Fyrirliði Frakka: Þurfum að vinna litlu úrslitaleikina okkar Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júlí 2017 07:00 Wendy Renard, fyrirliði Frakklands. Vísir/Getty Það verður við ramman reip að draga fyrir stelpurnar okkar í Tilburg í kvöld enda franska landsliðið eitt það allra besta í heimi. Það hefur unnið sjö leiki og gert tvö jafntefli á árinu en ekki tapað einum einasta leik. Það vann She Believes-mótið sem er líklega sterkasta æfingamót ársins. „Við erum vissulega ósigraðar í ár en þetta voru bara vináttuleikir. Það tengist ekkert því sem bíður okkar í leiknum á móti Íslandi. Treystið því samt að við verðum tilbúnar. Það mikilvæga á árinu er þessi fyrsti leikur á EM, ekki einhverjir vináttulandsleikir,“ sagði Wendy Renard, fyrirliði Frakklands, á blaðamannafundi í gær. Þær frönsku hafa verið með eitt besta lið heims í nokkur ár en hafa aldrei náð að taka stóra skrefið og spilað til úrslita á stórmóti. „Það er rétt að við höfum verið að falla út of snemma á mótum. Við vitum að það verður erfitt að vinna þetta Evrópumót. Við erum samt ekkert að spá í það núna heldur að vinna litlu úrslitaleikina á móti Íslandi, Sviss og Austurríki í riðlakeppninni,“ segir Renard. Olivier Echouafni, þjálfari Frakka, stýrir liðinu í fyrsta sinn á stórmóti á morgun og hann varar við vanmati hjá sínum stelpum. „Við virðum íslenska liðið. Það spilaði vel í undankeppninni og var fyrir ofan Skotland í riðlinum. Við búumst við líkamlega erfiðum leik gegn liði sem hleypur mikið og er með góða leikmenn í góðum liðum. Ég vil fá baráttu hjá mínum stelpum á móti Íslandi,“ sagði þjálfarinn.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Íslendingar verða í miklum meirihluta í stúkunni á morgun Varaformaður KSÍ segir von á allt að þrjú þúsund Íslendingum á Frakkaleikinn. 17. júlí 2017 18:51 Mikið stress og Söru Björk leið ekki vel eftir Frakkaleikinn 2009 Ég var átján ára, á fyrsta mótinu okkar. Það var fyrsta mótið fyrir okkur allar. Það var rosalega hátt spennustig og við vorum stressaðar fyrir leikinn, segir landsliðsfyrirliðinn. 17. júlí 2017 17:15 Guðbjörg: Þær frönsku frekar hrokafullar að eðlisfari Því lélegri sem þær halda að við séum, því þægilegra finnst mér það, segir markvörður og varafyrirliði íslenska liðsins. 17. júlí 2017 16:47 Stelpurnar okkar æfðu á konungsvellinum í Tilburg Æfingin var fyrst og fremst nýtt til að leggja áherslu á andlega þáttinn. 17. júlí 2017 18:12 Rakel verður á bekknum en allar aðrar heilar fyrir Frakkaleikinn Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er búinn að tilkynna byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Frökkum í Tilburg á morgun. 17. júlí 2017 16:38 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Fleiri fréttir Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Sjá meira
Það verður við ramman reip að draga fyrir stelpurnar okkar í Tilburg í kvöld enda franska landsliðið eitt það allra besta í heimi. Það hefur unnið sjö leiki og gert tvö jafntefli á árinu en ekki tapað einum einasta leik. Það vann She Believes-mótið sem er líklega sterkasta æfingamót ársins. „Við erum vissulega ósigraðar í ár en þetta voru bara vináttuleikir. Það tengist ekkert því sem bíður okkar í leiknum á móti Íslandi. Treystið því samt að við verðum tilbúnar. Það mikilvæga á árinu er þessi fyrsti leikur á EM, ekki einhverjir vináttulandsleikir,“ sagði Wendy Renard, fyrirliði Frakklands, á blaðamannafundi í gær. Þær frönsku hafa verið með eitt besta lið heims í nokkur ár en hafa aldrei náð að taka stóra skrefið og spilað til úrslita á stórmóti. „Það er rétt að við höfum verið að falla út of snemma á mótum. Við vitum að það verður erfitt að vinna þetta Evrópumót. Við erum samt ekkert að spá í það núna heldur að vinna litlu úrslitaleikina á móti Íslandi, Sviss og Austurríki í riðlakeppninni,“ segir Renard. Olivier Echouafni, þjálfari Frakka, stýrir liðinu í fyrsta sinn á stórmóti á morgun og hann varar við vanmati hjá sínum stelpum. „Við virðum íslenska liðið. Það spilaði vel í undankeppninni og var fyrir ofan Skotland í riðlinum. Við búumst við líkamlega erfiðum leik gegn liði sem hleypur mikið og er með góða leikmenn í góðum liðum. Ég vil fá baráttu hjá mínum stelpum á móti Íslandi,“ sagði þjálfarinn.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Íslendingar verða í miklum meirihluta í stúkunni á morgun Varaformaður KSÍ segir von á allt að þrjú þúsund Íslendingum á Frakkaleikinn. 17. júlí 2017 18:51 Mikið stress og Söru Björk leið ekki vel eftir Frakkaleikinn 2009 Ég var átján ára, á fyrsta mótinu okkar. Það var fyrsta mótið fyrir okkur allar. Það var rosalega hátt spennustig og við vorum stressaðar fyrir leikinn, segir landsliðsfyrirliðinn. 17. júlí 2017 17:15 Guðbjörg: Þær frönsku frekar hrokafullar að eðlisfari Því lélegri sem þær halda að við séum, því þægilegra finnst mér það, segir markvörður og varafyrirliði íslenska liðsins. 17. júlí 2017 16:47 Stelpurnar okkar æfðu á konungsvellinum í Tilburg Æfingin var fyrst og fremst nýtt til að leggja áherslu á andlega þáttinn. 17. júlí 2017 18:12 Rakel verður á bekknum en allar aðrar heilar fyrir Frakkaleikinn Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er búinn að tilkynna byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Frökkum í Tilburg á morgun. 17. júlí 2017 16:38 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Fleiri fréttir Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Sjá meira
Íslendingar verða í miklum meirihluta í stúkunni á morgun Varaformaður KSÍ segir von á allt að þrjú þúsund Íslendingum á Frakkaleikinn. 17. júlí 2017 18:51
Mikið stress og Söru Björk leið ekki vel eftir Frakkaleikinn 2009 Ég var átján ára, á fyrsta mótinu okkar. Það var fyrsta mótið fyrir okkur allar. Það var rosalega hátt spennustig og við vorum stressaðar fyrir leikinn, segir landsliðsfyrirliðinn. 17. júlí 2017 17:15
Guðbjörg: Þær frönsku frekar hrokafullar að eðlisfari Því lélegri sem þær halda að við séum, því þægilegra finnst mér það, segir markvörður og varafyrirliði íslenska liðsins. 17. júlí 2017 16:47
Stelpurnar okkar æfðu á konungsvellinum í Tilburg Æfingin var fyrst og fremst nýtt til að leggja áherslu á andlega þáttinn. 17. júlí 2017 18:12
Rakel verður á bekknum en allar aðrar heilar fyrir Frakkaleikinn Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er búinn að tilkynna byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Frökkum í Tilburg á morgun. 17. júlí 2017 16:38