Samruni Lyfju og Haga hefði skaðað samkeppni á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. júlí 2017 12:32 Samkeppniseftirlitið ógilti í gær samruna Lyfju og Haga. Vísir Samruni Lyfju og Haga hefði leitt til samþjöppunar á þeim mörkuðum sem Hagar og Lyfja starfa bæði á, ekki síst á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði. Hann hefði leitt til þess að á þeim markaði hefði horfið samkeppni sem nú er á milli Haga og Lyfju. Breytingarnar hefðu verið til þess fallnar að skaða samkeppni, almenningi og atvinnulífi til tjóns. Þetta er mat Samkeppniseftirlitsins sem taldi óhjákvæmilegt að ógilda samruna félaganna í gær. Það er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að hið sameinaða fyrirtæki hefði haft umtalsverða samkeppnislega yfirburði umfram aðra keppinauta, meðal annars vegna efnahagslegs styrkleika og sterkrar stöðu í innflutningi og dreifingu á tilteknum sviðum, sem erfitt hefði verið að keppa við. Telur Samkeppniseftirlitið að samruninn hefði raskað samkeppni á þessum mörkuðum umtalsvert. Með ógildingu samrunans sé komið í veg fyrir að neytendur verði fyrir tjóni sem ella hefði leitt af honum, til dæmis í formi hærra verðs, skertrar þjónustu eða minna vöruúrvals. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins beindist jafnframt að því hvort staða Haga á dagvörumarkaði hefði breyst á undanförnum árum, en samkeppnisyfirvöld og dómstólar höfðu í eldri málum komist að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið væri í markaðsráðandi stöðu. Að mati Samkeppniseftirlitsins eru Hagar enn í markaðsráðandi stöðu. Í því sambandi var meðal annars litið til mikillar markaðshlutdeildar fyrirtækisins, en sjónarmið viðskiptavina og keppinauta, sem aflað var, hafi einnig gefið til kynna að staða fyrirtækisins sé sterk.Enn ráðandi eftir komu Costco Í samrunamálum ber Samkeppniseftirlitinu lögum samkvæmt að taka ákvörðun innan tiltekins tímafrests. Skammt er síðan Costco hóf starfsemi hér á landi. Í málinu var, eins og mögulegt var, rannsakað hvaða áhrif starfsemi Costco hefði á þá markaði sem málið varðaði. Aflað var tölulegra upplýsinga og sjónarmiða frá Costco og öðrum smásölum og birgjum á viðkomandi mörkuðum, niðurstöður ýmissa greiningaraðila skoðaðar, aflað upplýsinga um reynslu af opnun Costco annars staðar og aflað gagna um reynslu annarra erlendra smásölufyrirtækja sem hafa hafið starfsemi hér á landi. Á grundvelli fyrirliggjandi gagna var síðan stillt upp mismunandi sviðsmyndum um möguleg áhrif Costco til lengri tíma litið. Er það niðurstaða rannsóknarinnar að opnun og tilvist Costco á íslenskum markaði hafi takmörkuð áhrif á þá markaði sem Hagar og Lyfja starfa bæði á, einkum á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði. Full ástæða sé hins vegar til að fylgjast náið með þróun markaðarins á næstu misserum. Tengdar fréttir Hagar ákveða áfrýjun síðar Hagar tilkynntu í apríl um kaup á Olís. Finnur segir þessa ákvörðun engin áhrif hafa á þau áform. 18. júlí 2017 07:00 Hlutabréf í Högum lækka í verði við opnun markaða Hlutabréf í Högum hafa lækkað í verði um tæp 4% á fyrsta hálftímanum eftir opnun kauphallarinnar í dag. 18. júlí 2017 10:01 Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Samruni Lyfju og Haga hefði leitt til samþjöppunar á þeim mörkuðum sem Hagar og Lyfja starfa bæði á, ekki síst á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði. Hann hefði leitt til þess að á þeim markaði hefði horfið samkeppni sem nú er á milli Haga og Lyfju. Breytingarnar hefðu verið til þess fallnar að skaða samkeppni, almenningi og atvinnulífi til tjóns. Þetta er mat Samkeppniseftirlitsins sem taldi óhjákvæmilegt að ógilda samruna félaganna í gær. Það er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að hið sameinaða fyrirtæki hefði haft umtalsverða samkeppnislega yfirburði umfram aðra keppinauta, meðal annars vegna efnahagslegs styrkleika og sterkrar stöðu í innflutningi og dreifingu á tilteknum sviðum, sem erfitt hefði verið að keppa við. Telur Samkeppniseftirlitið að samruninn hefði raskað samkeppni á þessum mörkuðum umtalsvert. Með ógildingu samrunans sé komið í veg fyrir að neytendur verði fyrir tjóni sem ella hefði leitt af honum, til dæmis í formi hærra verðs, skertrar þjónustu eða minna vöruúrvals. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins beindist jafnframt að því hvort staða Haga á dagvörumarkaði hefði breyst á undanförnum árum, en samkeppnisyfirvöld og dómstólar höfðu í eldri málum komist að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið væri í markaðsráðandi stöðu. Að mati Samkeppniseftirlitsins eru Hagar enn í markaðsráðandi stöðu. Í því sambandi var meðal annars litið til mikillar markaðshlutdeildar fyrirtækisins, en sjónarmið viðskiptavina og keppinauta, sem aflað var, hafi einnig gefið til kynna að staða fyrirtækisins sé sterk.Enn ráðandi eftir komu Costco Í samrunamálum ber Samkeppniseftirlitinu lögum samkvæmt að taka ákvörðun innan tiltekins tímafrests. Skammt er síðan Costco hóf starfsemi hér á landi. Í málinu var, eins og mögulegt var, rannsakað hvaða áhrif starfsemi Costco hefði á þá markaði sem málið varðaði. Aflað var tölulegra upplýsinga og sjónarmiða frá Costco og öðrum smásölum og birgjum á viðkomandi mörkuðum, niðurstöður ýmissa greiningaraðila skoðaðar, aflað upplýsinga um reynslu af opnun Costco annars staðar og aflað gagna um reynslu annarra erlendra smásölufyrirtækja sem hafa hafið starfsemi hér á landi. Á grundvelli fyrirliggjandi gagna var síðan stillt upp mismunandi sviðsmyndum um möguleg áhrif Costco til lengri tíma litið. Er það niðurstaða rannsóknarinnar að opnun og tilvist Costco á íslenskum markaði hafi takmörkuð áhrif á þá markaði sem Hagar og Lyfja starfa bæði á, einkum á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði. Full ástæða sé hins vegar til að fylgjast náið með þróun markaðarins á næstu misserum.
Tengdar fréttir Hagar ákveða áfrýjun síðar Hagar tilkynntu í apríl um kaup á Olís. Finnur segir þessa ákvörðun engin áhrif hafa á þau áform. 18. júlí 2017 07:00 Hlutabréf í Högum lækka í verði við opnun markaða Hlutabréf í Högum hafa lækkað í verði um tæp 4% á fyrsta hálftímanum eftir opnun kauphallarinnar í dag. 18. júlí 2017 10:01 Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Hagar ákveða áfrýjun síðar Hagar tilkynntu í apríl um kaup á Olís. Finnur segir þessa ákvörðun engin áhrif hafa á þau áform. 18. júlí 2017 07:00
Hlutabréf í Högum lækka í verði við opnun markaða Hlutabréf í Högum hafa lækkað í verði um tæp 4% á fyrsta hálftímanum eftir opnun kauphallarinnar í dag. 18. júlí 2017 10:01
Samkeppniseftirlitið hafnar samruna Haga og Lyfju Fram kemur í tilkynningu frá Högum að niðurstaðan sé vonbrigði og muni félagið taka hana til sérstakrar skoðunar næstu daga. 17. júlí 2017 16:47
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent