Már segir jafn fráleitt að sprengja upp gatnakerfið vegna lögbrota og afnema seðla vegna skattsvika Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2017 18:45 Seðlabankastjóri segir menn ekki sprengja upp vegakerfið þótt það sé einnig notað af fólki sem brjóti lög. Það sama eigi við um seðla og mynt sem væru eina beina leið almennings til að eiga beina kröfu á ríkissjóð. Ekki sé hægt að byggja tillögur um afnám seðla á getgátum. Á fimmtudag í síðustu viku skiluðu tveir starfshópar fjármálaráðherra tillögum um aðgerðir sem hægt væri að grípa til gegn skattsvikum og svarta hagkerfinu. Sú hugmynd sem mesta athygli vakti var að tíu þúsund króna seðillin og jafnvel fimm þúsund króna seðillinn yrðu teknir úr umferð. Seðlabankinn var ekki hafður með í ráðum við mótun þessarra tillagna en hann leikur lykilhlutverk í ákvörðunum um útgáfu mynta og peningaseðla. Hugmynd nefndarinnar mætti mikilli andstöðu í þjóðfélaginu og loguðu samfélagsmiðlar vegna málsins þar til fjármálaráðherra skaut hugmyndina niður daginn eftir að hún var kynnt. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir Seðlabankann samkvæmt lögum gera tillögur um breytingar á seðlum og mynt til forsætisráðherra sem taki endanlega ákvörðun. Málið hafi hins vegar aldrei farið í þann farveg.Margir vilji frekar nota seðla Eitt af rökum nefndar fjármálaráðherra var að mikið væri gefið út af tíu þúsund króna seðlum, en þeir sæust engu að síður sjaldan og því mætti álykta að þeir væru mikið notaðir í svarta hagkerfinu. Seðlabankastjóri segir þetta ótrúlega orðað. Sjálfur noti hann seðla töluvert. „Og ég veit um töluvert af gömlu fólki sem vill frekar nota seðla. Þannig að ég held að við verðum að kanna málin vel áður en við förum að gera einhverjar miklar breytingar á grundvelli einhvurs sem er kannski ekki staðreynd,“ segir Már. Þá megi ekki gleyma því að seðlar og mynt séu eina leið almennings til að nota sem kröfu á hið opinbera í greiðslumiðlun. „Annars er fólk alltaf að nota kröfu á bankakerfið og auðvitað hefur það komið fyrir eins og við vitum að traust á bankakerfinu sveiflast til og frá. Ef við ætlum að loka öllum flóttaleiðum út úr bankakerfinu og yfir í kröfur á seðlabanka gætum vil lenti í miklum vandræðum,“ segir seðlabankastjóri. Nú þegar sé seðlanotkun lítil á Íslandi í alþjóðlegu samhengi en vilji menn fara þessa leið þurfi að hafa þetta í huga og skoða aðra valkosti eins og rafeyri. „Við náttúrlega hönnum hér alls konar kerfi. Gatnakerfi, raforkukerfi og alls kona kerfi sem auðvitað þeir sem eru að brjóta lögin nota líka. En við sprengjum ekki þessi kerfi í tætlur til að stöðva það heldur reynum að finna aðrar leiðir til þess,“ segir Már. Seðlar og mynt verði því áfram í notkun þótt nýjar lausnir geti komið í þeim efnum í framtíðinni. Tengdar fréttir Lagt til að 10.000 og 5.000 krónu seðlar verði afnumdir Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. 22. júní 2017 11:53 Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00 Gylfi Zoëga kemur fjármálaráðherra til varnar í Stóra-seðlamálinu Gylfi segist skilja hugmyndina sem liggur að baki tillögunni og ver ráðherrann og hugmyndina í nýrri grein sem hann skrifar í tímaritið Vísbendingu. 28. júní 2017 18:48 Hlutfall reiðufjár í umferð hér með því minnsta sem þekkist Tillaga um að fjarlægja 5 og 10 þúsund króna seðla úr flóru reiðufjár féll í grýttan jarðveg. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra dró í land með hugmyndina í gær. Hlutfall reiðufjár hér er með því lægsta sem þekkist. 24. júní 2017 07:00 Stjórnvöld segja skattsvikurum stríð á hendur Fjármálaráðherra segir vel hægt að ná til þeirra sem svíkja undan skatti með samræmdu átaki, meðal annars með því að minnka seðlamagn í umferð. 22. júní 2017 18:58 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Seðlabankastjóri segir menn ekki sprengja upp vegakerfið þótt það sé einnig notað af fólki sem brjóti lög. Það sama eigi við um seðla og mynt sem væru eina beina leið almennings til að eiga beina kröfu á ríkissjóð. Ekki sé hægt að byggja tillögur um afnám seðla á getgátum. Á fimmtudag í síðustu viku skiluðu tveir starfshópar fjármálaráðherra tillögum um aðgerðir sem hægt væri að grípa til gegn skattsvikum og svarta hagkerfinu. Sú hugmynd sem mesta athygli vakti var að tíu þúsund króna seðillin og jafnvel fimm þúsund króna seðillinn yrðu teknir úr umferð. Seðlabankinn var ekki hafður með í ráðum við mótun þessarra tillagna en hann leikur lykilhlutverk í ákvörðunum um útgáfu mynta og peningaseðla. Hugmynd nefndarinnar mætti mikilli andstöðu í þjóðfélaginu og loguðu samfélagsmiðlar vegna málsins þar til fjármálaráðherra skaut hugmyndina niður daginn eftir að hún var kynnt. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir Seðlabankann samkvæmt lögum gera tillögur um breytingar á seðlum og mynt til forsætisráðherra sem taki endanlega ákvörðun. Málið hafi hins vegar aldrei farið í þann farveg.Margir vilji frekar nota seðla Eitt af rökum nefndar fjármálaráðherra var að mikið væri gefið út af tíu þúsund króna seðlum, en þeir sæust engu að síður sjaldan og því mætti álykta að þeir væru mikið notaðir í svarta hagkerfinu. Seðlabankastjóri segir þetta ótrúlega orðað. Sjálfur noti hann seðla töluvert. „Og ég veit um töluvert af gömlu fólki sem vill frekar nota seðla. Þannig að ég held að við verðum að kanna málin vel áður en við förum að gera einhverjar miklar breytingar á grundvelli einhvurs sem er kannski ekki staðreynd,“ segir Már. Þá megi ekki gleyma því að seðlar og mynt séu eina leið almennings til að nota sem kröfu á hið opinbera í greiðslumiðlun. „Annars er fólk alltaf að nota kröfu á bankakerfið og auðvitað hefur það komið fyrir eins og við vitum að traust á bankakerfinu sveiflast til og frá. Ef við ætlum að loka öllum flóttaleiðum út úr bankakerfinu og yfir í kröfur á seðlabanka gætum vil lenti í miklum vandræðum,“ segir seðlabankastjóri. Nú þegar sé seðlanotkun lítil á Íslandi í alþjóðlegu samhengi en vilji menn fara þessa leið þurfi að hafa þetta í huga og skoða aðra valkosti eins og rafeyri. „Við náttúrlega hönnum hér alls konar kerfi. Gatnakerfi, raforkukerfi og alls kona kerfi sem auðvitað þeir sem eru að brjóta lögin nota líka. En við sprengjum ekki þessi kerfi í tætlur til að stöðva það heldur reynum að finna aðrar leiðir til þess,“ segir Már. Seðlar og mynt verði því áfram í notkun þótt nýjar lausnir geti komið í þeim efnum í framtíðinni.
Tengdar fréttir Lagt til að 10.000 og 5.000 krónu seðlar verði afnumdir Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. 22. júní 2017 11:53 Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00 Gylfi Zoëga kemur fjármálaráðherra til varnar í Stóra-seðlamálinu Gylfi segist skilja hugmyndina sem liggur að baki tillögunni og ver ráðherrann og hugmyndina í nýrri grein sem hann skrifar í tímaritið Vísbendingu. 28. júní 2017 18:48 Hlutfall reiðufjár í umferð hér með því minnsta sem þekkist Tillaga um að fjarlægja 5 og 10 þúsund króna seðla úr flóru reiðufjár féll í grýttan jarðveg. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra dró í land með hugmyndina í gær. Hlutfall reiðufjár hér er með því lægsta sem þekkist. 24. júní 2017 07:00 Stjórnvöld segja skattsvikurum stríð á hendur Fjármálaráðherra segir vel hægt að ná til þeirra sem svíkja undan skatti með samræmdu átaki, meðal annars með því að minnka seðlamagn í umferð. 22. júní 2017 18:58 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Lagt til að 10.000 og 5.000 krónu seðlar verði afnumdir Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. 22. júní 2017 11:53
Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00
Gylfi Zoëga kemur fjármálaráðherra til varnar í Stóra-seðlamálinu Gylfi segist skilja hugmyndina sem liggur að baki tillögunni og ver ráðherrann og hugmyndina í nýrri grein sem hann skrifar í tímaritið Vísbendingu. 28. júní 2017 18:48
Hlutfall reiðufjár í umferð hér með því minnsta sem þekkist Tillaga um að fjarlægja 5 og 10 þúsund króna seðla úr flóru reiðufjár féll í grýttan jarðveg. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra dró í land með hugmyndina í gær. Hlutfall reiðufjár hér er með því lægsta sem þekkist. 24. júní 2017 07:00
Stjórnvöld segja skattsvikurum stríð á hendur Fjármálaráðherra segir vel hægt að ná til þeirra sem svíkja undan skatti með samræmdu átaki, meðal annars með því að minnka seðlamagn í umferð. 22. júní 2017 18:58