Ætlar að verða heimsmeistari þrátt fyrir að vera plagaður af MS Benedikt Bóas skrifar 19. júlí 2017 07:00 Svavar á baki Heklu. „Ég geri þetta aldrei aftur. Þetta er alltof erfitt,“ segir Svavar Hreiðarsson, 46 ára hestamaður á Syðra-Garðshorni í Eyjafirði. Svavar berst við MS-sjúkdóminn en ætlar að komast á heimsmeistaramót íslenska hestsins í Hollandi. Svavar fær að öllum líkindum ekki fleiri tækifæri í lífinu til að takast á við þennan draum sinn sökum sífellt hrakandi heilsu. Draumur hans er að verða heimsmeistari í skeiði á merinni Heklu frá Akureyri. Hann hefur misst mátt og þrek og er orðinn blindur á öðru auga en þrátt fyrir allt þetta ætlar hann sér stóra hluti í Hollandi. Vinir hans hafa sett af stað söfnun til þess að hann geti upplifað draum sinn, skeiðkappreið á stærsta sviði hestaíþrótta í gegnum troðfullan leikvang. „Þetta er alltaf barátta við sjúkdóminn. Núna er þetta erfitt og helvítis puð ef ég á að vera hreinskilinn. Ég er búinn að vera að reyna að safna styrkjum en það gengur erfiðlega. Þess á milli er ég að hreyfa hrossið því það snýst allt um þetta, ég geri ekkert annað,“ segir Svavar. Hann hefur skilning á þeim fyrirtækjum sem eru háð íslensku krónunni því hann hefur fengið vilyrði frá mörgum sem þurfa að halda fast í hverja krónu. Svavar þarf sjálfur að útvega fé fyrir stórum hluta þess sem ferðin kostar. Nú ætla vinir hans að létta undir og hafa hafið söfnun á góðgerðarsöfnunarsíðunni generosity.com. Hægt er að finna styrkinn með því að leita undir Svabbi. Birtist í Fréttablaðinu Hestar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
„Ég geri þetta aldrei aftur. Þetta er alltof erfitt,“ segir Svavar Hreiðarsson, 46 ára hestamaður á Syðra-Garðshorni í Eyjafirði. Svavar berst við MS-sjúkdóminn en ætlar að komast á heimsmeistaramót íslenska hestsins í Hollandi. Svavar fær að öllum líkindum ekki fleiri tækifæri í lífinu til að takast á við þennan draum sinn sökum sífellt hrakandi heilsu. Draumur hans er að verða heimsmeistari í skeiði á merinni Heklu frá Akureyri. Hann hefur misst mátt og þrek og er orðinn blindur á öðru auga en þrátt fyrir allt þetta ætlar hann sér stóra hluti í Hollandi. Vinir hans hafa sett af stað söfnun til þess að hann geti upplifað draum sinn, skeiðkappreið á stærsta sviði hestaíþrótta í gegnum troðfullan leikvang. „Þetta er alltaf barátta við sjúkdóminn. Núna er þetta erfitt og helvítis puð ef ég á að vera hreinskilinn. Ég er búinn að vera að reyna að safna styrkjum en það gengur erfiðlega. Þess á milli er ég að hreyfa hrossið því það snýst allt um þetta, ég geri ekkert annað,“ segir Svavar. Hann hefur skilning á þeim fyrirtækjum sem eru háð íslensku krónunni því hann hefur fengið vilyrði frá mörgum sem þurfa að halda fast í hverja krónu. Svavar þarf sjálfur að útvega fé fyrir stórum hluta þess sem ferðin kostar. Nú ætla vinir hans að létta undir og hafa hafið söfnun á góðgerðarsöfnunarsíðunni generosity.com. Hægt er að finna styrkinn með því að leita undir Svabbi.
Birtist í Fréttablaðinu Hestar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira