Kim Jon-un heitir því að halda áfram „gjafasendingum“ til Bandaríkjamanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júlí 2017 07:46 Frá tilraunaskoti Norður-Kóreumanna í gær. Yfirvöld í Norður-Kóreu segja flaugina geta borið kjarnaodd. Vísir/afp Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, heitir því að hverfa aldrei frá áframhaldandi þróun kjarnorkuvopna og halda áfram að senda yfirvöldum í Bandaríkjunum „gjafir“ í formi eldflauga- og kjarnorkuprófana. Yfirvöld Bandaríkjanna og Suður-Kóreu hafa svarað fyrir nýjasta tilraunaskot Norður-Kóreu, það fyrsta á langdrægri eldflaug, með stífum varnaræfingum. Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fyrirskipaði æfingarnar í samráði við Bandaríkin til að sýna Norður-Kóreu fram á traustan eldflaugaflota ríkjanna. Samkvæmt frétt AP-fréttaveitunnar flutti ríkissjónvarpsstöð Norður Kóreu, KCNA, fréttir af því í dag að leiðtoganum, Kim Jong-un, þætti mikið til langdrægu eldflaugarinnar koma. Þá var eldflaugin sögð geta borið stóran kjarnaodd. KCNA sagði Kim Jong un enn fremur hafa hvatt sérfræðinga sína til að „senda í auknum mæli stórar og smáar „gjafasendingar“ til Kananna,“ og vísaði þar til tilraunaskotanna. Þá lýstu yfirvöld Norður-Kóreu einnig yfir ánægju sinni með að nýjasta tilraunaskotið, og það best heppnaða til þessa, skyldi hefjast á loft á þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna. Bandarískir sérfræðingar telja að flaug Norður-Kóreu, sem skotið var á loft í gær, gæti náð til Alaska. Þá hafa Bandarísk stjórnvöld farið fram á að fundur verði haldinn í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna eins fljótt og auðið verður vegna eldflaugartilraunarinnar. Búist er við að ráðið fundi í dag. Norður-Kórea Tengdar fréttir Varar Kim Jong-un við að fara yfir strikið Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sendir nágrönnum sínum skilaboð. 4. júlí 2017 11:00 Öryggisráðið komi saman vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreu Bandaríkjamenn hafa farið fram á að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundi sem fyrst vegna eldflaugartilraunar Norður-Kóreu. Búist er við að fundur verði haldinn strax á morgun. 4. júlí 2017 21:17 Norður-Kórea segist hafa skotið langdrægri eldflaug á loft Eldflaugin var á lofti í um 37 mínútur, sem er besti árangur tilraunaskots frá Norður-Kóreu til þessa, og flaug um 930 kílómetra. 4. júlí 2017 06:28 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sjá meira
Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, heitir því að hverfa aldrei frá áframhaldandi þróun kjarnorkuvopna og halda áfram að senda yfirvöldum í Bandaríkjunum „gjafir“ í formi eldflauga- og kjarnorkuprófana. Yfirvöld Bandaríkjanna og Suður-Kóreu hafa svarað fyrir nýjasta tilraunaskot Norður-Kóreu, það fyrsta á langdrægri eldflaug, með stífum varnaræfingum. Forseti Suður-Kóreu, Moon Jae-in, fyrirskipaði æfingarnar í samráði við Bandaríkin til að sýna Norður-Kóreu fram á traustan eldflaugaflota ríkjanna. Samkvæmt frétt AP-fréttaveitunnar flutti ríkissjónvarpsstöð Norður Kóreu, KCNA, fréttir af því í dag að leiðtoganum, Kim Jong-un, þætti mikið til langdrægu eldflaugarinnar koma. Þá var eldflaugin sögð geta borið stóran kjarnaodd. KCNA sagði Kim Jong un enn fremur hafa hvatt sérfræðinga sína til að „senda í auknum mæli stórar og smáar „gjafasendingar“ til Kananna,“ og vísaði þar til tilraunaskotanna. Þá lýstu yfirvöld Norður-Kóreu einnig yfir ánægju sinni með að nýjasta tilraunaskotið, og það best heppnaða til þessa, skyldi hefjast á loft á þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna. Bandarískir sérfræðingar telja að flaug Norður-Kóreu, sem skotið var á loft í gær, gæti náð til Alaska. Þá hafa Bandarísk stjórnvöld farið fram á að fundur verði haldinn í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna eins fljótt og auðið verður vegna eldflaugartilraunarinnar. Búist er við að ráðið fundi í dag.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Varar Kim Jong-un við að fara yfir strikið Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sendir nágrönnum sínum skilaboð. 4. júlí 2017 11:00 Öryggisráðið komi saman vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreu Bandaríkjamenn hafa farið fram á að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundi sem fyrst vegna eldflaugartilraunar Norður-Kóreu. Búist er við að fundur verði haldinn strax á morgun. 4. júlí 2017 21:17 Norður-Kórea segist hafa skotið langdrægri eldflaug á loft Eldflaugin var á lofti í um 37 mínútur, sem er besti árangur tilraunaskots frá Norður-Kóreu til þessa, og flaug um 930 kílómetra. 4. júlí 2017 06:28 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sjá meira
Varar Kim Jong-un við að fara yfir strikið Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, sendir nágrönnum sínum skilaboð. 4. júlí 2017 11:00
Öryggisráðið komi saman vegna eldflaugatilrauna Norður-Kóreu Bandaríkjamenn hafa farið fram á að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundi sem fyrst vegna eldflaugartilraunar Norður-Kóreu. Búist er við að fundur verði haldinn strax á morgun. 4. júlí 2017 21:17
Norður-Kórea segist hafa skotið langdrægri eldflaug á loft Eldflaugin var á lofti í um 37 mínútur, sem er besti árangur tilraunaskots frá Norður-Kóreu til þessa, og flaug um 930 kílómetra. 4. júlí 2017 06:28