Ekki bókaðar en beðnar um að auglýsa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. júlí 2017 15:36 Konur í íslensku rappsenunni furða sig yfir því að hafa verið beðnar um að auglýsa viðburð sem þeim bauðst ekki að spila á. Vísir/Andri Marínó og Getty Steiney Skúladóttir og fleiri íslenskar rappkonur voru beðnar um að auglýsa tónleika sem þeim var ekki boðið að spila á.Skjáskot af Twittersíðu Steineyjar Á samskiptamiðlinum Twitter gagnrýndu ýmsar konur úr í íslensku rapp og hip hop senunni skilaboð sem þær fengu frá aðstandendum Young Thug tónlistarveislunnar. Skilaboðin voru á þá leið að tónleikahaldarar leituðust við að virkja kvenþjóðina til að mæta á tónleikana vegna þess að 80% af seldum miðum væru keyptir af karlmönnum á aldrinum 18-36 ára. Tónlistarkonurnar voru beðnar um að auglýsa tónleikana í skiptum fyrir ókeypis miða. Young Thug var aðalatriðið í rappveislu sem haldin var í gær í Laugardalshöllinni. Þar komu fram ellefu flytjendur og af þeim var einn kvenkyns rappari. Listamenn á borð við Gísla Pálma, Aron Can og Emmsjé Gauta tróðu upp fyrir fullum sal. Að sögn tónleikagesta fór viðburðurinn vel fram.Steiney Skúladóttir vill fleiri stelpur á sviðið.OddvarSteiney Skúladóttir, rappari, dagskrárgerðarkona og leikkona birti á Twittersíðunni sinni svar sitt við þessari beiðni. Hún sagðist halda að ástæðan fyrir fáum kvenkynsáhorfendum vera flytjendalisti sem sé „algjör typpaveisla.“ Hún biður aðstandendur um að hafa þetta hugfast fyrir næstu tónleika. Fjölbreytni í listamannavali muni jafna kynjahlutföll tónleikagesta. Þura Stína Kristleifsdóttir, plötusnúður og hljómsveitarmeðlimur í Cyber og Reykjavíkurdætrum tekur undir með Steineyju og segist, í samtali við Vísi, vita um að minnsta kosti átta konur í rapp og hip hop senunni sem hafi fengið þessi skilaboð. Þura Stína segist vera orðin þreytt á kynjahallanum í íslensku tónlistarlífi. Þetta sé raunin bæði á böllum og tónleikum. „Line-upið er eiginlega alltaf bara strákar en samt á þetta að vera fyrir alla,“ segir Þura Stína. Henni finnist skrítið að tónleikahaldarar hafi samband við þær í þeim tilgangi að auglýsa tónleikana en ekki til að fá þær til að spila: „Svo skilja þeir ekki hvers vegna það eru bara karlmenn í salnum,“ segir Þura Stína. Henni þykir jafnframt verst að sjá auglýsingar fyrir menntaskólaböll þar sem oftar en ekki séu einungis karlar bókaðir og auglýstir.Þura Stína segir íslensku senuna vera frekar lokaða.Þura StínaBáðar vilja Þura Stína og Steiney taka fram að allir listamennirnir sem komu fram í gær séu frábærir tónlistarmenn. „Það tekur það enginn af þeim og þetta snýst ekki um það,“ segir Þura sem segir gagnrýnina beinast að tónleikahöldurum og fjölmiðlum. Hún segir ýmsa tónleikahaldara og fjölmiðla ekki taka kvenkyns tónlistarmenn nægilega til greina.Íslenska senan lokaðri Spurð að því hvort málum sé öðruvísi háttað erlendis segir Þura: „Algjörlega, við spilum mikið úti. Reykjavíkurdætur spila úti um allt. Senan er einhvern veginn lokuð hér,“ segir Þura sem segir það skjóta skökku við að hafa troðið upp á Hróarskeldu fyrir 8000 manns á sama tíma og íslenska senan sé svona lokuð.Þorsteinn Stephensen er einn þeirra sem kom að tónlistarveislunni í Laugardalshöll.Fréttablaðið/HörðurVísir hafði samband við Þorstein Stephensen, einn þeirra sem stóðu að tónleikunum. Hann segist elska Reykjavíkurdætur og alltaf vera opinn fyrir gagnrýni. Þorsteinn segist ekki hafa komið einn að því að skipa flytjendahópinn. Hópurinn sem hafi staðið að tónleikunum hafi frá upphafi verið meðvitaður um hlut kvenna í tónlist og segir hann að þeir hafi viljað hafa fleiri stelpur. „Þegar við byrjuðum á þessu þá réðum við Young Thug og Krept and Konan, sem eru erlendir „artistar.“ Ástæðan fyrir því að þetta blæs svona út og verður að svona stóru „showi“ með svona mörgum listamönnum er að þeir voru svo gríðarlega áhugasamir að fá að hita upp og þeir voru svo margir sem höfðu samband við okkur svo þetta vatt upp á sig,“ segir Þorsteinn sem bætir við að Alvia hafi verið á meðal þeirra sem hafði samband af fyrra bragði.Skilaboðin liður í markaðssetningu Spurður út í það hvers vegna þeir hafi ákveðið að senda þeim skilaboð og biðja þær um að auglýsa segir Þorsteinn að margir hafi komið að markaðssetningunni. Það hafi verið liður í að markaðssetja viðburðinn að fá áhrifafólk á samfélagsmiðlum til að auglýsa tónleikana. Þorsteinn segir að framan af hafi karlar verið í miklum meirihluta þeirra sem keyptu miða. Það hafi fengið þá til að hugsa: „hvað er að gerast, hafa stelpurnar ekki áhuga á þessu?“ Í kjölfarið hafi farið í gang umræða um það að fá stelpur til þess að skapa meiri áhuga á tónleikunum í gegnum netið. „Þegar við vorum að skoða söluna þá sáum við það að við vildum ná betur til kvenna.“ Hugmyndin hafi verið að reyna að fá konur sem aðrar konur fylgjast með til að auglýsa. Hann segist ávallt vilja styðja konur í tónlist og bætir við að Reykjavíkurdætur séu æðislegar. „Þær verða bara með næst, ekki spurning,“ segir Þorsteinn. Fyrirsögn var stytt Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira
Steiney Skúladóttir og fleiri íslenskar rappkonur voru beðnar um að auglýsa tónleika sem þeim var ekki boðið að spila á.Skjáskot af Twittersíðu Steineyjar Á samskiptamiðlinum Twitter gagnrýndu ýmsar konur úr í íslensku rapp og hip hop senunni skilaboð sem þær fengu frá aðstandendum Young Thug tónlistarveislunnar. Skilaboðin voru á þá leið að tónleikahaldarar leituðust við að virkja kvenþjóðina til að mæta á tónleikana vegna þess að 80% af seldum miðum væru keyptir af karlmönnum á aldrinum 18-36 ára. Tónlistarkonurnar voru beðnar um að auglýsa tónleikana í skiptum fyrir ókeypis miða. Young Thug var aðalatriðið í rappveislu sem haldin var í gær í Laugardalshöllinni. Þar komu fram ellefu flytjendur og af þeim var einn kvenkyns rappari. Listamenn á borð við Gísla Pálma, Aron Can og Emmsjé Gauta tróðu upp fyrir fullum sal. Að sögn tónleikagesta fór viðburðurinn vel fram.Steiney Skúladóttir vill fleiri stelpur á sviðið.OddvarSteiney Skúladóttir, rappari, dagskrárgerðarkona og leikkona birti á Twittersíðunni sinni svar sitt við þessari beiðni. Hún sagðist halda að ástæðan fyrir fáum kvenkynsáhorfendum vera flytjendalisti sem sé „algjör typpaveisla.“ Hún biður aðstandendur um að hafa þetta hugfast fyrir næstu tónleika. Fjölbreytni í listamannavali muni jafna kynjahlutföll tónleikagesta. Þura Stína Kristleifsdóttir, plötusnúður og hljómsveitarmeðlimur í Cyber og Reykjavíkurdætrum tekur undir með Steineyju og segist, í samtali við Vísi, vita um að minnsta kosti átta konur í rapp og hip hop senunni sem hafi fengið þessi skilaboð. Þura Stína segist vera orðin þreytt á kynjahallanum í íslensku tónlistarlífi. Þetta sé raunin bæði á böllum og tónleikum. „Line-upið er eiginlega alltaf bara strákar en samt á þetta að vera fyrir alla,“ segir Þura Stína. Henni finnist skrítið að tónleikahaldarar hafi samband við þær í þeim tilgangi að auglýsa tónleikana en ekki til að fá þær til að spila: „Svo skilja þeir ekki hvers vegna það eru bara karlmenn í salnum,“ segir Þura Stína. Henni þykir jafnframt verst að sjá auglýsingar fyrir menntaskólaböll þar sem oftar en ekki séu einungis karlar bókaðir og auglýstir.Þura Stína segir íslensku senuna vera frekar lokaða.Þura StínaBáðar vilja Þura Stína og Steiney taka fram að allir listamennirnir sem komu fram í gær séu frábærir tónlistarmenn. „Það tekur það enginn af þeim og þetta snýst ekki um það,“ segir Þura sem segir gagnrýnina beinast að tónleikahöldurum og fjölmiðlum. Hún segir ýmsa tónleikahaldara og fjölmiðla ekki taka kvenkyns tónlistarmenn nægilega til greina.Íslenska senan lokaðri Spurð að því hvort málum sé öðruvísi háttað erlendis segir Þura: „Algjörlega, við spilum mikið úti. Reykjavíkurdætur spila úti um allt. Senan er einhvern veginn lokuð hér,“ segir Þura sem segir það skjóta skökku við að hafa troðið upp á Hróarskeldu fyrir 8000 manns á sama tíma og íslenska senan sé svona lokuð.Þorsteinn Stephensen er einn þeirra sem kom að tónlistarveislunni í Laugardalshöll.Fréttablaðið/HörðurVísir hafði samband við Þorstein Stephensen, einn þeirra sem stóðu að tónleikunum. Hann segist elska Reykjavíkurdætur og alltaf vera opinn fyrir gagnrýni. Þorsteinn segist ekki hafa komið einn að því að skipa flytjendahópinn. Hópurinn sem hafi staðið að tónleikunum hafi frá upphafi verið meðvitaður um hlut kvenna í tónlist og segir hann að þeir hafi viljað hafa fleiri stelpur. „Þegar við byrjuðum á þessu þá réðum við Young Thug og Krept and Konan, sem eru erlendir „artistar.“ Ástæðan fyrir því að þetta blæs svona út og verður að svona stóru „showi“ með svona mörgum listamönnum er að þeir voru svo gríðarlega áhugasamir að fá að hita upp og þeir voru svo margir sem höfðu samband við okkur svo þetta vatt upp á sig,“ segir Þorsteinn sem bætir við að Alvia hafi verið á meðal þeirra sem hafði samband af fyrra bragði.Skilaboðin liður í markaðssetningu Spurður út í það hvers vegna þeir hafi ákveðið að senda þeim skilaboð og biðja þær um að auglýsa segir Þorsteinn að margir hafi komið að markaðssetningunni. Það hafi verið liður í að markaðssetja viðburðinn að fá áhrifafólk á samfélagsmiðlum til að auglýsa tónleikana. Þorsteinn segir að framan af hafi karlar verið í miklum meirihluta þeirra sem keyptu miða. Það hafi fengið þá til að hugsa: „hvað er að gerast, hafa stelpurnar ekki áhuga á þessu?“ Í kjölfarið hafi farið í gang umræða um það að fá stelpur til þess að skapa meiri áhuga á tónleikunum í gegnum netið. „Þegar við vorum að skoða söluna þá sáum við það að við vildum ná betur til kvenna.“ Hugmyndin hafi verið að reyna að fá konur sem aðrar konur fylgjast með til að auglýsa. Hann segist ávallt vilja styðja konur í tónlist og bætir við að Reykjavíkurdætur séu æðislegar. „Þær verða bara með næst, ekki spurning,“ segir Þorsteinn. Fyrirsögn var stytt
Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira