Klisjur sem virkuðu Jónas Sen skrifar 19. júlí 2017 11:30 Ludovico Einaudi, píanisti. Tónlist Popptónleikar Ludovico Einaudi lék eigin tónlist ásamt fimm manna hljómsveit. Eldborg í Hörpu mánudaginn 17. júlí Einfaldleikinn var í fyrirrúmi á tónleikum Ludovico Einaudi í Eldborg í Hörpu á mánudagskvöldið. Hann spilaði sjálfur á píanó, en með honum voru fimm hljóðfæraleikarar. Tónlistin samanstóð af innhverfum hendingum, en inn á milli voru hápunktar sífelldra endurtekninga. Rólega píanóspilið var frekar væmið, en hápunktarnir yfirþyrmandi. Útkoman var ódýr, hún var eins og leikari sem kann bara að sýna tvenn svipbrigði. Tónlistin var endalaus klisja, þar var fátt sem hefur ekki heyrst hundrað sinnum áður. Það var enginn frumleiki, engin spennandi úrvinnsla, engin framvinda, lítið sem raunverulega gerðist annað en effektar. Þetta eru slæmu fréttirnar. Góðu fréttirnar eru að tónlist þarf ekkert endilega að vera frumleg. Stundum á ostborgari ekki að vera neitt annað en ostborgari. Tónlistin, þó hún hafi verið væmin, var fallega leikin og prýðilega útsett. Einaudi sýndi að vísu aldrei nein meistaraleg tilþrif við píanóið, en hann lék af mýkt og tónarnir voru fagurlega mótaðir. Hinir hljóðfæraleikararnir spiluðu líka af fagmennsku. Þeir léku m.a. á fiðlu og selló og það hljómaði ákaflega vel. Strengjaleikurinn gaf tónlistinni munúðarfullt andrúmsloft. Útsetningarnar voru einnig góðar. Þær voru fjölbreyttar, hvert hljóðfæri var notað til hins ýtrasta. Þarna voru strengjaflaututónar ofarlega á tónsviðinu, seiðandi tölvuhljómar, mjög djúpar bassatrommur og alls konar annað slagverk. Á einum tímapunkti var meira að segja leikið á lítið þrumuspjald sem dýft var í fiskabúr. Það framkallaði óljósar drunur, eins og af sjávarbotni. Hið sjónræna var auk þess fallegt. Hljómsveitin spilaði í myrkri, en á tjaldið fyrir ofan var varpað heillandi grafík. Þetta voru ýmiss konar mynstur og litbrigði sem breyttust lag frá lagi. Það skapaði viðeigandi umgjörð, lyfti tónlistinni, léði henni vængi. Einaudi hefur samið töluvert af tónlist fyrir kvikmyndir, þ. á m. hina frönsku The Intouchables, og það heyrðist. Í kvikmyndum gengur sjaldan að hafa flókna músík, því þá stelur hún athyglinni frá því sem er að gerast. Framvindan, sem er svo mikilvæg í klassískri tónlist, er ekki í kvikmyndatónlistinni, hún er í kvikmyndinni sjálfri. Hlutverk tónlistarinnar er að magna upp atburðarásina, búa til rétta andrúmsloftið hverju sinni. Á tónleikunum var slík stemning framkölluð aftur og aftur. Það var nánast hægt að sjá kvikmyndasenurnar fyrir sér. Þrátt fyrir að tónlistin hafi í sjálfri sér verið afar klisjukennd, var a.m.k. mikil einlægni í henni. Einaudi spilaði greinilega frá hjartanu, og það hreyfði við áheyrendum. Tónleikarnir stóðu yfir í rúma tvo klukkutíma án hlés, en manni leiddist aldrei. Flutningurinn var það glæsilegur, tónleikarnir svo vandaðir að það var ekki hægt annað en að dást að.Niðurstaða: Mínímalísk tónlist, væmin og klisjukennd en snyrtilega sett fram; flutningurinn var magnaður og útsetningarnar flottar. Tónlistargagnrýni Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Popptónleikar Ludovico Einaudi lék eigin tónlist ásamt fimm manna hljómsveit. Eldborg í Hörpu mánudaginn 17. júlí Einfaldleikinn var í fyrirrúmi á tónleikum Ludovico Einaudi í Eldborg í Hörpu á mánudagskvöldið. Hann spilaði sjálfur á píanó, en með honum voru fimm hljóðfæraleikarar. Tónlistin samanstóð af innhverfum hendingum, en inn á milli voru hápunktar sífelldra endurtekninga. Rólega píanóspilið var frekar væmið, en hápunktarnir yfirþyrmandi. Útkoman var ódýr, hún var eins og leikari sem kann bara að sýna tvenn svipbrigði. Tónlistin var endalaus klisja, þar var fátt sem hefur ekki heyrst hundrað sinnum áður. Það var enginn frumleiki, engin spennandi úrvinnsla, engin framvinda, lítið sem raunverulega gerðist annað en effektar. Þetta eru slæmu fréttirnar. Góðu fréttirnar eru að tónlist þarf ekkert endilega að vera frumleg. Stundum á ostborgari ekki að vera neitt annað en ostborgari. Tónlistin, þó hún hafi verið væmin, var fallega leikin og prýðilega útsett. Einaudi sýndi að vísu aldrei nein meistaraleg tilþrif við píanóið, en hann lék af mýkt og tónarnir voru fagurlega mótaðir. Hinir hljóðfæraleikararnir spiluðu líka af fagmennsku. Þeir léku m.a. á fiðlu og selló og það hljómaði ákaflega vel. Strengjaleikurinn gaf tónlistinni munúðarfullt andrúmsloft. Útsetningarnar voru einnig góðar. Þær voru fjölbreyttar, hvert hljóðfæri var notað til hins ýtrasta. Þarna voru strengjaflaututónar ofarlega á tónsviðinu, seiðandi tölvuhljómar, mjög djúpar bassatrommur og alls konar annað slagverk. Á einum tímapunkti var meira að segja leikið á lítið þrumuspjald sem dýft var í fiskabúr. Það framkallaði óljósar drunur, eins og af sjávarbotni. Hið sjónræna var auk þess fallegt. Hljómsveitin spilaði í myrkri, en á tjaldið fyrir ofan var varpað heillandi grafík. Þetta voru ýmiss konar mynstur og litbrigði sem breyttust lag frá lagi. Það skapaði viðeigandi umgjörð, lyfti tónlistinni, léði henni vængi. Einaudi hefur samið töluvert af tónlist fyrir kvikmyndir, þ. á m. hina frönsku The Intouchables, og það heyrðist. Í kvikmyndum gengur sjaldan að hafa flókna músík, því þá stelur hún athyglinni frá því sem er að gerast. Framvindan, sem er svo mikilvæg í klassískri tónlist, er ekki í kvikmyndatónlistinni, hún er í kvikmyndinni sjálfri. Hlutverk tónlistarinnar er að magna upp atburðarásina, búa til rétta andrúmsloftið hverju sinni. Á tónleikunum var slík stemning framkölluð aftur og aftur. Það var nánast hægt að sjá kvikmyndasenurnar fyrir sér. Þrátt fyrir að tónlistin hafi í sjálfri sér verið afar klisjukennd, var a.m.k. mikil einlægni í henni. Einaudi spilaði greinilega frá hjartanu, og það hreyfði við áheyrendum. Tónleikarnir stóðu yfir í rúma tvo klukkutíma án hlés, en manni leiddist aldrei. Flutningurinn var það glæsilegur, tónleikarnir svo vandaðir að það var ekki hægt annað en að dást að.Niðurstaða: Mínímalísk tónlist, væmin og klisjukennd en snyrtilega sett fram; flutningurinn var magnaður og útsetningarnar flottar.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira