Freyr: Stelpurnar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar á samfélagsmiðlaöld Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar 19. júlí 2017 11:18 Freyr segir stelpurnar finna fyrir stuðningi þjóðarinnar. vísir/vilhelm Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var búinn að horfa á tapleikinn gegn Frakklandi aftur þegar Vísir ræddi við hann á blaðamannafundi landsliðsins í Ermeo í dag. Skoðun hans á frammistöðunni hafði ekkert breyst. Hann er virkilega ánægður með spilamennsku stelpnanna og fannst þær gera allt sem þær voru beðnar um. Enn fremur fannst honum franska liðið ráða lítið sem ekkert við uppleggið hjá stelpunum okkar.Sjá einnig:Elín Metta: „Þetta er ekkert auðvelt“ „Þetta var frábær varnarframmistaða. Við spiluðum taktíkina mjög vel. Við héldum þeim algjörlega í skefjum. Við töluðum um það fyrir leik að þær mættu skjóta af 20-30 metrum og það var í raun eina ógnunin fyrir utan skallann í slána. Við vorum með stjórn á þessu,“ segir Freyr. „Varnarleikurinn var frábær. Hugarfarið, viðhorfið til leiksins, nærveran og töffaraskapurinn var yfirgengilegur. Þegar maður sér myndir af Frökkunum vera grátandi í grasinu yfir hinu og þessu sé ég að við vorum alveg með þær.“ Íslenska liðið fékk færi í leiknum en eins og í síðustu leikjum hefur lítið gengið að skora. Opnanir voru í boði sem stelpurnar nýttu ekki.Sjá einnig:Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ „Í sókninni vorum við aðeins of stressuð á boltann. Við hefðum klárlega getað gert betur þar eins og í einföldum atriðum sem voru sett upp fyrir leikinn. Ég hefði viljað meiða þær meira. Við fengum samt færin sem við vildum fá og það er helvíti svekkjandi að hafa ekki klárað þau,“ segir Freyr en hvernig var stemningin eftir leik? „Stelpurnar settu höfuðið ekki niður í bringu en voru samt ótrúlega svekktar. Það hjálpaði samt til að á samfélagsmiðaöld finna þær fyrir stuðningi. Ég talaði um það við leikmennina að þær myndu skilja allt eftir á vellinum. Við gerðum það og viðbrögðin sem leikmenn fá frá þjóðinni er að fólkið er stolt af stelpunum. Það er flott,“ segir Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00 Elín Metta: „Þetta er ekkert auðvelt“ Valskonan varð fyrir því óláni að fá dæmt á sig víti í gærkvöldi sem varð til þess að Íslandi tapaði 1-0 fyrir Frakklandi. 19. júlí 2017 10:52 Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ Íslenskir stuðningsmenn eignuðu sér Koning Willem II-völlinn í Tilburg í gær. 19. júlí 2017 09:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, var búinn að horfa á tapleikinn gegn Frakklandi aftur þegar Vísir ræddi við hann á blaðamannafundi landsliðsins í Ermeo í dag. Skoðun hans á frammistöðunni hafði ekkert breyst. Hann er virkilega ánægður með spilamennsku stelpnanna og fannst þær gera allt sem þær voru beðnar um. Enn fremur fannst honum franska liðið ráða lítið sem ekkert við uppleggið hjá stelpunum okkar.Sjá einnig:Elín Metta: „Þetta er ekkert auðvelt“ „Þetta var frábær varnarframmistaða. Við spiluðum taktíkina mjög vel. Við héldum þeim algjörlega í skefjum. Við töluðum um það fyrir leik að þær mættu skjóta af 20-30 metrum og það var í raun eina ógnunin fyrir utan skallann í slána. Við vorum með stjórn á þessu,“ segir Freyr. „Varnarleikurinn var frábær. Hugarfarið, viðhorfið til leiksins, nærveran og töffaraskapurinn var yfirgengilegur. Þegar maður sér myndir af Frökkunum vera grátandi í grasinu yfir hinu og þessu sé ég að við vorum alveg með þær.“ Íslenska liðið fékk færi í leiknum en eins og í síðustu leikjum hefur lítið gengið að skora. Opnanir voru í boði sem stelpurnar nýttu ekki.Sjá einnig:Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ „Í sókninni vorum við aðeins of stressuð á boltann. Við hefðum klárlega getað gert betur þar eins og í einföldum atriðum sem voru sett upp fyrir leikinn. Ég hefði viljað meiða þær meira. Við fengum samt færin sem við vildum fá og það er helvíti svekkjandi að hafa ekki klárað þau,“ segir Freyr en hvernig var stemningin eftir leik? „Stelpurnar settu höfuðið ekki niður í bringu en voru samt ótrúlega svekktar. Það hjálpaði samt til að á samfélagsmiðaöld finna þær fyrir stuðningi. Ég talaði um það við leikmennina að þær myndu skilja allt eftir á vellinum. Við gerðum það og viðbrögðin sem leikmenn fá frá þjóðinni er að fólkið er stolt af stelpunum. Það er flott,“ segir Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00 Elín Metta: „Þetta er ekkert auðvelt“ Valskonan varð fyrir því óláni að fá dæmt á sig víti í gærkvöldi sem varð til þess að Íslandi tapaði 1-0 fyrir Frakklandi. 19. júlí 2017 10:52 Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ Íslenskir stuðningsmenn eignuðu sér Koning Willem II-völlinn í Tilburg í gær. 19. júlí 2017 09:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
EM í dag: Sísí fríkaði út og áttaviltur dómari dæmdi víti Freyr fór all in, ítalski dómarinn var í bullinu og ungstirnin sem virkuðu eins og reynsluboltar. 19. júlí 2017 10:00
Elín Metta: „Þetta er ekkert auðvelt“ Valskonan varð fyrir því óláni að fá dæmt á sig víti í gærkvöldi sem varð til þess að Íslandi tapaði 1-0 fyrir Frakklandi. 19. júlí 2017 10:52
Stelpurnar þakklátar fyrir ómetanlegan stuðning: „Þetta var eins og að spila heimaleik“ Íslenskir stuðningsmenn eignuðu sér Koning Willem II-völlinn í Tilburg í gær. 19. júlí 2017 09:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti