Notaðir bílar lækkað um 20 prósent en samt dýrastir hér á landi Sæunn Gísladóttir skrifar 6. júlí 2017 06:00 Dregið gæti úr sölu á notuðum bílum næstu árin vegna aukinni eftirspurn eftir nýjum bílum. VÍSIR/VILHELM Verð á notuðum bílum er með því hæsta hér á landi meðal Norðurlanda þrátt fyrir að hafa lækkað um 20 prósent á síðastliðnu ári. „Hjá einhverjum umboðum er lagerstaðan betri en fyrir ári á notuðum bílum af því að þeir hafa verið virkir að lækka verðið. Lækkunin er svipuð og gengið, um og yfir 20 prósent á síðastliðnu ári. Maður sér sums staðar að ekki hafi verið lækkað nógu vel og þá seljast bílarnir hægar,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambandsins.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Fréttablaðið/AuðunnRunólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), segir að fram að þessu hafi verð á notuðum bílum verið nokkuð hærra en gerist og gengur í nágrannalöndunum. Það sé meðal annars vegna þess að í kjölfar hrunsins seldust nýir bílar illa til almennings og myndaðist þá meiri eftirspurn eftir notuðum bílum og um leið hækkaði verðið. „Nú er selt nokkuð drjúgt af nýjum bílum og ásamt styrkingu gengisins hefur það í för með sér verðlækkun á notaða flotanum.“ Ásvaldur Óskar hjá bílasölunni Bílalind segist ekki finna fyrir offramboði af notuðum bílum. „Það gæti gerst í haust þegar bílaleigubílarnir koma á markað. Það seldist ekki mikið af þeim í fyrra því þeir fengu ekki það verð sem þeir voru sáttir við.“ Ásvaldur segist ekki hafa þurft að lækka verð á notuðum bílum umfram lækkun verðs á nýjum bílum. Bergþór Karlsson, framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, telur ekki að komið sé stopp á endursölu bíla sem séu eðlilega eknir og hafi verið vel við haldið. „En það sem gæti setið eftir eru mikið eknir bílar, það byrjar alltaf þar. Þegar menn hugsa vel um flotann sinn þá eru það alveg samkeppnisfærir bílar. Ég held að þörfin fyrir að endurnýja mikið hafi verið fyrir hendi. En auðvitað kemur að því þó að það verði kannski ekki á þessu ári að menn þurfa að fara að velta þessu fyrir sér,“ segir Bergþór. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Birgir til Banana Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Verð á notuðum bílum er með því hæsta hér á landi meðal Norðurlanda þrátt fyrir að hafa lækkað um 20 prósent á síðastliðnu ári. „Hjá einhverjum umboðum er lagerstaðan betri en fyrir ári á notuðum bílum af því að þeir hafa verið virkir að lækka verðið. Lækkunin er svipuð og gengið, um og yfir 20 prósent á síðastliðnu ári. Maður sér sums staðar að ekki hafi verið lækkað nógu vel og þá seljast bílarnir hægar,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju og formaður Bílgreinasambandsins.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Fréttablaðið/AuðunnRunólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), segir að fram að þessu hafi verð á notuðum bílum verið nokkuð hærra en gerist og gengur í nágrannalöndunum. Það sé meðal annars vegna þess að í kjölfar hrunsins seldust nýir bílar illa til almennings og myndaðist þá meiri eftirspurn eftir notuðum bílum og um leið hækkaði verðið. „Nú er selt nokkuð drjúgt af nýjum bílum og ásamt styrkingu gengisins hefur það í för með sér verðlækkun á notaða flotanum.“ Ásvaldur Óskar hjá bílasölunni Bílalind segist ekki finna fyrir offramboði af notuðum bílum. „Það gæti gerst í haust þegar bílaleigubílarnir koma á markað. Það seldist ekki mikið af þeim í fyrra því þeir fengu ekki það verð sem þeir voru sáttir við.“ Ásvaldur segist ekki hafa þurft að lækka verð á notuðum bílum umfram lækkun verðs á nýjum bílum. Bergþór Karlsson, framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, telur ekki að komið sé stopp á endursölu bíla sem séu eðlilega eknir og hafi verið vel við haldið. „En það sem gæti setið eftir eru mikið eknir bílar, það byrjar alltaf þar. Þegar menn hugsa vel um flotann sinn þá eru það alveg samkeppnisfærir bílar. Ég held að þörfin fyrir að endurnýja mikið hafi verið fyrir hendi. En auðvitað kemur að því þó að það verði kannski ekki á þessu ári að menn þurfa að fara að velta þessu fyrir sér,“ segir Bergþór.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Birgir til Banana Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira