini.“ Dæmi um aðra söngvara og hljóðfæraleikara sem koma fram á hátíðinni eru Hallveig Rúnarsdóttir, Hrönn Þráinsdóttir, Guja Sandholt, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Matthildur Anna Gísladóttir og Francisco Javier Jáuregui. Og eins og áður sagði munu einnig nemendur sýna afrakstur námskeiða hátíðarinnar. „Á lokatónleikunum muna börnin úr tónlistarsmiðjunni til dæmis koma fram. Hugmyndin er að gefa börnunum tækifæri til að fá góða þjálfun í vikulangri tónlistarsmiðju og koma svo fram á tónleikum sjálf.“ Guðrún segir áhorfendur þá fá tækifæri til að þenja raddböndin sjálf á lokatónleikum. „Hátíðinni lýkur á fjöldasöng, við dreifum þá textunum út og bjóðum fólki að syngja með okkur.“ Að lokum bendir Guðrún áhugasömum á að kynna sér dagskrána nánar á vef hátíðarinnar, songhatid.is.
Tónlist Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira