Dohop þarf að sækja sér 65 til 100 milljónir Kristinn Ingi Jónsson skrifar 19. júlí 2017 10:00 Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri Dohop. Dohop þarf að sækja sér 65 milljónir króna að lágmarki á þessu ári til þess að halda rekstrinum gangandi. Ef gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast gæti fjárhæðin orðið allt að eitt hundrað milljónir króna. Þetta kemur fram í fundargerð aðalfundar félagsins sem haldinn var 23. maí síðastliðinn og Markaðurinn hefur undir höndum. Haft er eftir Davíð Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Dohop, í fundargerðinni að gengisstyrking krónunnar hafi haft mikil áhrif á rekstur félagsins. Stjórnendur Dohop sögðu meðal annars upp tíu starfsmönnum hér á Íslandi á fyrsta fjórðungi ársins og réðu þess í stað starfsmenn í Hvíta-Rússlandi og Úkraínu. Davíð útskýrði jafnframt á fundinum hvernig aukið hlutafé hefði drifið tekjuvöxt félagsins áfram. Miðað við þá reynslu ættu stjórn og hluthafar að huga mögulega að því að sækja meira fé en minna. Hann bætti við að ef einhvern tímann væri tími til þess að hafa félagið vel fjármagnað, þá væri það núna. Velta Dohop jókst um 41 prósent og nam 305 milljónum króna í fyrra. Varð um 200 milljóna króna tap á rekstrinum. Davíð sagði í samtali við Viðskiptablaðið í lok marsmánaðar að útlit væri fyrir að veltan myndi aukast um fimmtíu prósent í ár og verða um 405 milljónir króna. Yrði afkoman í kringum núllið. Hann benti á að stærstur hluti tekna félagsins – ríflega 75 prósent – væru laun í íslenskum krónum og um 90 prósent teknanna væru í erlendri mynt. Styrking krónunnar hefði því áhrif á báðar hliðar rekstrarreikningsins sem væri verulega óþægilegt. Gerði hann ráð fyrir að styrkingin myndi kosta félagið um fimmtíu til áttatíu milljónir króna á þessu ári. Dohop var stofnað árið 2004 og rekur ferðaleitarvefinn Dohop.is.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Sjá meira
Dohop þarf að sækja sér 65 milljónir króna að lágmarki á þessu ári til þess að halda rekstrinum gangandi. Ef gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast gæti fjárhæðin orðið allt að eitt hundrað milljónir króna. Þetta kemur fram í fundargerð aðalfundar félagsins sem haldinn var 23. maí síðastliðinn og Markaðurinn hefur undir höndum. Haft er eftir Davíð Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Dohop, í fundargerðinni að gengisstyrking krónunnar hafi haft mikil áhrif á rekstur félagsins. Stjórnendur Dohop sögðu meðal annars upp tíu starfsmönnum hér á Íslandi á fyrsta fjórðungi ársins og réðu þess í stað starfsmenn í Hvíta-Rússlandi og Úkraínu. Davíð útskýrði jafnframt á fundinum hvernig aukið hlutafé hefði drifið tekjuvöxt félagsins áfram. Miðað við þá reynslu ættu stjórn og hluthafar að huga mögulega að því að sækja meira fé en minna. Hann bætti við að ef einhvern tímann væri tími til þess að hafa félagið vel fjármagnað, þá væri það núna. Velta Dohop jókst um 41 prósent og nam 305 milljónum króna í fyrra. Varð um 200 milljóna króna tap á rekstrinum. Davíð sagði í samtali við Viðskiptablaðið í lok marsmánaðar að útlit væri fyrir að veltan myndi aukast um fimmtíu prósent í ár og verða um 405 milljónir króna. Yrði afkoman í kringum núllið. Hann benti á að stærstur hluti tekna félagsins – ríflega 75 prósent – væru laun í íslenskum krónum og um 90 prósent teknanna væru í erlendri mynt. Styrking krónunnar hefði því áhrif á báðar hliðar rekstrarreikningsins sem væri verulega óþægilegt. Gerði hann ráð fyrir að styrkingin myndi kosta félagið um fimmtíu til áttatíu milljónir króna á þessu ári. Dohop var stofnað árið 2004 og rekur ferðaleitarvefinn Dohop.is.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Sjá meira