Lífið

Berglind Festival selur bleikflísalögðu íbúðina í miðbænum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Berglind var alsæl með fyrstu íbúðina sína en hér og þar má glitta í bleika litinn sem setur svip sinn á heimilið.
Berglind var alsæl með fyrstu íbúðina sína en hér og þar má glitta í bleika litinn sem setur svip sinn á heimilið. Vísir/Ernir
Samfélags- og fjölmiðlastjarnan Berglind Pétursdóttir, betur þekkt sem Berglind Festival, hefur sett íbúð sína í miðbænum á sölu.

Íbúðin er nýuppgerð en hún var ekki í ástandi sem samræmdist nýjustu tísku þegar Berglind festi kaup á henni. Nánast allt var rifið úr íbúðinni á sínum tíma og nú er bleiki liturinn áberandi í flestum herbergjum.

„Það rennur stundum á mig bleikt æði og ég náði að fá í gegn bæði bleikar flísar inni á baði og einn bleikan vegg í eldhúsinu. Baðflísarnar sáum við þegar við fórum út að borða á Taco-barnum á Hverfisgötu. Eftir mikla leit fundum við hvar þær voru til sölu og pöntuðum eins,“ sagði Berglind um bleiku áhrifin fyrr á þessu ári.

Íbúðin stendur á fyrstu hæð og er 89 fermetrar að stærð. Húsið var byggt árið 1928 og stendur á frábærum stað í miðborg Reykjavíkur. Kaupverðið er tæpar 43 milljónir króna og fasteignamat 27,3 milljónir

Hér að neðan má sjá myndir af eigninni sem sett var á sölu í dag.

Eldhúsið er bjart og opið.
Svefnherbergið er líka undir bleikum áhrifum.
Bleiku flísarnar umtöluðu njóta sín vel á baðinu.
Berglind hefur greinilega valið mublurnar af kostgæfni.
Íbúðin er á fyrstu hæð á besta stað í miðbænum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.