Það verða átök á EM í Hollandi og stelpurnar í landsliðinu fóru á æfingu hjá Mjölni í dag þar sem þeim var meðal annars kennt að kýla og sparka frá sér.
Jón Viðar Arnþórsson kenndi stelpunum réttu tökin og einnig glímdu stelpurnar.
Sunna Tsunami var þeim einnig innan handar og Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði landsliðsins, færði Sunnu og dóttur hennar áritaða landsliðstreyju. Sunna mun einnig standa í ströngu rétt áður en stelpurnar byrja að spila í Hollandi.
Sóllilja Baltasarsdóttir tók þessar myndir sem má sjá í myndasafninu hér að neðan.
Fótbolti