Kom kærastanum á óvart með myndavélinni sem hann missti í Kirkjufellsfoss Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júlí 2017 08:42 Þau Ryan Wright og Laurel Anne munu aldrei gleyma Íslandsferðinni sinni. Laurel Anne Ljósmyndarinn Ryan Wright brosir hringinn þessa dagana eftir að hafa endurheimt myndavélina sína. Hann hafði glatað henni ofan í Kirkjufellsfoss og var búinn að gefa upp alla von um að sjá hana nokkurn tímann aftur. Wright var hér á landi ásamt kærstu sinni Laurel Anne og vinum þeirra fyrr á þessu ári. Þau eru öll miklir áhugamenn um ljósmyndun og segjast þau ekki hafa getað komið hingað til lands án þess að heimsækja Kirkjufellsfoss, einn myndrænasta foss landsins. Þegar þangað var komið ákvað Wright að stilla myndavél sinni upp á þrífót alveg við fossinn. Þegar hann var að koma sér fyrir kallaði vinur hans til Wright og bað hann um að stilla sér upp fyrir mynd. Myndin hér að neðan var tekin einungis um 2 sekúndum áður en myndavélin og þrífóturinn húrruðu ofan í fossinn og hylinn fyrir neðan.Hér stendur Ryan Wright við Kirkjufellsfoss með myndavélina. Andartaki síðar var myndavélin horfin ofan í fossinn.Laurel AnneÁ myndavélinni var víðlinsa sem Wright hafði leigt fyrir ferðina og í vélinni var að finna minniskubb með öllum myndum sem teknar höfðu verið í ferðinni. Það voru engin afrit. Anne lýsir því hvernig þau hafi stokkið til og byrjað að leita í ísköldu vatninu að myndavélinni. Þau hafi þó gefist upp á leitinni innan örfárra mínútna þar sem einn í hópnum hafi sýnt merki ofkælingar. „Við fundum öll ofboðslega til með Ryan,“ segir Anne. „Ég held að ekkert okkar hafi vitað hvað við áttum að segja við Ryan eftir þetta, svo við sögðum ekki mikið. Ryan tók þessu þó með miklu jafnaðargeði, sem okkur þótti öllum gott.“ Nokkrum dögum síðar flugu þau aftur til síns heima, Anne til Nebraska og Wright til Colorado. Þá fékk Anne þá flugu í höfuðið að koma kærastanum sínum á óvart og hafa samband við köfunarfyrirtæki á Íslandi. Eftir að hafa heyrt sögu hennar ákvað einn fyrirtækjaeigandi að slá til og hafði upp á kafara sem var til í leita að myndavélinni.Kafarinn að störfum í hylnum.Laurel AnneKafarinn, Gergo Borbely, setti sig í samband við Anne og örfáum dögum síðar var hann kominn að fossinum og byrjaður að kemba hylinn. Ekki leið á löngu áður en hún skilaboð frá kafaranum. Hann hafði fundið myndavélina á um 2-3 metra dýpi, klemmda upp við stóra stein og umvafða sterkum straumum.Kafarinn Gergo Borbely og vinkona parsins, Maggie Costley, með myndavélina og minniskubbinn.Laurel AnneBorbely sagðist hafa þurft að festa á sig rúmlega 20 kíló af lóðum til að geta barist á móti straumunum. Hann lýsti því hvernig myndavélin sjálf væri í „grátlegu ástandi“ en að minniskortið væri nokkuð heillegt. Það var svo daginn eftir sem Anne fékk góðu fréttirnar. Kafaranum hafði tekist að þurrka minniskortið og bjarga öllum 50 gígabætunum af myndum sem Wright hafði tekið í ferðinni. Eftir að búnaðurinn hafði verið sendur til Anne ákváð hún að heimsækja Wright og koma honum á óvart. Hér að neðan má sjá myndbandið af því þegar hún dregur fram myndavélina sem Ryan Wright taldi sig vera búinn að glata. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Ljósmyndarinn Ryan Wright brosir hringinn þessa dagana eftir að hafa endurheimt myndavélina sína. Hann hafði glatað henni ofan í Kirkjufellsfoss og var búinn að gefa upp alla von um að sjá hana nokkurn tímann aftur. Wright var hér á landi ásamt kærstu sinni Laurel Anne og vinum þeirra fyrr á þessu ári. Þau eru öll miklir áhugamenn um ljósmyndun og segjast þau ekki hafa getað komið hingað til lands án þess að heimsækja Kirkjufellsfoss, einn myndrænasta foss landsins. Þegar þangað var komið ákvað Wright að stilla myndavél sinni upp á þrífót alveg við fossinn. Þegar hann var að koma sér fyrir kallaði vinur hans til Wright og bað hann um að stilla sér upp fyrir mynd. Myndin hér að neðan var tekin einungis um 2 sekúndum áður en myndavélin og þrífóturinn húrruðu ofan í fossinn og hylinn fyrir neðan.Hér stendur Ryan Wright við Kirkjufellsfoss með myndavélina. Andartaki síðar var myndavélin horfin ofan í fossinn.Laurel AnneÁ myndavélinni var víðlinsa sem Wright hafði leigt fyrir ferðina og í vélinni var að finna minniskubb með öllum myndum sem teknar höfðu verið í ferðinni. Það voru engin afrit. Anne lýsir því hvernig þau hafi stokkið til og byrjað að leita í ísköldu vatninu að myndavélinni. Þau hafi þó gefist upp á leitinni innan örfárra mínútna þar sem einn í hópnum hafi sýnt merki ofkælingar. „Við fundum öll ofboðslega til með Ryan,“ segir Anne. „Ég held að ekkert okkar hafi vitað hvað við áttum að segja við Ryan eftir þetta, svo við sögðum ekki mikið. Ryan tók þessu þó með miklu jafnaðargeði, sem okkur þótti öllum gott.“ Nokkrum dögum síðar flugu þau aftur til síns heima, Anne til Nebraska og Wright til Colorado. Þá fékk Anne þá flugu í höfuðið að koma kærastanum sínum á óvart og hafa samband við köfunarfyrirtæki á Íslandi. Eftir að hafa heyrt sögu hennar ákvað einn fyrirtækjaeigandi að slá til og hafði upp á kafara sem var til í leita að myndavélinni.Kafarinn að störfum í hylnum.Laurel AnneKafarinn, Gergo Borbely, setti sig í samband við Anne og örfáum dögum síðar var hann kominn að fossinum og byrjaður að kemba hylinn. Ekki leið á löngu áður en hún skilaboð frá kafaranum. Hann hafði fundið myndavélina á um 2-3 metra dýpi, klemmda upp við stóra stein og umvafða sterkum straumum.Kafarinn Gergo Borbely og vinkona parsins, Maggie Costley, með myndavélina og minniskubbinn.Laurel AnneBorbely sagðist hafa þurft að festa á sig rúmlega 20 kíló af lóðum til að geta barist á móti straumunum. Hann lýsti því hvernig myndavélin sjálf væri í „grátlegu ástandi“ en að minniskortið væri nokkuð heillegt. Það var svo daginn eftir sem Anne fékk góðu fréttirnar. Kafaranum hafði tekist að þurrka minniskortið og bjarga öllum 50 gígabætunum af myndum sem Wright hafði tekið í ferðinni. Eftir að búnaðurinn hafði verið sendur til Anne ákváð hún að heimsækja Wright og koma honum á óvart. Hér að neðan má sjá myndbandið af því þegar hún dregur fram myndavélina sem Ryan Wright taldi sig vera búinn að glata.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira