„Heldurðu að þeir séu komnir til að sækja mig?“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. júlí 2017 13:46 Thomas Møller Olsen var ekki viðstaddur í dag. Tekin verður af honum skýrsla við aðalmeðferð málsins 21.ágúst nk. vísir/vilhelm Skilaboð sem Thomas Møller Olsen fékk send urðu til þess að skipverjum á Polar Nanoq fór að gruna hann um eitthvað misjafnt. Þeir segja hann hafa orðið gráan og fölan í framan, orðið taugaóstyrkan og vart hafa komið upp orði eftir að skilaboðin bárust. Thomas, sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana, fékk tvenn skilaboð. Annars vegar frá blaðamanni sem spurði hann út í rauðan Kia Rio bíl og horfna stúlku, og hins vegar frá kærustu sinni sem sagði hann mögulega liggja undir grun í málinu. Mál ákæruvaldsins á hendur Thomasi var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun, þar sem skýrslur voru teknar af sjö skipverjum. Aðalmeðferð var ákveðin 21. ágúst en þá mun Thomas bera vitni í málinu.Skipverjarnir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.vísir/eyþórSamviskusamur skipverji Skipverjarnir báru Thomasi söguna vel. Þeir lýstu honum sem vingjarnlegum og vinsælum manni, sem sé mjög samviskusamur í sinni vinnu. Þeir sögðu ekkert óeðlilegt hafa verið í fari Thomasar þann fjórtánda janúar síðastliðinn, sama dag og hann á að hafa banað Birnu. Hann hafi borðað með þeim hádegismat en í framhaldinu farið frá borði og þaðan í bíl sem hann hafði tekið á leigu; rauða Kia Rio bílinn. Bíllinn var við landganginn og sagðist einn skipverjanna hafa séð Thomas inni í bílnum. Hann hafi verið að athafna sig frammí, afturí og svo í skottinu. Þessi sami skipverji og félagi hans sáu Thomas svo taka blautt handklæði út úr bílnum og koma aftur um borð. Þeir sögðust hafa haldið að einhver hefði kastað upp í bílinn og að Thomas hefði verið að þrífa upp æluna.Man ekkert eftir bílferðinni Thomas hafði verið úti að skemmta sér með félaga sínum, Nikolaj Olsen, kvöldinu áður. Skipverjarnir sögðu Nikolaj hafa komið um borð um klukkan sex um morguninn, verulega drukkinn, og farið að sofa. Það hafi hins vegar verið nokkuð óeðlilegt því Nikolaj viti að það sé illa liðið að yfirmenn verði ölvaðir. Skipverjarnir sögðust hafa spjallað við Nikolaj, sem hafi sagst hafa verið úti að keyra með Thomasi og tveimur stúlkum. Thomas hafi verið lengur með stúlkunum, en skutlað sér heim. Sagðist hann hafa sofnað í bílnum og því lítið muna eftir rúntinum. Nikolaj á svo að hafa sagt skipverjunum, eftir handtöku, að sagan um stúlkurnar tvær væri frá Thomasi sjálfum komin. Hann hafi sofnað áfengisdauða í bílnum og muni því ekkert eftir bílferðinni.Vildi ekkert borða Nokkrir dagar liðu þar til Thomas fékk fyrrnefnd skilaboð. Fyrsti skipverjinn sem bar vitni í málinu var kokkurinn, sem sagði ástand Thomasar hafa versnað eftir því sem leið á. Hann sagðist hafa boðið honum mat og ávexti, en að Thomas hafi neitað. Fleiri skipverjar sögðu ástand hans hafa versnað. Annar stýrimaður var þar á meðal, en Thomas leitaði til hans eftir að hafa fengið sms-skilaboðin. „Hann varð mjög taugaveiklaður þegar hann sá þessi skilaboð og ég sagði honum bara að fara upp að tala við skipstjórann,“ sagði hann. Polar Nanoq er nú við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn.vísir/eyþórThomas fór þá til skipstjórans og sagði honum frá skilaboðunum sem hann hefði fengið, en hann virtist ekki hafa sagt neinum nema skipstjóranum frá skilaboðunum frá kærustu sinni. „Þú ert kannski grunaður um þetta,“ sagði í skilaboðunum. Á þessum tímapunkti vissi skipstjórinn að Thomas væri grunaður um eitthvað misjafnt og var að fara að snúa skipinu við þegar Thomas leitaði til hans. Þá hafði skipstjórinn og fyrsti stýrimaður ákveðið að segja Thomasi að snúa þyrfti við vegna vélarbilunar, en samhliða því slökktu þeir á internetinu um borð. „Thomas kom upp og sýndi mér sms-ið. Þá var hann bara búinn á því. Ég sagði við hann, leggðu þig bara upp í sófa. Þá fór ég að tala við hann og spyrja hann af hverju hann væri svona hræddur,“ sagði skipstjórinn í vitnaleiðslum. „Ég sagði, þú skalt ekki vera hræddur ef þú hefur ekki gert neitt, því hann sagðist ekki hafa gert neitt.“Gefið róandi Skipstjórinn og stýrimaðurinn ákváðu þá að gefa Thomasi róandi lyf, svo taugaóstyrkur var hann. Stýrimaðurinn gekk með honum inn í káetu en þá hafði Thomas náð að leggja saman tvo og tvo og áttaði sig á því að ekki væri um neina vélarbilun að ræða. „Ég var með töfluna til að gefa honum og fór niður í herbergið. Hann var órólegur, auðvitað, þegar hann er ásakaður um svona,“ sagði stýrimaðurinn. „Ef þú hefur ekkert gert þá skaltu ekki vera hræddur,“ sagðist hann sömuleiðis hafa sagt við Thomas. Thomas hafi þá litið til hliðar og sagt: „Við skulum sjá hvað verður úr þessu.“ Kokkurinn um borð sagðist hafa verið að tala við Thomas þegar þeir heyrðu í þyrlu. Um var að ræða þyrlu Landhelgisgæslunnar og um borð voru sex vopnaðir sérsveitarmenn sem fengu það hlutverk að handtaka tvo menn; þá Thomas Möller Olsen og Nikolaj Olsen. „Þegar lögreglan var að koma þá sagði Thomas við mig: Heldurðu að þeir séu komnir að sækja mig?“ sagði kokkurinn.
Skilaboð sem Thomas Møller Olsen fékk send urðu til þess að skipverjum á Polar Nanoq fór að gruna hann um eitthvað misjafnt. Þeir segja hann hafa orðið gráan og fölan í framan, orðið taugaóstyrkan og vart hafa komið upp orði eftir að skilaboðin bárust. Thomas, sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana, fékk tvenn skilaboð. Annars vegar frá blaðamanni sem spurði hann út í rauðan Kia Rio bíl og horfna stúlku, og hins vegar frá kærustu sinni sem sagði hann mögulega liggja undir grun í málinu. Mál ákæruvaldsins á hendur Thomasi var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun, þar sem skýrslur voru teknar af sjö skipverjum. Aðalmeðferð var ákveðin 21. ágúst en þá mun Thomas bera vitni í málinu.Skipverjarnir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.vísir/eyþórSamviskusamur skipverji Skipverjarnir báru Thomasi söguna vel. Þeir lýstu honum sem vingjarnlegum og vinsælum manni, sem sé mjög samviskusamur í sinni vinnu. Þeir sögðu ekkert óeðlilegt hafa verið í fari Thomasar þann fjórtánda janúar síðastliðinn, sama dag og hann á að hafa banað Birnu. Hann hafi borðað með þeim hádegismat en í framhaldinu farið frá borði og þaðan í bíl sem hann hafði tekið á leigu; rauða Kia Rio bílinn. Bíllinn var við landganginn og sagðist einn skipverjanna hafa séð Thomas inni í bílnum. Hann hafi verið að athafna sig frammí, afturí og svo í skottinu. Þessi sami skipverji og félagi hans sáu Thomas svo taka blautt handklæði út úr bílnum og koma aftur um borð. Þeir sögðust hafa haldið að einhver hefði kastað upp í bílinn og að Thomas hefði verið að þrífa upp æluna.Man ekkert eftir bílferðinni Thomas hafði verið úti að skemmta sér með félaga sínum, Nikolaj Olsen, kvöldinu áður. Skipverjarnir sögðu Nikolaj hafa komið um borð um klukkan sex um morguninn, verulega drukkinn, og farið að sofa. Það hafi hins vegar verið nokkuð óeðlilegt því Nikolaj viti að það sé illa liðið að yfirmenn verði ölvaðir. Skipverjarnir sögðust hafa spjallað við Nikolaj, sem hafi sagst hafa verið úti að keyra með Thomasi og tveimur stúlkum. Thomas hafi verið lengur með stúlkunum, en skutlað sér heim. Sagðist hann hafa sofnað í bílnum og því lítið muna eftir rúntinum. Nikolaj á svo að hafa sagt skipverjunum, eftir handtöku, að sagan um stúlkurnar tvær væri frá Thomasi sjálfum komin. Hann hafi sofnað áfengisdauða í bílnum og muni því ekkert eftir bílferðinni.Vildi ekkert borða Nokkrir dagar liðu þar til Thomas fékk fyrrnefnd skilaboð. Fyrsti skipverjinn sem bar vitni í málinu var kokkurinn, sem sagði ástand Thomasar hafa versnað eftir því sem leið á. Hann sagðist hafa boðið honum mat og ávexti, en að Thomas hafi neitað. Fleiri skipverjar sögðu ástand hans hafa versnað. Annar stýrimaður var þar á meðal, en Thomas leitaði til hans eftir að hafa fengið sms-skilaboðin. „Hann varð mjög taugaveiklaður þegar hann sá þessi skilaboð og ég sagði honum bara að fara upp að tala við skipstjórann,“ sagði hann. Polar Nanoq er nú við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn.vísir/eyþórThomas fór þá til skipstjórans og sagði honum frá skilaboðunum sem hann hefði fengið, en hann virtist ekki hafa sagt neinum nema skipstjóranum frá skilaboðunum frá kærustu sinni. „Þú ert kannski grunaður um þetta,“ sagði í skilaboðunum. Á þessum tímapunkti vissi skipstjórinn að Thomas væri grunaður um eitthvað misjafnt og var að fara að snúa skipinu við þegar Thomas leitaði til hans. Þá hafði skipstjórinn og fyrsti stýrimaður ákveðið að segja Thomasi að snúa þyrfti við vegna vélarbilunar, en samhliða því slökktu þeir á internetinu um borð. „Thomas kom upp og sýndi mér sms-ið. Þá var hann bara búinn á því. Ég sagði við hann, leggðu þig bara upp í sófa. Þá fór ég að tala við hann og spyrja hann af hverju hann væri svona hræddur,“ sagði skipstjórinn í vitnaleiðslum. „Ég sagði, þú skalt ekki vera hræddur ef þú hefur ekki gert neitt, því hann sagðist ekki hafa gert neitt.“Gefið róandi Skipstjórinn og stýrimaðurinn ákváðu þá að gefa Thomasi róandi lyf, svo taugaóstyrkur var hann. Stýrimaðurinn gekk með honum inn í káetu en þá hafði Thomas náð að leggja saman tvo og tvo og áttaði sig á því að ekki væri um neina vélarbilun að ræða. „Ég var með töfluna til að gefa honum og fór niður í herbergið. Hann var órólegur, auðvitað, þegar hann er ásakaður um svona,“ sagði stýrimaðurinn. „Ef þú hefur ekkert gert þá skaltu ekki vera hræddur,“ sagðist hann sömuleiðis hafa sagt við Thomas. Thomas hafi þá litið til hliðar og sagt: „Við skulum sjá hvað verður úr þessu.“ Kokkurinn um borð sagðist hafa verið að tala við Thomas þegar þeir heyrðu í þyrlu. Um var að ræða þyrlu Landhelgisgæslunnar og um borð voru sex vopnaðir sérsveitarmenn sem fengu það hlutverk að handtaka tvo menn; þá Thomas Möller Olsen og Nikolaj Olsen. „Þegar lögreglan var að koma þá sagði Thomas við mig: Heldurðu að þeir séu komnir að sækja mig?“ sagði kokkurinn.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas gefur skýrslu fyrir dómi þann 21. ágúst Thomas Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn, mun gefa skýrslu fyrir dómi þann 21. ágúst þegar aðalmeðferð málsins hefst í Héraðsdómi Reykjaness. 18. júlí 2017 13:06 Skipverjarnir á Polar Nanoq koma fyrir dóm Mál ákæruvaldsins á hendur Thomasi Möller Olsen tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 18. júlí 2017 07:17 Varð órólegur og þurfti róandi eftir smáskilaboð frá blaðamanni Thomas Möller Olsen varð órólegur, taugaveiklaður og hræddur eftir að hafa fengið sms-skilaboð frá blaðamanni um rauða Kia Rio bifreið. 18. júlí 2017 11:01 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Thomas gefur skýrslu fyrir dómi þann 21. ágúst Thomas Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar síðastliðinn, mun gefa skýrslu fyrir dómi þann 21. ágúst þegar aðalmeðferð málsins hefst í Héraðsdómi Reykjaness. 18. júlí 2017 13:06
Skipverjarnir á Polar Nanoq koma fyrir dóm Mál ákæruvaldsins á hendur Thomasi Möller Olsen tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 18. júlí 2017 07:17
Varð órólegur og þurfti róandi eftir smáskilaboð frá blaðamanni Thomas Möller Olsen varð órólegur, taugaveiklaður og hræddur eftir að hafa fengið sms-skilaboð frá blaðamanni um rauða Kia Rio bifreið. 18. júlí 2017 11:01