Guðbjörg: Mér líður eins og við höfum verið rændar Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. júlí 2017 21:45 „Mér fannst vítið mjög ódýrt, fyrstu viðbrögð voru að hún hefði lagst niður sem er svekkjandi þar sem þær sköpuðu sér ekki neitt að mínu mati,“ sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins, svekkt að leikslokum í viðtali við Tómas Þór Þórðarson á vellinum. „Þetta var svekkjandi, þær fengu nokkur skot fyrir utan teiginn og einhverjar hornspyrnur en aldrei nein verðug marktækifæri. Tilfinningin er einfaldlega eins og við höfum verið rændar. Að mínu mati áttum við skilið allaveganna stig úr þessum leik og það er glatað að tapa á víti eins og þessu.“Sjá einnig:Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Guðbjörg sagði leikáætlunina hafa gengið nánast fullkomnlega upp. „Þetta gekk allt eftir leikáætluninni sem við settum upp, við vissum að þær myndu halda boltanum og að við myndum fá færi. Við vissum að þetta yrði tæpt og það er ótrúlega svekkjandi að tapa þessu svona. Það eru svo lítið atriði sem skipta sköpum, mér sýndist Fanndís eiga að fá víti í fyrri.“ Markvörðurinn sagði þær ekki hengja haus. „Það eru tveir úrslitaleikir eftir, ég var að frétta að Austurríki vann í dag og núna verðum við einfaldlega að fá eitthvað út úr næsta leik. Við eigum tvo bikarúrslitaleiki eftir og við verðum að taka það jákvæða úr þessu og gleyma svekkelsinu frá þessum leik. “ Vítaspyrnan var afar örugg. „Ég var búin að horfa á síðustu tíu vítin hennar og hún setti þetta alltaf í sama horn, nema í dag. Maður verður að taka sénsa í stöðu eins og þessari.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér má sjá hver stóð sig best í kvöld. 18. júlí 2017 20:50 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Stelpurnar okkar mæta ógnarsterku frönsku liði í fyrsta leik sínum á EM. 18. júlí 2017 20:45 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira
„Mér fannst vítið mjög ódýrt, fyrstu viðbrögð voru að hún hefði lagst niður sem er svekkjandi þar sem þær sköpuðu sér ekki neitt að mínu mati,“ sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska liðsins, svekkt að leikslokum í viðtali við Tómas Þór Þórðarson á vellinum. „Þetta var svekkjandi, þær fengu nokkur skot fyrir utan teiginn og einhverjar hornspyrnur en aldrei nein verðug marktækifæri. Tilfinningin er einfaldlega eins og við höfum verið rændar. Að mínu mati áttum við skilið allaveganna stig úr þessum leik og það er glatað að tapa á víti eins og þessu.“Sjá einnig:Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Guðbjörg sagði leikáætlunina hafa gengið nánast fullkomnlega upp. „Þetta gekk allt eftir leikáætluninni sem við settum upp, við vissum að þær myndu halda boltanum og að við myndum fá færi. Við vissum að þetta yrði tæpt og það er ótrúlega svekkjandi að tapa þessu svona. Það eru svo lítið atriði sem skipta sköpum, mér sýndist Fanndís eiga að fá víti í fyrri.“ Markvörðurinn sagði þær ekki hengja haus. „Það eru tveir úrslitaleikir eftir, ég var að frétta að Austurríki vann í dag og núna verðum við einfaldlega að fá eitthvað út úr næsta leik. Við eigum tvo bikarúrslitaleiki eftir og við verðum að taka það jákvæða úr þessu og gleyma svekkelsinu frá þessum leik. “ Vítaspyrnan var afar örugg. „Ég var búin að horfa á síðustu tíu vítin hennar og hún setti þetta alltaf í sama horn, nema í dag. Maður verður að taka sénsa í stöðu eins og þessari.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér má sjá hver stóð sig best í kvöld. 18. júlí 2017 20:50 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Stelpurnar okkar mæta ógnarsterku frönsku liði í fyrsta leik sínum á EM. 18. júlí 2017 20:45 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Sjá meira
Einkunnir íslensku stelpnanna: Sif var drottningin í hjarta íslensku varnarinnar Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við 1-0 tap á móti Frökkum þrátt fyrir flotta frammistöðu í kvöld í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Frakklandi. Hér má sjá hver stóð sig best í kvöld. 18. júlí 2017 20:50
Umfjöllun: Frakkland - Ísland 1-0 | Frábær frammistaða í grátlegu tapi Stelpurnar okkar mæta ógnarsterku frönsku liði í fyrsta leik sínum á EM. 18. júlí 2017 20:45