Trump harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á fundi með Pútín Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2017 19:14 Donald Trump Bandaríkjaforseti sneri aftur til Bandaríkjanna í morgun. Vísir/afp Öldungadeildarþingmaður á Bandaríkjaþingi og fyrrverandi forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar gagnrýna framgöngu Donald Trump forseta á fundi með Vladimir Putin í Hamborg harðlega. Trump sagði á tísti sínu í dag að hann og Putin hafi rætt að koma á öflugri sameiginlegri netöryggissveit. Donald Trump hélt áfram að brjóta hefðir fyrri forseta Bandaríkjanna með því að ræða ekki við fréttamenn að loknum tveggja daga leiðtogafundi helstu iðnríkja heims í Hamborg í Þýskalandi, eins og fyrri forsetar hafa alltaf gert að loknum slíkum fundi. Trump hélt beint heim til Bandaríkjanna að loknum leiðtogafundinum og ræddi heldur ekki við fréttamenn þar. Í mynbandinu að neðan sést hann stíga út úr forsetaflugvélinni Airforce One í morgun í Washington. Hann reyndi þar án árangurs að aðstoða heiðursvörð við þyrluna Marine One eftir að húfa hans hafði fokið af honum. Forsetinn byrjaði hins vegar nánast um leið og heim var komið að tísta og stæra sig af góðum árangri á leiðtogafundinum í Hamborg þar sem hann átti tveggja og hálfstíma fund með Vladimir Putin Rússlandsforseta. „Putin og ég ræddum að setja saman netöryggissveit sem ekki verður hægt að brjótast inn í. Þannig að þessi hökkun á kosningum og margir aðrir neikvæðir hlutir verða undir eftirliti," var meðal tísta forsetans í dag.Putin & I discussed forming an impenetrable Cyber Security unit so that election hacking, & many other negative things, will be guarded..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 9, 2017 Þessi orð Trump vekja hins vegar litla lukku hjá öldungadeildarþingmanninum Lindsey Graham sem er áhrifamikill innan Repúblikanaflokksins. „Þetta er ekki heimskulegasta hugmynd sem ég hef heyrt en hún er býsna nálægt því. Trump forseti hélt mjög góða ræðu í Póllandi (á fimmtudag) en hann átti það sem ég tel vera hörmulegan fund með Putin forseta. Eftir tveggja tíma og fimmtán mínútna fund eru Tillerson og Trump tilbúnir að fyrirgefa og gleyma tölvuárásunum í bandarísku kosningunum 2016,“ sagði Graham. Forsetinn væri með hæft lið í þjóðaröryggisráði sínu og væri að gera góða hluti varðandi Afganistan, Norður Kóreu og ISIS. „En þegar kemur að Rússlandi er hann með blindan blett. Með því að fyrirgefa og gleyma tölvuárásum Putins er hann að efla Putin. Það er nákvæmlega það sem hann er að gera,“ sagði Graham. Þá er John Brennan sem var forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA frá árinu 2013 þar til Trump tók við forsetaembættinu í janúar heldur ekki sáttur við frammistöðu forsetans. Trump hafi hunsað allar ráðleggingar bandarískra njósna- og eftirlitsstofnana. „Í Varsjá, tveim dögum fyrir G20-fundinn, hélt hann áfram að efast um það mat njósna- og eftirlitsstofnana að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum. Hann efaðist líka um heilindi og getu bandarískra njósna- og eftirlitsstofnana. Þess vegna efast ég stórlega um að Pútín hafi heyrt það frá Trump sem hann þurfti að heyra um árásina á lýðræðisstofnanir okkar í kosningunum,“ segir John Brennan. Donald Trump Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Öldungadeildarþingmaður á Bandaríkjaþingi og fyrrverandi forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar gagnrýna framgöngu Donald Trump forseta á fundi með Vladimir Putin í Hamborg harðlega. Trump sagði á tísti sínu í dag að hann og Putin hafi rætt að koma á öflugri sameiginlegri netöryggissveit. Donald Trump hélt áfram að brjóta hefðir fyrri forseta Bandaríkjanna með því að ræða ekki við fréttamenn að loknum tveggja daga leiðtogafundi helstu iðnríkja heims í Hamborg í Þýskalandi, eins og fyrri forsetar hafa alltaf gert að loknum slíkum fundi. Trump hélt beint heim til Bandaríkjanna að loknum leiðtogafundinum og ræddi heldur ekki við fréttamenn þar. Í mynbandinu að neðan sést hann stíga út úr forsetaflugvélinni Airforce One í morgun í Washington. Hann reyndi þar án árangurs að aðstoða heiðursvörð við þyrluna Marine One eftir að húfa hans hafði fokið af honum. Forsetinn byrjaði hins vegar nánast um leið og heim var komið að tísta og stæra sig af góðum árangri á leiðtogafundinum í Hamborg þar sem hann átti tveggja og hálfstíma fund með Vladimir Putin Rússlandsforseta. „Putin og ég ræddum að setja saman netöryggissveit sem ekki verður hægt að brjótast inn í. Þannig að þessi hökkun á kosningum og margir aðrir neikvæðir hlutir verða undir eftirliti," var meðal tísta forsetans í dag.Putin & I discussed forming an impenetrable Cyber Security unit so that election hacking, & many other negative things, will be guarded..— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 9, 2017 Þessi orð Trump vekja hins vegar litla lukku hjá öldungadeildarþingmanninum Lindsey Graham sem er áhrifamikill innan Repúblikanaflokksins. „Þetta er ekki heimskulegasta hugmynd sem ég hef heyrt en hún er býsna nálægt því. Trump forseti hélt mjög góða ræðu í Póllandi (á fimmtudag) en hann átti það sem ég tel vera hörmulegan fund með Putin forseta. Eftir tveggja tíma og fimmtán mínútna fund eru Tillerson og Trump tilbúnir að fyrirgefa og gleyma tölvuárásunum í bandarísku kosningunum 2016,“ sagði Graham. Forsetinn væri með hæft lið í þjóðaröryggisráði sínu og væri að gera góða hluti varðandi Afganistan, Norður Kóreu og ISIS. „En þegar kemur að Rússlandi er hann með blindan blett. Með því að fyrirgefa og gleyma tölvuárásum Putins er hann að efla Putin. Það er nákvæmlega það sem hann er að gera,“ sagði Graham. Þá er John Brennan sem var forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA frá árinu 2013 þar til Trump tók við forsetaembættinu í janúar heldur ekki sáttur við frammistöðu forsetans. Trump hafi hunsað allar ráðleggingar bandarískra njósna- og eftirlitsstofnana. „Í Varsjá, tveim dögum fyrir G20-fundinn, hélt hann áfram að efast um það mat njósna- og eftirlitsstofnana að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum. Hann efaðist líka um heilindi og getu bandarískra njósna- og eftirlitsstofnana. Þess vegna efast ég stórlega um að Pútín hafi heyrt það frá Trump sem hann þurfti að heyra um árásina á lýðræðisstofnanir okkar í kosningunum,“ segir John Brennan.
Donald Trump Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira