Fagnar stærra ábyrgðarhlutverki Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. júlí 2017 06:00 Sif Atladóttir er lykilmaður í vörn íslenska landsliðsins sem hefur leik á EM 18. júlí. vísir/Ernir Sif Atladóttir hefur verið fastamaður í landsliðinu lengi og er á leiðinni á sitt þriðja stórmót með íslenska liðinu. Fréttablaðið hitti á hana fyrir æfingu landsliðsins á dögunum og heyrði í henni hljóðið. „Stemmingin er bara góð. Ég er búin að eiga góða fyrstu daga og maður er spenntur fyrir deginum í dag,“ sagði Sif, en landsliðið var að koma saman á sína fyrstu æfingu fyrir Evrópumótið í Hollandi sem hefst sunnudaginn 16. júlí. Ísland spilar í C-riðli og hefur leik gegn Frökkum þriðjudaginn 18. júlí. Hvernig er að vera á leiðinni á sitt þriðja stórmót?„Hvert stórmót er sérstakt út af fyrir sig, en maður er kannski rólegri í ár miðað við áður. Þetta er fyrsta stórmótið þar sem maður er í formi, fyrir utan kannski 2009 þar sem ég var mest bara á bekknum, því 2013 þá var ég svo mikið meidd, þannig að þetta verður spennandi.“ Þrátt fyrir meiðsli byrjaði Sif þrjá af fjórum leikjum Íslands á Evrópumótinu árið 2013 og var lykilmaður í varnarlínu Íslands. Hún verður 32 ára daginn áður en Evrópumótið verður sett og er einn af reyndustu leikmönnum liðsins, með 50 landsleiki að baki.Kynslóðaskipti í liðinu Undanfarið hafa verið ákveðin kynslóðaskipti í landsliðinu, reyndir leikmenn hafa verið að leggja skóna á hilluna og yngri að stíga fram í sviðsljósið. Spurð út í hvernig hún upplifi þessar breytingar sagði Sif: „Þetta er bara gaman. Það er ógeðslega gaman að sjá þessar stelpur koma upp og stíga upp á þetta stig. Það sýnir hvað íslensk knattspyrna er frábær og á leiðinni upp. Það þýðir að ég fæ kannski meiri ábyrgð heldur en maður hefur verið með, en maður tekur því fagnandi.“ Eftir farsælan feril skyldi fáa undra þótt Sif væri sjálf með hugann við að leggja frá sér landsliðsskóna. Aðspurð segist hún þó ekki vera farin að huga að því. „Nei, á meðan líkaminn heldur og þetta er skemmtilegt þá sér maður enga ástæðu til að hætta. Það er HM eftir tvö ár og af hverju ekki að stefna þangað eins og að stefna á EM 2017?“ Ísland hefur aldrei komist í lokakeppni heimsmeistaramóts og því ekki skrítið að hugurinn stefni þangað, en Sif vildi þó ekki gefa neitt út um þau markmið. „Við byrjum á þessu núna í sumar og svo ræðum við hitt í haust,“ sagði Sif glöð í bragði.Sjöunda árið í Svíþjóð Sif hefur verið á mála hjá sænska liðinu Kristianstad síðan árið 2011 og byrjar sitt sjöunda ár hjá liðinu í haust. Hún hefur spilað 72 leiki fyrir félagið sem er í efstu deild í Svíþjóð. Spurð hvort hún ætli sér að vera þar um ókomna tíð segir Sif: „Já, á meðan líkaminn heldur og maður nær að halda tempói og fólk vill hafa mann í liðinu. Ég held það sé nú mest það, að maður sé að standa sig vel og halda áfram að fá tækifæri til þess að spila við þá bestu, á móti þeim bestu og með þeim bestu.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Fleiri fréttir Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Sjá meira
Sif Atladóttir hefur verið fastamaður í landsliðinu lengi og er á leiðinni á sitt þriðja stórmót með íslenska liðinu. Fréttablaðið hitti á hana fyrir æfingu landsliðsins á dögunum og heyrði í henni hljóðið. „Stemmingin er bara góð. Ég er búin að eiga góða fyrstu daga og maður er spenntur fyrir deginum í dag,“ sagði Sif, en landsliðið var að koma saman á sína fyrstu æfingu fyrir Evrópumótið í Hollandi sem hefst sunnudaginn 16. júlí. Ísland spilar í C-riðli og hefur leik gegn Frökkum þriðjudaginn 18. júlí. Hvernig er að vera á leiðinni á sitt þriðja stórmót?„Hvert stórmót er sérstakt út af fyrir sig, en maður er kannski rólegri í ár miðað við áður. Þetta er fyrsta stórmótið þar sem maður er í formi, fyrir utan kannski 2009 þar sem ég var mest bara á bekknum, því 2013 þá var ég svo mikið meidd, þannig að þetta verður spennandi.“ Þrátt fyrir meiðsli byrjaði Sif þrjá af fjórum leikjum Íslands á Evrópumótinu árið 2013 og var lykilmaður í varnarlínu Íslands. Hún verður 32 ára daginn áður en Evrópumótið verður sett og er einn af reyndustu leikmönnum liðsins, með 50 landsleiki að baki.Kynslóðaskipti í liðinu Undanfarið hafa verið ákveðin kynslóðaskipti í landsliðinu, reyndir leikmenn hafa verið að leggja skóna á hilluna og yngri að stíga fram í sviðsljósið. Spurð út í hvernig hún upplifi þessar breytingar sagði Sif: „Þetta er bara gaman. Það er ógeðslega gaman að sjá þessar stelpur koma upp og stíga upp á þetta stig. Það sýnir hvað íslensk knattspyrna er frábær og á leiðinni upp. Það þýðir að ég fæ kannski meiri ábyrgð heldur en maður hefur verið með, en maður tekur því fagnandi.“ Eftir farsælan feril skyldi fáa undra þótt Sif væri sjálf með hugann við að leggja frá sér landsliðsskóna. Aðspurð segist hún þó ekki vera farin að huga að því. „Nei, á meðan líkaminn heldur og þetta er skemmtilegt þá sér maður enga ástæðu til að hætta. Það er HM eftir tvö ár og af hverju ekki að stefna þangað eins og að stefna á EM 2017?“ Ísland hefur aldrei komist í lokakeppni heimsmeistaramóts og því ekki skrítið að hugurinn stefni þangað, en Sif vildi þó ekki gefa neitt út um þau markmið. „Við byrjum á þessu núna í sumar og svo ræðum við hitt í haust,“ sagði Sif glöð í bragði.Sjöunda árið í Svíþjóð Sif hefur verið á mála hjá sænska liðinu Kristianstad síðan árið 2011 og byrjar sitt sjöunda ár hjá liðinu í haust. Hún hefur spilað 72 leiki fyrir félagið sem er í efstu deild í Svíþjóð. Spurð hvort hún ætli sér að vera þar um ókomna tíð segir Sif: „Já, á meðan líkaminn heldur og maður nær að halda tempói og fólk vill hafa mann í liðinu. Ég held það sé nú mest það, að maður sé að standa sig vel og halda áfram að fá tækifæri til þess að spila við þá bestu, á móti þeim bestu og með þeim bestu.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Fleiri fréttir Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Sjá meira