Ferðaþjónustan á Íslandi: Efnaðir kaupi ekki „eitthvað drasl á okurverði“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. júlí 2017 13:26 „Ég held að næsti vetur, það er að segja norðurljósatímabilið nóvember til mars, að þar verði einhver samdráttur, en næsta sumar verði mjög þungt víða.“ Vísir/GVA Ferðamenn sem ekki voru búnir að ákveða að fara til Íslands fyrir styrkingu krónunnar eru ekki að skila sér hingað til lands. Búast má við alvarlegum samdrætti í ferðaþjónustu á næstunni. Þetta segja þeir Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Katla Travel, og Daníel Jakobsson, hótelhaldari á Ísafirði, en þeir voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar fóru þeir yfir stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi og mögulega framtíð hennar. Pétur segir að þegar ferðamenn fari að halda að sér, verði ferðaþjónustan á landsbyggðinni fyrst til að finna fyrir því. Daníel segir að ekki hafi verið mikill samdráttur hjá sér í sumar, en hann hafi verulegar áhyggjur fyrir næsta sumar. Hann segir Ísland vera að verða dýrara og að ferðþjónustuaðilar séu á heimsmarkaði. Ferðamenn ákveði að fara bara eitthvað annað. „Svo ekki sé nú talað um að maður þurfi að bæta virðisaukanum ofan á það. Þá er það bara alger dauðadómur yfir greininni og ekki bara á landsbyggðinni. Mér finnst það hafa verið ofmetið að tala um að þetta verði eitthvað sérstaklega erfitt fyrir landsbyggðina. Þetta verður erfitt fyrir Reykjavík líka. Maður heyrir það á ferðaskrifstofum að það sé orðið auðvelt að fá herbergi í Reykjavík í júlí á lágu verði,“ segir Daníel. Pétur segir þetta rétt. „Þetta er líka í Reykjavík í sumar, en af því að við erum að vinna svo langt fram í tímann þá eru skilaboðin sem við erum að fá úr framtíðinni, sem er næsti vetur og 2018, í Þýskalandi, Austurríki og Sviss eru mjög alvarleg,“ segir Pétur. Hann segir fyrirtæki sitt hafa verið í viðskiptum þar í fimmtán ár og að fyrirtæki þar séu að koma með þau skilaboð að Ísland sé komið upp úr þakinu. Hægt sé að fá góð gæði fyrir peninga í löndum eins og Kanada, Noregi og Írlandi. Gæðin á Íslandi standi ekki lengur undir verðinu hér og því standi til að hvíla Ísland. „Ég held að næsti vetur, það er að segja norðurljósatímabilið nóvember til mars, að þar verði einhver samdráttur, en næsta sumar verði mjög þungt víða. Út af því að fólkið er ekki að kaupa þessa þjónustu á þessari þjónustu sem við erum að bjóða.“ Pétur heldur áfram: „Einhverjir hafa talað um að ef að verð hækki á Íslandi komi bara efnaðir ferðamenn og kaupi það. Eins og það séu til einhverjir moldríkir bjánar sem vilja kaupa eitthvað drasl á okurverði. Það er ekki þannig í ferðaþjónustunni.“ Hægt er að hlusta á þessa umræðu í Sprengisandi hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Ferðamenn sem ekki voru búnir að ákveða að fara til Íslands fyrir styrkingu krónunnar eru ekki að skila sér hingað til lands. Búast má við alvarlegum samdrætti í ferðaþjónustu á næstunni. Þetta segja þeir Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Katla Travel, og Daníel Jakobsson, hótelhaldari á Ísafirði, en þeir voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar fóru þeir yfir stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi og mögulega framtíð hennar. Pétur segir að þegar ferðamenn fari að halda að sér, verði ferðaþjónustan á landsbyggðinni fyrst til að finna fyrir því. Daníel segir að ekki hafi verið mikill samdráttur hjá sér í sumar, en hann hafi verulegar áhyggjur fyrir næsta sumar. Hann segir Ísland vera að verða dýrara og að ferðþjónustuaðilar séu á heimsmarkaði. Ferðamenn ákveði að fara bara eitthvað annað. „Svo ekki sé nú talað um að maður þurfi að bæta virðisaukanum ofan á það. Þá er það bara alger dauðadómur yfir greininni og ekki bara á landsbyggðinni. Mér finnst það hafa verið ofmetið að tala um að þetta verði eitthvað sérstaklega erfitt fyrir landsbyggðina. Þetta verður erfitt fyrir Reykjavík líka. Maður heyrir það á ferðaskrifstofum að það sé orðið auðvelt að fá herbergi í Reykjavík í júlí á lágu verði,“ segir Daníel. Pétur segir þetta rétt. „Þetta er líka í Reykjavík í sumar, en af því að við erum að vinna svo langt fram í tímann þá eru skilaboðin sem við erum að fá úr framtíðinni, sem er næsti vetur og 2018, í Þýskalandi, Austurríki og Sviss eru mjög alvarleg,“ segir Pétur. Hann segir fyrirtæki sitt hafa verið í viðskiptum þar í fimmtán ár og að fyrirtæki þar séu að koma með þau skilaboð að Ísland sé komið upp úr þakinu. Hægt sé að fá góð gæði fyrir peninga í löndum eins og Kanada, Noregi og Írlandi. Gæðin á Íslandi standi ekki lengur undir verðinu hér og því standi til að hvíla Ísland. „Ég held að næsti vetur, það er að segja norðurljósatímabilið nóvember til mars, að þar verði einhver samdráttur, en næsta sumar verði mjög þungt víða. Út af því að fólkið er ekki að kaupa þessa þjónustu á þessari þjónustu sem við erum að bjóða.“ Pétur heldur áfram: „Einhverjir hafa talað um að ef að verð hækki á Íslandi komi bara efnaðir ferðamenn og kaupi það. Eins og það séu til einhverjir moldríkir bjánar sem vilja kaupa eitthvað drasl á okurverði. Það er ekki þannig í ferðaþjónustunni.“ Hægt er að hlusta á þessa umræðu í Sprengisandi hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira