Sturla Atlas og Major Lazer í eina sæng Guðný Hrönn skrifar 1. júlí 2017 11:00 Sturla Atlas gefur bráðum út nýtt lag sem er samið af Major Lazer í verkefni sem heitir Tuborg Beat. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Það eru spennandi tímar fram undan hjá íslensku hljómsveitinni Sturla Atlas en bandið er að vinna lag í verkefni sem leitt er af Tuborg en bandaríska danstónlistartríóið Major Lazer sem er stórt nafn innan tónlistarheimsins samdi upprunalega lagið og Sturla Atlas mun svo setja í sinn eigin búning. Sigurbjartur Sturla Atlason, einn liðsmaður hljómsveitarinnar Sturla Atlas, segir það vera frábært tækifæri fyrir hljómsveitina að fá að vinna lag eftir bandaríska danstónlistartríóið Major Lazer. „Þetta var í raun þannig að Major Lazer-tríóið og Tuborg eru í samstarfi sem felur í sér að nokkrir tónlistar menn hvaðan af úr heiminum vinna lag sem er samið af Major Lazer. Lögin eru í upphafi eins en svo fær hver og einn listamaður eða hljómsveit tækifæri til að leika sér með lagið og gera það að sínu eigin,“ útskýrir Sigurbjartur Sturla Atlason, söngvari Sturla Atlas. Hlutirnir æxluðust þannig að Sturla Atlas var boðið að taka þátt af Tuborg. „Við stukkum bara á tækifærið og reyndum svo að gera eitthvað nýtt, eitthvað öðruvísi heldur en við höfum verið að gera áður. Þetta er líka þess lags verkefni.“ Ákveðnar reglur gilda í kringum verkefnið. Spurður út í þær segir Sigurbjartur: „Það er ákveðinn rammi utan um það sem við getum gert, en við höfum samt mikið frelsi. Það er bæði krefjandi og skemmtilegt,“ segir Sigurbjartur. Sveitin er mjög ánægð með þetta tækifæri að sögn Sigurbjartar. „Það er bara geggjað að vera hluti af þessu, með hinum listamönnunum og sveitunum sem eru að vinna þetta, eins og t.d. sá frá Indlandi er risastór listamaður á indverskum markaði. En það er enn þá hálfpartinn á huldu hvaða tónlistarmenn eru að vinna að þessu.“ Spurður út í hvort hann og aðrir meðlimir Sturla Atlas séu aðdáendur Major Lazer svarar Sigurbjartur játandi.„Alveg 100%. Og þess vegna er þetta mjög skemmtilegt. En þetta er líka hálf furðulegt. Þeir eru svo stórt nafn og það er hálfsteikt að fá að gera eitthvað lag Þar sem ML bjuggu til upprunalega lagið og við fáum að setja það svo í okkar búning.“En er þeirra útgáfa af laginu tilbúin? „Já, við erum búnir með lagið. Við eigum reyndar eftir að senda lokaútgáfuna til þeirra. En já, við erum búnir að vinna það og erum ótrúlega ánægðir með útkomuna.“ Ný nálgun og öðruvísi útkomaAðspurður hvort þetta nýja lag sé frábrugðið því sem bandið hefur áður gert segir Sigurbjartur: „Já, nefnilega. Þetta er ólíkt á skemmtilegan hátt. Þetta er lag með annarri nálgun en við höfum verið með. En auðvitað geggjað Sturla Atlas lag.“ Meðlimir Sturla Atlas sjá mikla möguleika í nýja laginu og þessu verkefni sem er kallað Tuborg Beat. „Það er gaman að gera eitthvað sem er svona öðruvísi, eitthvað sem hefur þessa möguleika. Þetta er lag sem gæti komið til með að vera fyrir stærri markhóp en bara Ísland, en okkar aðdáendahópur núna er mestmegnis íslenskur. Maður getur leyft sér að prófa nýja hluti þegar maður gerir lag á þessum skala.“Og hvað er svo á döfinni? „Við erum að fara að gefa lagið út í byrjun júlí, með myndbandi. Við verðum með alls konar skemmtilegt dót í kringum það sem verður tilkynnt síðar, eitthvað partí og svona.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira
Það eru spennandi tímar fram undan hjá íslensku hljómsveitinni Sturla Atlas en bandið er að vinna lag í verkefni sem leitt er af Tuborg en bandaríska danstónlistartríóið Major Lazer sem er stórt nafn innan tónlistarheimsins samdi upprunalega lagið og Sturla Atlas mun svo setja í sinn eigin búning. Sigurbjartur Sturla Atlason, einn liðsmaður hljómsveitarinnar Sturla Atlas, segir það vera frábært tækifæri fyrir hljómsveitina að fá að vinna lag eftir bandaríska danstónlistartríóið Major Lazer. „Þetta var í raun þannig að Major Lazer-tríóið og Tuborg eru í samstarfi sem felur í sér að nokkrir tónlistar menn hvaðan af úr heiminum vinna lag sem er samið af Major Lazer. Lögin eru í upphafi eins en svo fær hver og einn listamaður eða hljómsveit tækifæri til að leika sér með lagið og gera það að sínu eigin,“ útskýrir Sigurbjartur Sturla Atlason, söngvari Sturla Atlas. Hlutirnir æxluðust þannig að Sturla Atlas var boðið að taka þátt af Tuborg. „Við stukkum bara á tækifærið og reyndum svo að gera eitthvað nýtt, eitthvað öðruvísi heldur en við höfum verið að gera áður. Þetta er líka þess lags verkefni.“ Ákveðnar reglur gilda í kringum verkefnið. Spurður út í þær segir Sigurbjartur: „Það er ákveðinn rammi utan um það sem við getum gert, en við höfum samt mikið frelsi. Það er bæði krefjandi og skemmtilegt,“ segir Sigurbjartur. Sveitin er mjög ánægð með þetta tækifæri að sögn Sigurbjartar. „Það er bara geggjað að vera hluti af þessu, með hinum listamönnunum og sveitunum sem eru að vinna þetta, eins og t.d. sá frá Indlandi er risastór listamaður á indverskum markaði. En það er enn þá hálfpartinn á huldu hvaða tónlistarmenn eru að vinna að þessu.“ Spurður út í hvort hann og aðrir meðlimir Sturla Atlas séu aðdáendur Major Lazer svarar Sigurbjartur játandi.„Alveg 100%. Og þess vegna er þetta mjög skemmtilegt. En þetta er líka hálf furðulegt. Þeir eru svo stórt nafn og það er hálfsteikt að fá að gera eitthvað lag Þar sem ML bjuggu til upprunalega lagið og við fáum að setja það svo í okkar búning.“En er þeirra útgáfa af laginu tilbúin? „Já, við erum búnir með lagið. Við eigum reyndar eftir að senda lokaútgáfuna til þeirra. En já, við erum búnir að vinna það og erum ótrúlega ánægðir með útkomuna.“ Ný nálgun og öðruvísi útkomaAðspurður hvort þetta nýja lag sé frábrugðið því sem bandið hefur áður gert segir Sigurbjartur: „Já, nefnilega. Þetta er ólíkt á skemmtilegan hátt. Þetta er lag með annarri nálgun en við höfum verið með. En auðvitað geggjað Sturla Atlas lag.“ Meðlimir Sturla Atlas sjá mikla möguleika í nýja laginu og þessu verkefni sem er kallað Tuborg Beat. „Það er gaman að gera eitthvað sem er svona öðruvísi, eitthvað sem hefur þessa möguleika. Þetta er lag sem gæti komið til með að vera fyrir stærri markhóp en bara Ísland, en okkar aðdáendahópur núna er mestmegnis íslenskur. Maður getur leyft sér að prófa nýja hluti þegar maður gerir lag á þessum skala.“Og hvað er svo á döfinni? „Við erum að fara að gefa lagið út í byrjun júlí, með myndbandi. Við verðum með alls konar skemmtilegt dót í kringum það sem verður tilkynnt síðar, eitthvað partí og svona.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Sjá meira