Íslenska krónan

Íslenska krónan

Allt er viðkemur ríkisgjaldmiðlinum.

Fréttamynd

„Dagur, enga frasapólitík hér“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir hagsmunaöfl leggja „þagnarhönd“ yfir umræðu um evruna og ESB. Hann vill að Ísland gangi í ESB og taki upp evruna því að hann telur það tryggja lægri vexti. Varaformaður Framsóknarflokksins telur skynsamlegra að ráðast í kerfisbreytingar hér heima til að bregðast við háu vaxtastigi.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Krónan út­hlutar ekki byggingalóðum

Við þekkjum fullyrðingar um það að háir vextir og mikil verðbólga sé óhjákvæmilegur fylgifiskur krónunnar vegna þess að hún sé smár sjálfstæður gjaldmiðill. Hins vegar eru það einungis fullyrðingar. Þeim fylgir sjaldnast einhver röstuðningur og aldrei rök sem standast nánari skoðun.

Skoðun
Fréttamynd

Út­flutnings­félögin verma botns­ætin eftir mikla raun­gengis­styrkingu krónunnar

Það eru krefjandi tímar í atvinnulífinu um þessar mundir með hækkun raungengis og almennt meiri launahækkunum hér á landi síðustu ár en þekkist í öðrum löndum sem er glögglega farið að koma fram í uppgjörum útflutningsfyrirtækja og annarra félaga með tekjur í erlendri mynt. Áberandi er hvað þau fyrirtæki í Kauphöllinni, einkum sem eru sjávarútvegi, hafa skilað hvað lökustu ávöxtuninni á markaði undanfarna tólf mánuði.

Innherji
Fréttamynd

Heimilin þurfi að undir­búa sig fyrir að það reyni á svig­rúm þeirra

Björn Berg fjármálaráðgjafi segir verðlag hafa hækkað töluvert undanfarið og ólíklegt sé að þær hækkanir gangi til baka þótt verðbólga hafi hjaðnað. Hjaðnandi verðbólga þýði aðeins að verðlag hækki ekki eins hratt og áður. Verðbólgan sé nú komin í fjögur prósent og fólki líði mögulega þá eins og verðlag eigi að batna en það þýði í raun aðeins að verðlag hækki ekki eins hratt og áður.

Neytendur
Fréttamynd

Krónan býr sig ekki til sjálf

Fullyrðingar um að vaxtastigið hér á landi sé vegna krónunnar standast enga skoðun. Þetta hafa fjölmargir hagfræðingar og sérfræðingar í fjármálum bent á og fært gild rök fyrir á liðnum árum. Þeir sem ákveðið hafa að krónan sé vandamálið taka vitanlega engum slíkum rökum en hafa að sama skapi ekki getað hrakið þau. 

Skoðun
Fréttamynd

Segir lægri á­lagningu á hús­næði en í öðrum greinum

Samtök iðnaðarins telja ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum muni reynast dýrkeypt. Framkvæmdastjórinn segir nauðsynlegt að ríkisstjórnin skerist í leikinn og bjóði upp á hraðar lausnir í húsnæðismálum þjóðarinnar. Hann segir álagningu á húsnæði lægri en í öðrum greinum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki „stórar á­hyggjur“ af verð­bólgunni þótt krónan kunni að gefa að­eins eftir

Þróunin í raunhagkerfinu er núna öll á þann veg að segjast nánast sömu sögu, hvort sem litið er til vinnu- eða húsnæðismarkaðar, um að hagkerfið sé kólna hraðar en áður, að sögn stjórnenda Seðlabankans, sem segja „planið vera að virka“ þótt það sé taka lengri tíma að ná niður verðbólgunni. Ekki er ástæða til að hafa „stórar áhyggjur“ af því fyrir verðbólguna þótt krónan kunni að gefa eftir á meðan það er slaki í hagkerfinu.

Innherjamolar
Fréttamynd

Raun­gengi krónunnar lítil­lega yfir­verðlagt að mati AGS og Seðla­bankans

Þótt raungengi krónunnar sé búið að rísa hratt að undanförnu, sem hefur þrengt nokkuð að samkeppnishæfni margra útflutningsfyrirtækja, þá er það aðeins nokkrum prósentum hærra en nemur nýlegi mati Seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á jafnvægisraungenginu. Með hliðsjón af því er ekki endilega líklegt að mikil leiðrétting verði á genginu á næstunni.

Innherji
Fréttamynd

Er­lend staða ís­lenska þjóðar­búsins ein sú besta meðal ríkja í Evrópu

Aðeins fáein Evrópuríki geta státað sig af því að vera með sterkari erlenda stöðu í samanburði við Ísland en hrein eignastaða þjóðarbúsins í hlutfalli við landsframleiðslu hefur núna haldist yfir 40 prósent frá ársbyrjun 2024. Áratugur er liðin síðan Ísland náði þeim áfanga að vera hreinn útflytjandi fjármagns og hefur það meðal annars átt ríkan þátt í meiri stöðugleika íslensku krónunnar.

Innherji