Óeðlilegt að fólk komist upp með dýraníð með því að flýja land Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. júlí 2017 20:41 Atvikið átti sér stað skammt frá bænum Núpi í Berufirði, en bæinn má sjá hægra megin á þessari mynd. Óeðlilegt er að meintir dýraníðingar í Breiðdal hafi komist upp með brotið með því að einfaldlega fara úr landi, segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands. Taka þurfi mál sem þessi mun fastari tökum. „Það sem mér finnst fyrst og fremst sérstakt við þetta mál er að það er hægt að koma hingað til lands og leika sér að því að murka lífið úr dýrum, og ef það kemst upp um mann þá þarf maður bara að drífa sig úr landi. Þá kemst maður upp með það,“ segir hún, en Hallgerður var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Ef það er hætta á því að framið hafi verið alvarlegt brot þá eiga menn ekkert að komast upp með það með það að falla á milli stafs og hurðar í stjórnsýslunni.“Misþyrmdu lambinu og skáru af því hausinnGreint var frá því í dag að Matvælastofnun hefði gefið út kæru á hendur átta erlendum ferðamönnum sem grunaðir eru um að hafa drepið lamb í Breiðdal í byrjun mánaðar. Þeir eru grunaðir um að hafa misþyrmt lambinu illa með því að skera af því hausinn, en lambið var einnig rifbeinsbrotið. Lögreglan tók málið í sínar hendur í framhaldinu og sektaði mennina um samtals 120 þúsund krónur fyrir eignaspjöll. Dýraverndunarsambandið fór fram á að MAST færi með rannsókn málsins – sem stofnunin svo og gerði. Hallgerður segir óeðlilegt að benda hafi þurft á að Matvælastofnun færi með dýraníðsmál, ekki lögregla. „Þetta mál lýsir ákveðnum ókunnugleika í garð svona mála því við létum Matvælastofnun vita af þessu. Þegar við höfðum samband þangað þá vissu þau ekki af þessu, þau töldu að lögregla ætti að tilkynna þetta til þeirra.“ Hallgerður segir nauðsynlegt að líta þessi mál alvarlegri augum. „Við eigum að leggja meiri áherslu á alvarleika þessara brota. Nú er það þannig í Bandaríkjunum að FBI er búið að skilgreina dýraníð í hæsta stig afbrota vegna þess að þetta tengist svo mörgum öðrum glæpum. Við erum enn dálítið að umgangast þetta bara eins og það sé verið að skemma eigur eða með einhver læti,“ segir Hallgerður. Bregðast þurfi skjótar við. „Það er verið að drepa ketti með frostlegi hér, bæði á Suðurnesjum og í Hveragerði, og það er bara fórnað höndum og sagt úbbs og æjj. Þetta bara gengur ekki.“ Tengdar fréttir Ferðamennirnir gætu átt yfir höfði sér frekari sekt vegna lambsdrápsins Matvælastofnun hefur óskað eftir gögnum frá lögreglu um lambsdrápið á Austurlandi á sunnudagskvöld. 4. júlí 2017 11:30 Lambsdrápararnir ekki á vegum Kúkú Campers Kúkú Campers neyddust til að breyta texta á heimasíðu sinni. 4. júlí 2017 15:21 Misþyrmdu lambinu áður en þeir skáru af því hausinn Matvælastofnun hefur kært lambsdrápið í Breiðdalnum. 19. júlí 2017 14:09 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira
Óeðlilegt er að meintir dýraníðingar í Breiðdal hafi komist upp með brotið með því að einfaldlega fara úr landi, segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands. Taka þurfi mál sem þessi mun fastari tökum. „Það sem mér finnst fyrst og fremst sérstakt við þetta mál er að það er hægt að koma hingað til lands og leika sér að því að murka lífið úr dýrum, og ef það kemst upp um mann þá þarf maður bara að drífa sig úr landi. Þá kemst maður upp með það,“ segir hún, en Hallgerður var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Ef það er hætta á því að framið hafi verið alvarlegt brot þá eiga menn ekkert að komast upp með það með það að falla á milli stafs og hurðar í stjórnsýslunni.“Misþyrmdu lambinu og skáru af því hausinnGreint var frá því í dag að Matvælastofnun hefði gefið út kæru á hendur átta erlendum ferðamönnum sem grunaðir eru um að hafa drepið lamb í Breiðdal í byrjun mánaðar. Þeir eru grunaðir um að hafa misþyrmt lambinu illa með því að skera af því hausinn, en lambið var einnig rifbeinsbrotið. Lögreglan tók málið í sínar hendur í framhaldinu og sektaði mennina um samtals 120 þúsund krónur fyrir eignaspjöll. Dýraverndunarsambandið fór fram á að MAST færi með rannsókn málsins – sem stofnunin svo og gerði. Hallgerður segir óeðlilegt að benda hafi þurft á að Matvælastofnun færi með dýraníðsmál, ekki lögregla. „Þetta mál lýsir ákveðnum ókunnugleika í garð svona mála því við létum Matvælastofnun vita af þessu. Þegar við höfðum samband þangað þá vissu þau ekki af þessu, þau töldu að lögregla ætti að tilkynna þetta til þeirra.“ Hallgerður segir nauðsynlegt að líta þessi mál alvarlegri augum. „Við eigum að leggja meiri áherslu á alvarleika þessara brota. Nú er það þannig í Bandaríkjunum að FBI er búið að skilgreina dýraníð í hæsta stig afbrota vegna þess að þetta tengist svo mörgum öðrum glæpum. Við erum enn dálítið að umgangast þetta bara eins og það sé verið að skemma eigur eða með einhver læti,“ segir Hallgerður. Bregðast þurfi skjótar við. „Það er verið að drepa ketti með frostlegi hér, bæði á Suðurnesjum og í Hveragerði, og það er bara fórnað höndum og sagt úbbs og æjj. Þetta bara gengur ekki.“
Tengdar fréttir Ferðamennirnir gætu átt yfir höfði sér frekari sekt vegna lambsdrápsins Matvælastofnun hefur óskað eftir gögnum frá lögreglu um lambsdrápið á Austurlandi á sunnudagskvöld. 4. júlí 2017 11:30 Lambsdrápararnir ekki á vegum Kúkú Campers Kúkú Campers neyddust til að breyta texta á heimasíðu sinni. 4. júlí 2017 15:21 Misþyrmdu lambinu áður en þeir skáru af því hausinn Matvælastofnun hefur kært lambsdrápið í Breiðdalnum. 19. júlí 2017 14:09 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira
Ferðamennirnir gætu átt yfir höfði sér frekari sekt vegna lambsdrápsins Matvælastofnun hefur óskað eftir gögnum frá lögreglu um lambsdrápið á Austurlandi á sunnudagskvöld. 4. júlí 2017 11:30
Lambsdrápararnir ekki á vegum Kúkú Campers Kúkú Campers neyddust til að breyta texta á heimasíðu sinni. 4. júlí 2017 15:21
Misþyrmdu lambinu áður en þeir skáru af því hausinn Matvælastofnun hefur kært lambsdrápið í Breiðdalnum. 19. júlí 2017 14:09