Sögulegur sparnaður Pálmar Ragnarsson skrifar 3. júlí 2017 06:00 Það mætti segja að sparnaður Íslendinga væri í sögulegu hámarki. Aldrei áður hefur hugarfar fólks verið jafn tengt sparnaði. Og hvernig erum við að spara? Jú, með því að eyða fullt af pening auðvitað. Ekki erum við að spara með því að vera heima hjá okkur og sleppa því að kaupa hluti. Nei, við spörum með því að fara í risa verslanir, kaupa ofurpakkningar og eyða tugum þúsunda. „Ég sparaði geðveikt mikið á því að kaupa þennan kassa af kleinuhringjum á 3.000.“ „Vá hvað ég sparaði þegar ég keypti 68 kókdósir á aðeins 2.500.“ „Nei, sjáðu, kassi af höttum á 7.000, spörum!“ Mér þykir þetta rangur hugsunarháttur. Við spörum aldrei með því að kaupa. Við spörum með því að kaupa ekki. Það er ekki góð sparnaðarleið að fara í verslun og skoða. Maður sparar með því að vera heima. Það skiptir ekki máli hversu hagstætt verðið er þegar við kaupum, við erum að eyða pening en ekki spara. Ekki rugla þessu tvennu saman. Með því að kaupa vöru á hagstæðara verði erum við að eyða minni pening en við hefðum gert. En ef við kaupum vöruna í fimmföldu því magni sem við þurfum erum við kannski bara að eyða meiri pening. Áður en risa pakkningar eru keyptar er því gott að spyrja: „Er ég viss um að ég sé að fara að borða 12 kg af kleinuhringjum? Þarf fjölskyldan á þeim að halda? Jafnvel þó hver þeirra verði ódýrari en ef ég kaupi bara einn á mann?“ Það er æðislegt ef fólk nær að nýta sér ofurpakkningar á skynsaman hátt til að eyða minna. En við megum ekki halda að við séum að spara ef raunin er sú að við erum að eyða meiri pening í verslunarferðum en við höfum nokkurn tíma gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pálmar Ragnarsson Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun
Það mætti segja að sparnaður Íslendinga væri í sögulegu hámarki. Aldrei áður hefur hugarfar fólks verið jafn tengt sparnaði. Og hvernig erum við að spara? Jú, með því að eyða fullt af pening auðvitað. Ekki erum við að spara með því að vera heima hjá okkur og sleppa því að kaupa hluti. Nei, við spörum með því að fara í risa verslanir, kaupa ofurpakkningar og eyða tugum þúsunda. „Ég sparaði geðveikt mikið á því að kaupa þennan kassa af kleinuhringjum á 3.000.“ „Vá hvað ég sparaði þegar ég keypti 68 kókdósir á aðeins 2.500.“ „Nei, sjáðu, kassi af höttum á 7.000, spörum!“ Mér þykir þetta rangur hugsunarháttur. Við spörum aldrei með því að kaupa. Við spörum með því að kaupa ekki. Það er ekki góð sparnaðarleið að fara í verslun og skoða. Maður sparar með því að vera heima. Það skiptir ekki máli hversu hagstætt verðið er þegar við kaupum, við erum að eyða pening en ekki spara. Ekki rugla þessu tvennu saman. Með því að kaupa vöru á hagstæðara verði erum við að eyða minni pening en við hefðum gert. En ef við kaupum vöruna í fimmföldu því magni sem við þurfum erum við kannski bara að eyða meiri pening. Áður en risa pakkningar eru keyptar er því gott að spyrja: „Er ég viss um að ég sé að fara að borða 12 kg af kleinuhringjum? Þarf fjölskyldan á þeim að halda? Jafnvel þó hver þeirra verði ódýrari en ef ég kaupi bara einn á mann?“ Það er æðislegt ef fólk nær að nýta sér ofurpakkningar á skynsaman hátt til að eyða minna. En við megum ekki halda að við séum að spara ef raunin er sú að við erum að eyða meiri pening í verslunarferðum en við höfum nokkurn tíma gert.