Hvítir bílar eru aðalmálið núna Guðný Hrönn og Stefán Þór Hjartarson skrifa 5. júlí 2017 16:45 Hvítir bílar þykja afar smart um þessar mundir. Það fer ekkert á milli mála að við erum í miðju blússandi góðæri. Samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu er hefur sala á nýjum bílum aukist um tæp 13 prósent frá því í fyrra. Toyota trónir á toppnum yfir mest seldu bíltegundirnar – Yaris, Rav4 og Land Cruiser eru vinsælustu undirtegundirnar. Eitt sinn þótti ekki sérlega smart að keyra um á hvítum bílum en nú er öldin önnur og hvítur er tískuliturinn í ár í bílaheiminum. Hvítur er nefnilega vinsælasti liturinn núna – en á fyrstu sex mánuðum ársins hafa selst 3.960 hvítir bílar. Í öðru sæti eru svo gráir. Gráir bílar hafa þó selst töluvert minna eða 2.365 stykki. Það er kannski erfitt að halda því fram að Yaris sé í tísku – líklegra er að hann sé mikið keyptur af „venjulegu“ fólki sem vill sparneytinn og traustan bíl á góðu verði. Hins vegar má alveg tala um tísku þegar hvíti liturinn er ræddur. Lengi vel voru hvítir bílar nánast hlægilegir, klisjur eins og „drullan sést best á þeim“ og að um leið og að þú keyrir hvítan bíl sé hann fallinn þvílíkt í verði og fleira. Í dag má finna litinn á lúxus- sem og fjölskyldubílum. Audi hafa verið mjög duglegir að selja hvíta bíla – bílablaðamaður Business Insider talar um í grein árið 2013 að Audi sé framleiðandinn sem gerði hvíta bíla vinsæla og telur þar upp tölur framleiðandans um sölu á hvítum bílum sem fóru frá 119 árið 2006 í yfir 30 þúsund árið 2012. Þó er mögulegt að við séum á hátindi ákveðinnar tískubylgju en svo virðist sem litagleðin sé að koma aftur inn – framleiðendur eru farnir að markaðssetja töluvert af litríkum bílum og nýjum litum eins og pastellitum og fleira. Perluhvítur er málið„Það fer mikið eftir því hvaða gerð af bíl, en annars erum við Íslendingar svolítið fastir í svörtu, hvítu og gráu,“ segir Arnar Sigurðsson, ráðgjafi hjá bílaumboðinu BL, inntur eftir því hvaða litir á bílum séu vinsælastir um þessar mundir. „Silfurlitur er svolítið að koma aftur, hins vegar hafa flestir framleiðendur farið í að koma með aðrar útfærslur af gráa litnum sem eru mjög flottar, t.d. frá Land Rover,“ segir Arnar og nefnir litina Silicon Silver, Aruba, Waitomo Grey og Carpathian Grey sem dæmi um vinsæla liti. Aðspurður hvort hann sjálfur taki eftir auknum vinsældum hvíta litarins segir Arnar: „Já, perluhvítur hefur aðeins bætt í vinsældir hvíta litarins aftur.“ Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Það fer ekkert á milli mála að við erum í miðju blússandi góðæri. Samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu er hefur sala á nýjum bílum aukist um tæp 13 prósent frá því í fyrra. Toyota trónir á toppnum yfir mest seldu bíltegundirnar – Yaris, Rav4 og Land Cruiser eru vinsælustu undirtegundirnar. Eitt sinn þótti ekki sérlega smart að keyra um á hvítum bílum en nú er öldin önnur og hvítur er tískuliturinn í ár í bílaheiminum. Hvítur er nefnilega vinsælasti liturinn núna – en á fyrstu sex mánuðum ársins hafa selst 3.960 hvítir bílar. Í öðru sæti eru svo gráir. Gráir bílar hafa þó selst töluvert minna eða 2.365 stykki. Það er kannski erfitt að halda því fram að Yaris sé í tísku – líklegra er að hann sé mikið keyptur af „venjulegu“ fólki sem vill sparneytinn og traustan bíl á góðu verði. Hins vegar má alveg tala um tísku þegar hvíti liturinn er ræddur. Lengi vel voru hvítir bílar nánast hlægilegir, klisjur eins og „drullan sést best á þeim“ og að um leið og að þú keyrir hvítan bíl sé hann fallinn þvílíkt í verði og fleira. Í dag má finna litinn á lúxus- sem og fjölskyldubílum. Audi hafa verið mjög duglegir að selja hvíta bíla – bílablaðamaður Business Insider talar um í grein árið 2013 að Audi sé framleiðandinn sem gerði hvíta bíla vinsæla og telur þar upp tölur framleiðandans um sölu á hvítum bílum sem fóru frá 119 árið 2006 í yfir 30 þúsund árið 2012. Þó er mögulegt að við séum á hátindi ákveðinnar tískubylgju en svo virðist sem litagleðin sé að koma aftur inn – framleiðendur eru farnir að markaðssetja töluvert af litríkum bílum og nýjum litum eins og pastellitum og fleira. Perluhvítur er málið„Það fer mikið eftir því hvaða gerð af bíl, en annars erum við Íslendingar svolítið fastir í svörtu, hvítu og gráu,“ segir Arnar Sigurðsson, ráðgjafi hjá bílaumboðinu BL, inntur eftir því hvaða litir á bílum séu vinsælastir um þessar mundir. „Silfurlitur er svolítið að koma aftur, hins vegar hafa flestir framleiðendur farið í að koma með aðrar útfærslur af gráa litnum sem eru mjög flottar, t.d. frá Land Rover,“ segir Arnar og nefnir litina Silicon Silver, Aruba, Waitomo Grey og Carpathian Grey sem dæmi um vinsæla liti. Aðspurður hvort hann sjálfur taki eftir auknum vinsældum hvíta litarins segir Arnar: „Já, perluhvítur hefur aðeins bætt í vinsældir hvíta litarins aftur.“
Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira