Vafin í bómull Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. júlí 2017 07:00 Fulltrúar þeirra kynslóða sem fæddust um og eftir seinna stríð og stunduðu íþróttir segja hendingu hafa ráðið því að foreldrar mættu á kappleiki til að styðja börn sín til dáða. Á fyrri hluta 20. aldar var það útbreidd skoðun meðal sálfræðinga á Vesturlöndum að foreldrar ættu helst ekki að sýna börnum sínum of mikla tilfinningalega hlýju. John B. Watson, á þeim tíma virtur sálfræðingur, gaf út leiðbeiningar árið 1928 um að foreldrar ættu ekki að faðma eða kyssa börn sín eða láta þau sitja í kjöltu sinni. Ef nauðsyn krefði ættu foreldrar að kyssa börn sín á ennið og heilsa þeim með handabandi á morgnana. Watson taldi að ef börn fengju of mikla væntumþykju og athygli, þá yrðu þau að linum einstaklingum sem yrðu háðir öðrum á fullorðinsárum. Þá áttu börn helst að vera eftirlitslaus við leik svo þau lærðu að standa á eigin fótum og leysa vandamál á eigin spýtur. Rannsóknir benda til þess að öll spendýr á jörðinni hafi þörf fyrir tilfinningatengsl. Harry Harlow sýndi fram á að apar hafa nákvæmlega sömu þörf fyrir tilfinningatengsl og menn í frægri tilraun. Apaungar sem voru fjarlægðir frá mæðrum sínum sóttust eftir nærveru við vírbrúður sem höfðu verið þaktar með mjúkum klút sem líktist feldi fremur en að vera hjá vírbrúðum sem mjólkurpeli hafði verið festur við. Með þessu sýndi Harlow fram á að þörfin fyrir tilfinningatengsl var jafnstæð þörfinni fyrir næringu. Eins og Harlow og aðrir hafa síðar sýnt fram á er þörfin fyrir tilfinningalega hlýju rótföst í eðli mannsins. Uppeldiskenningar Johns B. Watson urðu undir og í dag þykir það fjarstæðukennt að sýna börnum kuldalega framkomu af því tagi sem Watson boðaði. Það eru hins vegar vísbendingar um að öfgarnar séu að þróast í hina áttina. Ung börn eru böðuð í athygli frá fyrstu mínútu. Foreldrar vakta börn sín á leikvellinum og í skólanum. Ef deilur koma upp milli barna eru haldnir dramatískir fundir til að komast að rót vandans. Börn læra ekki að leysa ágreining á eigin spýtur. Stefnan virðist vera sú að halda hlífiskildi yfir börnum til að verjast öllum áföllum, sama hversu smávægileg þau eru, og erfiðleikum sem hefðu annars mótandi áhrif á karakter þeirra. Sumir kennarar á grunnskólastigi segja að stærsta áskorun starfs þeirra sé ekki álagið sem fylgir kennslu heldur afskiptasemi áhyggjufullra foreldra. Ekki er skynsamlegt að baða liðna tíma í dýrðarljóma og harka fortíðar skrifast líklega fyrst og fremst á kaldlyndi. Það er samt umhugsunarefni að nútímasamfélagið gengur allt út á þarfir og gildi einstaklingsins. Sjálfið er sett í fyrsta sæti. Samfélagsmiðlarnir eru síðan tækin sem fólk notar til að svala þörfinni fyrir viðurkenningu. Þar er hver og einn sinn eigin útsendingarstjóri. Leiða má að því líkur að með þessu áframhaldi sé lagður grunnur að samfélagi hinna ofurviðkvæmu sjálfsdýrkenda 21. aldar. Þeir eru vafðir inn í bómull frá fyrsta degi. Þeir þekkja oft ekki gagnrýni eða sársauka og telja að eigin þarfir séu mikilvægari en þarfir allra annarra.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun
Fulltrúar þeirra kynslóða sem fæddust um og eftir seinna stríð og stunduðu íþróttir segja hendingu hafa ráðið því að foreldrar mættu á kappleiki til að styðja börn sín til dáða. Á fyrri hluta 20. aldar var það útbreidd skoðun meðal sálfræðinga á Vesturlöndum að foreldrar ættu helst ekki að sýna börnum sínum of mikla tilfinningalega hlýju. John B. Watson, á þeim tíma virtur sálfræðingur, gaf út leiðbeiningar árið 1928 um að foreldrar ættu ekki að faðma eða kyssa börn sín eða láta þau sitja í kjöltu sinni. Ef nauðsyn krefði ættu foreldrar að kyssa börn sín á ennið og heilsa þeim með handabandi á morgnana. Watson taldi að ef börn fengju of mikla væntumþykju og athygli, þá yrðu þau að linum einstaklingum sem yrðu háðir öðrum á fullorðinsárum. Þá áttu börn helst að vera eftirlitslaus við leik svo þau lærðu að standa á eigin fótum og leysa vandamál á eigin spýtur. Rannsóknir benda til þess að öll spendýr á jörðinni hafi þörf fyrir tilfinningatengsl. Harry Harlow sýndi fram á að apar hafa nákvæmlega sömu þörf fyrir tilfinningatengsl og menn í frægri tilraun. Apaungar sem voru fjarlægðir frá mæðrum sínum sóttust eftir nærveru við vírbrúður sem höfðu verið þaktar með mjúkum klút sem líktist feldi fremur en að vera hjá vírbrúðum sem mjólkurpeli hafði verið festur við. Með þessu sýndi Harlow fram á að þörfin fyrir tilfinningatengsl var jafnstæð þörfinni fyrir næringu. Eins og Harlow og aðrir hafa síðar sýnt fram á er þörfin fyrir tilfinningalega hlýju rótföst í eðli mannsins. Uppeldiskenningar Johns B. Watson urðu undir og í dag þykir það fjarstæðukennt að sýna börnum kuldalega framkomu af því tagi sem Watson boðaði. Það eru hins vegar vísbendingar um að öfgarnar séu að þróast í hina áttina. Ung börn eru böðuð í athygli frá fyrstu mínútu. Foreldrar vakta börn sín á leikvellinum og í skólanum. Ef deilur koma upp milli barna eru haldnir dramatískir fundir til að komast að rót vandans. Börn læra ekki að leysa ágreining á eigin spýtur. Stefnan virðist vera sú að halda hlífiskildi yfir börnum til að verjast öllum áföllum, sama hversu smávægileg þau eru, og erfiðleikum sem hefðu annars mótandi áhrif á karakter þeirra. Sumir kennarar á grunnskólastigi segja að stærsta áskorun starfs þeirra sé ekki álagið sem fylgir kennslu heldur afskiptasemi áhyggjufullra foreldra. Ekki er skynsamlegt að baða liðna tíma í dýrðarljóma og harka fortíðar skrifast líklega fyrst og fremst á kaldlyndi. Það er samt umhugsunarefni að nútímasamfélagið gengur allt út á þarfir og gildi einstaklingsins. Sjálfið er sett í fyrsta sæti. Samfélagsmiðlarnir eru síðan tækin sem fólk notar til að svala þörfinni fyrir viðurkenningu. Þar er hver og einn sinn eigin útsendingarstjóri. Leiða má að því líkur að með þessu áframhaldi sé lagður grunnur að samfélagi hinna ofurviðkvæmu sjálfsdýrkenda 21. aldar. Þeir eru vafðir inn í bómull frá fyrsta degi. Þeir þekkja oft ekki gagnrýni eða sársauka og telja að eigin þarfir séu mikilvægari en þarfir allra annarra.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.