Lettnesk tennisstjarna mátti ekki heita því nafni sem móðir hennar vildi skíra hana Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 9. júlí 2017 22:45 Jelena Ostapenko etur kappi á Wimbledon-mótinu í tennis. vísir/getty Lettneska tennisstjarnan Jelena Ostapenko gengur undir nafninu Alona í heimalandinu og skammar fólk fyrir að kalla hana Jelena. Ostapenko vann Opna franska risamótið í tennis í byrjun júnímánaðar og hvöttu áhorfendur á mótinu hana áfram sem Alona, ekki Jelena. „Það veit næstum enginn að ég heiti Alona. Í Lettlandi vita það flestir, en í alþjóðatennisheiminum vita það fáir,“ sagði Ostapenko í viðtali við New York Times. Ostapenko er um þessar mundir að keppa á Wimbledon-mótinu í Lundúnum. Þar er hún komin í fjórðu umferð mótsins í fyrsta skipti á ferlinum og mætir Elina Svitolina á morgun, mánudag. Móðir Ostapenko vildi skíra dóttur sína Alona en nafnið, sem er af úkraínskum uppruna, sé ekki löglegt í Lettlandi því það sé ekki á nafnadagatalinu þar í landi.Ostapenko með verðlaunagripinn á Opna franska risamótinuvísir/getty„Þegar foreldrar mínir nefndu mig Alona þá gátu þeir ekki skráð það á vegabréfið mitt. Þetta nafn var ekki á lettneska dagatalinu. Ég þurfti lettneskt nafn, eitthvað sem er á dagatalinu, svo ég var skírð Jelena því það er svipað nafn.“ Mörg lönd eru með ýmsar reglur varðandi nafngift á börnum, við þurfum ekki að leita lengra en til mannanafnanefndar hér á Íslandi. Sérfræðingar í lettneskri menningu segja þó að Ostapenko og móðir hennar séu ekki að fara með rétt mál. Lettneska dagatalið sem þær vitna í er notað til þess að halda upp á nafnadaga, hefð sem er við lýði til dæmis í Svíþjóð. Á hvern dag eru skráð nokkur nöfn og á þeim degi getur fólk sem heitir nöfnum dagsins haldið upp á nafnadaginn sinn. Paula Pralina, starfsmaður utanríkisráðuneytis Lettlands, sagði að það væru engin lög sem kæmu í veg fyrir að fólk skírði börnin sín nöfnum sem væru ekki á nafnadagatalinu. Ostapenko segist hafa hugsað um að breyta nafninu sínu í Alona, en telur það sé of mikil hætta á misskilningi í tennisheiminum geri hún það. Eftir að hún náði þeim frábæra árangri að vinna Opna franska risamótið þá er lettneska ríkisstjórnin að íhuga að bæta Alona-nafninu inn á nafnadagatalið. Tennis Tengdar fréttir Afrekaði það á afmæli sínu sem engin kona hefur náð í 34 ár Jelena Ostapenko er komin í úrslit á opna franska meistaramótinu í tennis og skrifaði þar með bæði íþróttasögu Lettlands og franska meistaramótsins. 9. júní 2017 13:30 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Í beinni: Ísrael - Ísland | HM-sætið blasir við stelpunum okkar Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Búið spil hjá Keflvíkingum? Körfubolti Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Fótbolti Fleiri fréttir Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Í beinni: Ísrael - Ísland | HM-sætið blasir við stelpunum okkar Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Í beinni: Tottenham - Frankfurt | Grýtt leið til að bjarga tímabilinu Í beinni: Celje - Fiorentina | Kemst Albert í undanúrslit? Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Búið spil hjá Keflvíkingum? Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Sjá meira
Lettneska tennisstjarnan Jelena Ostapenko gengur undir nafninu Alona í heimalandinu og skammar fólk fyrir að kalla hana Jelena. Ostapenko vann Opna franska risamótið í tennis í byrjun júnímánaðar og hvöttu áhorfendur á mótinu hana áfram sem Alona, ekki Jelena. „Það veit næstum enginn að ég heiti Alona. Í Lettlandi vita það flestir, en í alþjóðatennisheiminum vita það fáir,“ sagði Ostapenko í viðtali við New York Times. Ostapenko er um þessar mundir að keppa á Wimbledon-mótinu í Lundúnum. Þar er hún komin í fjórðu umferð mótsins í fyrsta skipti á ferlinum og mætir Elina Svitolina á morgun, mánudag. Móðir Ostapenko vildi skíra dóttur sína Alona en nafnið, sem er af úkraínskum uppruna, sé ekki löglegt í Lettlandi því það sé ekki á nafnadagatalinu þar í landi.Ostapenko með verðlaunagripinn á Opna franska risamótinuvísir/getty„Þegar foreldrar mínir nefndu mig Alona þá gátu þeir ekki skráð það á vegabréfið mitt. Þetta nafn var ekki á lettneska dagatalinu. Ég þurfti lettneskt nafn, eitthvað sem er á dagatalinu, svo ég var skírð Jelena því það er svipað nafn.“ Mörg lönd eru með ýmsar reglur varðandi nafngift á börnum, við þurfum ekki að leita lengra en til mannanafnanefndar hér á Íslandi. Sérfræðingar í lettneskri menningu segja þó að Ostapenko og móðir hennar séu ekki að fara með rétt mál. Lettneska dagatalið sem þær vitna í er notað til þess að halda upp á nafnadaga, hefð sem er við lýði til dæmis í Svíþjóð. Á hvern dag eru skráð nokkur nöfn og á þeim degi getur fólk sem heitir nöfnum dagsins haldið upp á nafnadaginn sinn. Paula Pralina, starfsmaður utanríkisráðuneytis Lettlands, sagði að það væru engin lög sem kæmu í veg fyrir að fólk skírði börnin sín nöfnum sem væru ekki á nafnadagatalinu. Ostapenko segist hafa hugsað um að breyta nafninu sínu í Alona, en telur það sé of mikil hætta á misskilningi í tennisheiminum geri hún það. Eftir að hún náði þeim frábæra árangri að vinna Opna franska risamótið þá er lettneska ríkisstjórnin að íhuga að bæta Alona-nafninu inn á nafnadagatalið.
Tennis Tengdar fréttir Afrekaði það á afmæli sínu sem engin kona hefur náð í 34 ár Jelena Ostapenko er komin í úrslit á opna franska meistaramótinu í tennis og skrifaði þar með bæði íþróttasögu Lettlands og franska meistaramótsins. 9. júní 2017 13:30 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Í beinni: Ísrael - Ísland | HM-sætið blasir við stelpunum okkar Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Búið spil hjá Keflvíkingum? Körfubolti Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Fótbolti Fleiri fréttir Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Í beinni: Ísrael - Ísland | HM-sætið blasir við stelpunum okkar Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Í beinni: Tottenham - Frankfurt | Grýtt leið til að bjarga tímabilinu Í beinni: Celje - Fiorentina | Kemst Albert í undanúrslit? Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Búið spil hjá Keflvíkingum? Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Sjá meira
Afrekaði það á afmæli sínu sem engin kona hefur náð í 34 ár Jelena Ostapenko er komin í úrslit á opna franska meistaramótinu í tennis og skrifaði þar með bæði íþróttasögu Lettlands og franska meistaramótsins. 9. júní 2017 13:30
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti