Seðlabankastjóri segir peningamálastefnuna gagnast vel í baráttu við verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2017 14:56 Seðlabankastjóri segir að peningamálastefna segir mjög skýr merki um að mikill árangur hafi náðst með peningamálastefnu Seðlabankans. Verðbólga hafi verið innan markmiða bankans um nokkurn tíma og trúin á að takast muni að halda verðbólgu við markmiðin langt fram í tímann hafi stóreflst. Nú er að störfum nefnd á vegum stjórnvalda um endurskoðun peningamálastefnu Seðlabankans en í dag er hennar meginmarkmið að halda verðbólgu í skefjum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir núverandi peningamálastefnu hafa reynst vel. Fjármálaráðherra og fleiri vilja hins vegar að í peningamálastefnunni felist einnig markmið í gjaldmiðilsmálum eða varðandi gengi íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Er þörf á að breyta á einhvern hátt peningastefnunni til að bankinn geti sinnt sínu hlutverki betur? „Bankinn hefur verið að sinna sínu hlutverki ansi vel upp á síðkastið. Það eru mjög skýr merki um að það sé að nást mjög mikill árangur með peningastefnunni. Því að okkar markmið, og það sem við getum til lengdar, er að halda verðbólgu innan einhverra marka,“ segir Már. Verðbólga hafi verið aðeins undir markmiðum Seðlabankans upp á síðkastið en það hafi heldur ekki verið mikið hrópað þegar verðbólgan var aðeins yfir markmiðinu á sínum tíma. Það sé aftur aðallega vegna alþjóðlegra aðstæðna sem verðbólgan sé undir markmiðinu nú eins og víða annars staðar. „En verðbólguvæntingarnar eru við markmiðið. Þær voru það ekki lengi vel. Það er trúin á verðbólgumarkmiðið og trúin á að okkur muni takast að halda verðbólgunni á þessu stigi langt fram í tímann; hún hefur stóreflst. Seðlabankinn er þannig að skila sínu,“ segir seðlabankastjóri. Aftur á móti geti verið þörf á að gera alls konar breytingar á grundvelli þessa markmiðs sem lúti að samspili peningastefnunnar við aðrar stefnur, eins og ríkisfjármálastefnuna, þjóðhagsvarúð og hvernig verðbólgumarkmiðið er nákvæmlega formúlerað. Það verði skoðað á næstu mánuðum og misserum og þar hafi Seðlabankinn ákveðnar hugmyndir. „En breytingar á ramma peningamálastefnunnar munu engu breyta um það sem ég var að tala um hér áðan. Það verða alltaf sveiflur í raungenginu. Ef það verða búhnykkir fara raunlaun í landinu upp og raungengið líka. Alveg óháð því hvaða peningastefnu við höfum og þegar verða áföll fara raunlaunin niður og raungengið líka. Alveg óháð því hvaða peningastefnu við höfum. Það bara gerist eftir mismunandi leiðum,“ segir Már Guðmundsson. Íslenska krónan Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Sjá meira
Seðlabankastjóri segir að peningamálastefna segir mjög skýr merki um að mikill árangur hafi náðst með peningamálastefnu Seðlabankans. Verðbólga hafi verið innan markmiða bankans um nokkurn tíma og trúin á að takast muni að halda verðbólgu við markmiðin langt fram í tímann hafi stóreflst. Nú er að störfum nefnd á vegum stjórnvalda um endurskoðun peningamálastefnu Seðlabankans en í dag er hennar meginmarkmið að halda verðbólgu í skefjum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir núverandi peningamálastefnu hafa reynst vel. Fjármálaráðherra og fleiri vilja hins vegar að í peningamálastefnunni felist einnig markmið í gjaldmiðilsmálum eða varðandi gengi íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Er þörf á að breyta á einhvern hátt peningastefnunni til að bankinn geti sinnt sínu hlutverki betur? „Bankinn hefur verið að sinna sínu hlutverki ansi vel upp á síðkastið. Það eru mjög skýr merki um að það sé að nást mjög mikill árangur með peningastefnunni. Því að okkar markmið, og það sem við getum til lengdar, er að halda verðbólgu innan einhverra marka,“ segir Már. Verðbólga hafi verið aðeins undir markmiðum Seðlabankans upp á síðkastið en það hafi heldur ekki verið mikið hrópað þegar verðbólgan var aðeins yfir markmiðinu á sínum tíma. Það sé aftur aðallega vegna alþjóðlegra aðstæðna sem verðbólgan sé undir markmiðinu nú eins og víða annars staðar. „En verðbólguvæntingarnar eru við markmiðið. Þær voru það ekki lengi vel. Það er trúin á verðbólgumarkmiðið og trúin á að okkur muni takast að halda verðbólgunni á þessu stigi langt fram í tímann; hún hefur stóreflst. Seðlabankinn er þannig að skila sínu,“ segir seðlabankastjóri. Aftur á móti geti verið þörf á að gera alls konar breytingar á grundvelli þessa markmiðs sem lúti að samspili peningastefnunnar við aðrar stefnur, eins og ríkisfjármálastefnuna, þjóðhagsvarúð og hvernig verðbólgumarkmiðið er nákvæmlega formúlerað. Það verði skoðað á næstu mánuðum og misserum og þar hafi Seðlabankinn ákveðnar hugmyndir. „En breytingar á ramma peningamálastefnunnar munu engu breyta um það sem ég var að tala um hér áðan. Það verða alltaf sveiflur í raungenginu. Ef það verða búhnykkir fara raunlaun í landinu upp og raungengið líka. Alveg óháð því hvaða peningastefnu við höfum og þegar verða áföll fara raunlaunin niður og raungengið líka. Alveg óháð því hvaða peningastefnu við höfum. Það bara gerist eftir mismunandi leiðum,“ segir Már Guðmundsson.
Íslenska krónan Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Sjá meira