Breyttar neysluvenjur ferðamanna bitni á landsbyggðinni Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. júlí 2017 12:53 Edward Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur við rannsóknarmiðstöð ferðamála, segir að ferðamenn munu neyðast til að stytta dvöl sína hérlendis vegna verðlags og þar af leiðandi takmarka heimsóknarstaði innanlands. Edward hefur stundað rannsóknir á íslenskri ferðaþjónustu um árabil en hann var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Talið barst að háu verðlagi hér innalands en greint hefur verið frá því að hærra verðlag vegna styrkingar krónu hafi haft neikvæð áhrif á upplifun erlendra ferðamanna sem hingað koma. Edward segir að verðlag sé ekki aðal áhrifaþátturinn þegar ferðamenn taka ákvörðun um að koma hingað. Verðlag hafi fyrst og fremst áhrif á neyslumynstrið.Edward H. Huijbens.„Auðvitað blöskrar fólki þegar það sér reikninginn á veitingastaðnum en það sem gerist er það að fólk rýkur ekki úr landi og segir „Það þýðir ekkert að fara til Íslands, það er of dýrt,“ segir Edward. Fólk er hins vegar líklegra til að eyða minna þegar hingað er komið. „Fólk dvelur skemur því hér er dýrt að vera. Það hugsar: „Ég tek þetta bara á nokkrum dögum og flýti mér.“ Menn velja aðra gistimöguleika, fara heldur í airbnb eða Kúkú Campers-bíla sem menn sjá nú um allar koppagrundir því það er ódýrara en að vera á hóteli og menn versla meira í Bónus en að fara út að borða,“ segir Edward. Honum hefur verið tjáð af hóteleigendum að gestir séu „hættir að fá sér vínglas með matnum“ eins og þeir gerðu fyrr þegar verðlagið var ódýrara. Fólk muni þó halda áfram að koma. Edward segir að það sem er einna verst við að fólk breyti neyslumynstrinu er að dvöl þess verður skemmri. „Það hefur afgerandi áhrif fyrir restina af landinu utan suðvesturhornsins. Það er vegna þess að allir túristar sem hingað koma fara í gegnum Keflavík og þaðan komast þeir nær ekkert nema á einkabíl,“ sagði Edward Huijbens prófessor við Háskólann á Akureyri í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna Um milljón ferðamenn hafa komið til landsins það sem af er ári. 8. júlí 2017 14:14 Ferðamenn óánægðari með dvöl sína á Íslandi Frakkar og Bretar eru óánægðastir. 8. júlí 2017 07:56 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Edward Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur við rannsóknarmiðstöð ferðamála, segir að ferðamenn munu neyðast til að stytta dvöl sína hérlendis vegna verðlags og þar af leiðandi takmarka heimsóknarstaði innanlands. Edward hefur stundað rannsóknir á íslenskri ferðaþjónustu um árabil en hann var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Talið barst að háu verðlagi hér innalands en greint hefur verið frá því að hærra verðlag vegna styrkingar krónu hafi haft neikvæð áhrif á upplifun erlendra ferðamanna sem hingað koma. Edward segir að verðlag sé ekki aðal áhrifaþátturinn þegar ferðamenn taka ákvörðun um að koma hingað. Verðlag hafi fyrst og fremst áhrif á neyslumynstrið.Edward H. Huijbens.„Auðvitað blöskrar fólki þegar það sér reikninginn á veitingastaðnum en það sem gerist er það að fólk rýkur ekki úr landi og segir „Það þýðir ekkert að fara til Íslands, það er of dýrt,“ segir Edward. Fólk er hins vegar líklegra til að eyða minna þegar hingað er komið. „Fólk dvelur skemur því hér er dýrt að vera. Það hugsar: „Ég tek þetta bara á nokkrum dögum og flýti mér.“ Menn velja aðra gistimöguleika, fara heldur í airbnb eða Kúkú Campers-bíla sem menn sjá nú um allar koppagrundir því það er ódýrara en að vera á hóteli og menn versla meira í Bónus en að fara út að borða,“ segir Edward. Honum hefur verið tjáð af hóteleigendum að gestir séu „hættir að fá sér vínglas með matnum“ eins og þeir gerðu fyrr þegar verðlagið var ódýrara. Fólk muni þó halda áfram að koma. Edward segir að það sem er einna verst við að fólk breyti neyslumynstrinu er að dvöl þess verður skemmri. „Það hefur afgerandi áhrif fyrir restina af landinu utan suðvesturhornsins. Það er vegna þess að allir túristar sem hingað koma fara í gegnum Keflavík og þaðan komast þeir nær ekkert nema á einkabíl,“ sagði Edward Huijbens prófessor við Háskólann á Akureyri í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna Um milljón ferðamenn hafa komið til landsins það sem af er ári. 8. júlí 2017 14:14 Ferðamenn óánægðari með dvöl sína á Íslandi Frakkar og Bretar eru óánægðastir. 8. júlí 2017 07:56 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna Um milljón ferðamenn hafa komið til landsins það sem af er ári. 8. júlí 2017 14:14
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent