Dagný: Þeir borga launin mín þannig ég geri það sem mér er sagt að gera Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2017 06:00 Dagný Brynjarsdóttir gat ekki spilað síðustu leiki íslenska liðsins fyrir EM 2017 þar sem félagsliðið hennar Portland vildi fá hana heim. vísir/Eyþór Dagný Brynjarsdóttir er klár í slaginn á nýjan leik eftir erfið meiðsli sem stofnuðu þátttöku hennar á EM í Hollandi í hættu. Það hefur birt til á undanförnum vikum og Dagný er óðum að ná fyrri styrk. „Ég myndi segja að staðan væri hrikalega góð. Ég er búin að æfa vel síðustu tvo mánuði og er klár í þetta verkefni,“ sagði Dagný í samtali við Fréttablaðið í gær. En hvað var það nákvæmlega sem hrjáði hana? „Ég fékk högg fyrir tveimur árum og hélt áfram að þjösnast á því. Það kom í ljós að þetta voru liðbönd sem tengdust frá mjaðmagrindinni og út í bak. Ég þurfti að styrkja allt í kring og fara í sprautumeðferðir. Þetta var spurning um hversu hratt liðböndin myndu gróa. Það er komið núna og ég hef verið á fullu undanfarna tvo mánuði,“ sagði Dagný. Rangæingurinn lék allan leikinn með félagsliði sínu, Portland Thorns, um helgina. Það var aðeins hennar fjórði leikur með liðinu á tímabilinu. Dagný missti af byrjun tímabilsins en sneri aftur í sigri á Sky Blue 3. júní. Það var þá fyrsti leikur Dagnýjar í þrjá mánuði, eða frá því hún spilaði síðasta stundarfjórðunginn í 2-0 tapi Íslands fyrir Japan á Algarve-mótinu 3. mars. Það eru einu mínúturnar sem hún hefur spilað með íslenska landsliðinu á árinu.Dagný ræðir við fyrrverandi leikmann FH á landsliðsæfingu í gær.vísir/ernirÞeir borga launin mín „Ég myndi ekki segja að leikformið sé í toppstandi enda bara búin að spila einn 90 mínútna leik. En einn af mínum styrkleikum sem leikmaður er að ég er mjög fljót að koma mér í stand og vera í góðu hlaupaformi. Ef ég á að vera alveg hreinskilin hef ég ekki miklar áhyggjur,“ sagði Dagný. Hún var valin í íslenska hópinn sem mætti Írlandi og Brasilíu í tveimur vináttulandsleikjum í júní. Dagný kom ekkert við sögu gegn Írlandi og daginn fyrir leikinn gegn Brasilíu var tilkynnt að hún myndi ekki spila hann og væri á leiðinni aftur til Portland. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari hefur síðan greint frá því að Dagný hafi neyðst til að sleppa landsleikjunum tveimur. Annars hefði hún væntanlega ekki spilað meira með Portland á tímabilinu. Dagný segir erfitt að hafa verið sett í þessa stöðu. „Það var hrikalega fúlt. Ég missti af aprílverkefninu með landsliðinu og hlakkaði mikið til verkefnisins í júní. En þeir borga launin mín og ég lenti svolítið á milli. Ég þurfti að gera það sem þeir sögðu mér að gera. Auðvitað vill enginn lenda í þessu en ég þurfti að takast á við það,“ sagði Dagný sem hefur verið í herbúðum Portland síðan 2015. Hún segir framtíð sína óráðna.Freyr Alexandersson þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Portland.vísir/ernirKvennaboltinn betur metinn „Samningurinn minn rennur út í lok árs. Ef ég á að vera alveg hreinskilin er ég ekkert búin að ákveða hvað ég ætla að gera. Mér líkar vel þarna en auðvitað er ég langt í burtu. Ég ætla að einbeita mér að EM og svo nota ég það sem eftir er árs til að hugsa hvað ég ætla að gera,“ sagði Dagný. En lítur hún á EM sem glugga til að komast annað? „Það er ákveðinn gluggi ef mann langar til Evrópu. En ég veit ekkert hvort ég ætla að fara þangað eða vera áfram í Bandaríkjunum,“ sagði Dagný sem segist kunna betur við sig hjá Portland en þegar hún var í herbúðum Bayern München seinni hluta tímabilsins 2015. „Já, mér finnst það miklu skemmtilegra. Kvennaboltinn er betur metinn þarna; fleiri áhorfendur og betur hugsað um man. Manni líður meira eins og atvinnumanni þarna en í Bayern,“ sagði Dagný. Hún nýtur þess að vera byrjuð að æfa með landsliðinu. „Síðustu tveir dagar hafa gengið hrikalega vel. Það er gaman að hitta stelpurnar aftur og andinn í liðinu er góður. Við erum allar rosalega spenntar og klárar í verkefnið,“ sagði Dagný sem er á leið á sitt annað Evrópumót en hún var einnig með á EM 2013. i EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr í 1á1: Tilfinningin fyrir ári var að við værum að fara að vinna þetta mót Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var gestur Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1á1 sem var frumsýndur á Stöð 2 Sport HD á föstudaginn. 4. júlí 2017 07:46 Freyr um ummæli Bryndísar Láru: Er að horfa yfir lengra tímabil en síðustu þrjá mánuði Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þórs/KA, sagðist í viðtali í Morgunblaðinu í dag vera ósátt með að hafa ekki verið valin í íslenska EM-hópinn. 4. júlí 2017 11:41 Samfélagsmiðlarnir góðir en það þarf að passa sig Stelpurnar okkar spila ekki annan vináttulandsleik fyrir EM 2017 í Hollandi sem hefst um miðjan mánuðinn. 5. júlí 2017 06:00 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir er klár í slaginn á nýjan leik eftir erfið meiðsli sem stofnuðu þátttöku hennar á EM í Hollandi í hættu. Það hefur birt til á undanförnum vikum og Dagný er óðum að ná fyrri styrk. „Ég myndi segja að staðan væri hrikalega góð. Ég er búin að æfa vel síðustu tvo mánuði og er klár í þetta verkefni,“ sagði Dagný í samtali við Fréttablaðið í gær. En hvað var það nákvæmlega sem hrjáði hana? „Ég fékk högg fyrir tveimur árum og hélt áfram að þjösnast á því. Það kom í ljós að þetta voru liðbönd sem tengdust frá mjaðmagrindinni og út í bak. Ég þurfti að styrkja allt í kring og fara í sprautumeðferðir. Þetta var spurning um hversu hratt liðböndin myndu gróa. Það er komið núna og ég hef verið á fullu undanfarna tvo mánuði,“ sagði Dagný. Rangæingurinn lék allan leikinn með félagsliði sínu, Portland Thorns, um helgina. Það var aðeins hennar fjórði leikur með liðinu á tímabilinu. Dagný missti af byrjun tímabilsins en sneri aftur í sigri á Sky Blue 3. júní. Það var þá fyrsti leikur Dagnýjar í þrjá mánuði, eða frá því hún spilaði síðasta stundarfjórðunginn í 2-0 tapi Íslands fyrir Japan á Algarve-mótinu 3. mars. Það eru einu mínúturnar sem hún hefur spilað með íslenska landsliðinu á árinu.Dagný ræðir við fyrrverandi leikmann FH á landsliðsæfingu í gær.vísir/ernirÞeir borga launin mín „Ég myndi ekki segja að leikformið sé í toppstandi enda bara búin að spila einn 90 mínútna leik. En einn af mínum styrkleikum sem leikmaður er að ég er mjög fljót að koma mér í stand og vera í góðu hlaupaformi. Ef ég á að vera alveg hreinskilin hef ég ekki miklar áhyggjur,“ sagði Dagný. Hún var valin í íslenska hópinn sem mætti Írlandi og Brasilíu í tveimur vináttulandsleikjum í júní. Dagný kom ekkert við sögu gegn Írlandi og daginn fyrir leikinn gegn Brasilíu var tilkynnt að hún myndi ekki spila hann og væri á leiðinni aftur til Portland. Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari hefur síðan greint frá því að Dagný hafi neyðst til að sleppa landsleikjunum tveimur. Annars hefði hún væntanlega ekki spilað meira með Portland á tímabilinu. Dagný segir erfitt að hafa verið sett í þessa stöðu. „Það var hrikalega fúlt. Ég missti af aprílverkefninu með landsliðinu og hlakkaði mikið til verkefnisins í júní. En þeir borga launin mín og ég lenti svolítið á milli. Ég þurfti að gera það sem þeir sögðu mér að gera. Auðvitað vill enginn lenda í þessu en ég þurfti að takast á við það,“ sagði Dagný sem hefur verið í herbúðum Portland síðan 2015. Hún segir framtíð sína óráðna.Freyr Alexandersson þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Portland.vísir/ernirKvennaboltinn betur metinn „Samningurinn minn rennur út í lok árs. Ef ég á að vera alveg hreinskilin er ég ekkert búin að ákveða hvað ég ætla að gera. Mér líkar vel þarna en auðvitað er ég langt í burtu. Ég ætla að einbeita mér að EM og svo nota ég það sem eftir er árs til að hugsa hvað ég ætla að gera,“ sagði Dagný. En lítur hún á EM sem glugga til að komast annað? „Það er ákveðinn gluggi ef mann langar til Evrópu. En ég veit ekkert hvort ég ætla að fara þangað eða vera áfram í Bandaríkjunum,“ sagði Dagný sem segist kunna betur við sig hjá Portland en þegar hún var í herbúðum Bayern München seinni hluta tímabilsins 2015. „Já, mér finnst það miklu skemmtilegra. Kvennaboltinn er betur metinn þarna; fleiri áhorfendur og betur hugsað um man. Manni líður meira eins og atvinnumanni þarna en í Bayern,“ sagði Dagný. Hún nýtur þess að vera byrjuð að æfa með landsliðinu. „Síðustu tveir dagar hafa gengið hrikalega vel. Það er gaman að hitta stelpurnar aftur og andinn í liðinu er góður. Við erum allar rosalega spenntar og klárar í verkefnið,“ sagði Dagný sem er á leið á sitt annað Evrópumót en hún var einnig með á EM 2013. i
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr í 1á1: Tilfinningin fyrir ári var að við værum að fara að vinna þetta mót Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var gestur Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1á1 sem var frumsýndur á Stöð 2 Sport HD á föstudaginn. 4. júlí 2017 07:46 Freyr um ummæli Bryndísar Láru: Er að horfa yfir lengra tímabil en síðustu þrjá mánuði Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þórs/KA, sagðist í viðtali í Morgunblaðinu í dag vera ósátt með að hafa ekki verið valin í íslenska EM-hópinn. 4. júlí 2017 11:41 Samfélagsmiðlarnir góðir en það þarf að passa sig Stelpurnar okkar spila ekki annan vináttulandsleik fyrir EM 2017 í Hollandi sem hefst um miðjan mánuðinn. 5. júlí 2017 06:00 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Sjá meira
Freyr í 1á1: Tilfinningin fyrir ári var að við værum að fara að vinna þetta mót Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var gestur Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1á1 sem var frumsýndur á Stöð 2 Sport HD á föstudaginn. 4. júlí 2017 07:46
Freyr um ummæli Bryndísar Láru: Er að horfa yfir lengra tímabil en síðustu þrjá mánuði Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þórs/KA, sagðist í viðtali í Morgunblaðinu í dag vera ósátt með að hafa ekki verið valin í íslenska EM-hópinn. 4. júlí 2017 11:41
Samfélagsmiðlarnir góðir en það þarf að passa sig Stelpurnar okkar spila ekki annan vináttulandsleik fyrir EM 2017 í Hollandi sem hefst um miðjan mánuðinn. 5. júlí 2017 06:00