Mikið stress og Söru Björk leið ekki vel eftir Frakkaleikinn 2009 Kolbeinn Tumi Daðason í Tilburg skrifar 17. júlí 2017 17:15 Sara Björk viðurkennir að hafa verið stressuð fyrir Frakkaleikinn fyrir átta árum. Hún er reynslunni ríkari. Vísir/Tom Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins, segir allt annað dæmi í gangi á EM 2017 en EM 2009 hjá okkar stelpum. Sara var í byrjunarliði Íslands í fyrsta leik kvennalandsliðsins á stórmóti, í Finnlandi fyrir átta árum, þar sem andstæðingurinn var einmitt Frakkland. Leikurinn tapaðist 3-1 og íslenska liðið hefur oft spilað betur. „Ég var átján ára, á fyrsta mótinu okkar. Það var fyrsta mótið fyrir okkur allar. Það var rosalega hátt spennustig og við vorum stressaðar fyrir leikinn,“ sagði Sara á blaðamannafundi landsliðsins í dag. Hólmfríður Magnúsdóttir gaf íslenska liðinu draumabyrjun með skallamarki eftir sex mínútur en svo tóku Frakkar við. Markvörður þeirra varði meira að segja vítaspyrnu Margrétar Láru í stöðunni 2-1.Leið ekki vel eftir leik „Ég man bara að mér leið ekki vel eftir leikinn,“ segir Sara Björk. Þær hafi hins vegar lært mikið af mótinu. „Við erum orðnir betri leikmenn og með betra lið. Við erum reynslumiklar, búnar að fara á tvö stórmót núna. Það er komin meiri reynsla í liðið og við erum orðnar miklu betri. Þá var Freyr spurður út í hvernig síðustu 24 tímarnir fram að leik yrðu nýttir. Liðið er búið að koma sér fyrir á hóteli hér í Tilburg en heldur svo aftur til Ermelo eftir leikinn á morgun. „Það verður æfing núna á vellinum sem snýst fyrst og síðast um andlegan undirbúning. Við erum búin að æfa allt,“ sagði Freyr. Í kvöld muni einhverjir horfa á Þýskaland Svíþjóð en annars sé frjáls tími á hótelinu.Snýst á endanum um fótboltaleik „Á morgun förum við aðeins yfir föst leikatriði. Þetta snýst núna um að halda fókus. Það er búið að vera mikið tal um þetta og mikil spenna í kringum athyglina sem liðið hefur fengið. Ég vona að þið sýnið því skilning fyrir athygli þjóðarinnar en á endanum snýst þetta um það að við erum að fara að spila fótboltaleik,“ sagði Freyr ákveðinn. „Við erum að hjálpa þeim að einbeita sér að því að spila leikinn. Þær vita að ef þær skilja allt eftir á vellinum á morgun þá verða allir stoltir af þeim.“Fundinn í heild má sjá hér að neðan en Sara svarar spurningunni eftir um 21 mínútu.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins, segir allt annað dæmi í gangi á EM 2017 en EM 2009 hjá okkar stelpum. Sara var í byrjunarliði Íslands í fyrsta leik kvennalandsliðsins á stórmóti, í Finnlandi fyrir átta árum, þar sem andstæðingurinn var einmitt Frakkland. Leikurinn tapaðist 3-1 og íslenska liðið hefur oft spilað betur. „Ég var átján ára, á fyrsta mótinu okkar. Það var fyrsta mótið fyrir okkur allar. Það var rosalega hátt spennustig og við vorum stressaðar fyrir leikinn,“ sagði Sara á blaðamannafundi landsliðsins í dag. Hólmfríður Magnúsdóttir gaf íslenska liðinu draumabyrjun með skallamarki eftir sex mínútur en svo tóku Frakkar við. Markvörður þeirra varði meira að segja vítaspyrnu Margrétar Láru í stöðunni 2-1.Leið ekki vel eftir leik „Ég man bara að mér leið ekki vel eftir leikinn,“ segir Sara Björk. Þær hafi hins vegar lært mikið af mótinu. „Við erum orðnir betri leikmenn og með betra lið. Við erum reynslumiklar, búnar að fara á tvö stórmót núna. Það er komin meiri reynsla í liðið og við erum orðnar miklu betri. Þá var Freyr spurður út í hvernig síðustu 24 tímarnir fram að leik yrðu nýttir. Liðið er búið að koma sér fyrir á hóteli hér í Tilburg en heldur svo aftur til Ermelo eftir leikinn á morgun. „Það verður æfing núna á vellinum sem snýst fyrst og síðast um andlegan undirbúning. Við erum búin að æfa allt,“ sagði Freyr. Í kvöld muni einhverjir horfa á Þýskaland Svíþjóð en annars sé frjáls tími á hótelinu.Snýst á endanum um fótboltaleik „Á morgun förum við aðeins yfir föst leikatriði. Þetta snýst núna um að halda fókus. Það er búið að vera mikið tal um þetta og mikil spenna í kringum athyglina sem liðið hefur fengið. Ég vona að þið sýnið því skilning fyrir athygli þjóðarinnar en á endanum snýst þetta um það að við erum að fara að spila fótboltaleik,“ sagði Freyr ákveðinn. „Við erum að hjálpa þeim að einbeita sér að því að spila leikinn. Þær vita að ef þær skilja allt eftir á vellinum á morgun þá verða allir stoltir af þeim.“Fundinn í heild má sjá hér að neðan en Sara svarar spurningunni eftir um 21 mínútu.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira