Plötufyrirtæki er eins og heimili tónlistarinnar Guðný Hrönn skrifar 17. júlí 2017 09:45 Högni Egilsson er kominn í samstarf með útgáfufyrirtækinu Erased Tapes. vísir/andri marinó Í seinustu viku skrifaði söngvarinn Högni Egilsson undir samning við breska plötufyrirtækið Erased Tapes og í haust kemur út fyrsta sólóplatan hans. Hann segir ómetanlegt að finna gott plötufyrirtæki til að vinna með því slíkt fyrirtæki er eins og heimili tónlistarinnar. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég gef út plötu á eigin vegum,“ segir Högni um nýju hljómplötuna sem hann sendir frá sér í haust. „Hún kemur út í samstrafi við útgáfufyrirtækið Erased Tapes en ég var að skrifa undir samning við það.“ Högni kveðst vera spenntur fyrir samstarfinu við Erased Tapes en hann hefur fylgst með fyrirtækinu í gegnum árin.„Ég var að leita að góðu plötufyrirtæki til að fara í samstarf við, því plötufyrirtæki virkar eins og fjölskylda og heimili fyrir músíkina þína. Svona samstarf hefur ýmislegt gott í för með sér, varðandi dreifingu og sýnileika.“ Samstarf Högna við Erased Tapes markar nýjung hjá útgáfufyrirtækinu. „Erased Tapes er þekkt fyrir að gefa út „instrumental“-tónlist, og þetta er í rauninni fyrsta platan sem þau gefa út með söngvara. Þannig að það er nýtt fyrir þeim,“ segir Högni. „Þetta fyrirtæki hefur á sér orð fyrir að gefa út vandaða og framsækna tónlist og útgáfunni er vel stýrt, fagurfræðilega séð. Ég kann vel að meta að vinna með fólki sem hefur metnað til að skapa verk sem hafa þýðingu fyrir tónlistaráhugafólk.“ Fjölbreytt tónlistSpurður nánar út í plötuna sem kemur út í haust segir Högni að um fjölbreytta plötu sé að ræða. „Platan hefur ákveðið landslag. Hljóðfærasamsetning, tónmál og söguþráður skapa dramatík sem hjálpar hlustandanum að fara í gegnum marga heima og komast í tæri við myndir sem skapa átök, tilfinningu og andrúmsloft, kyrrt eða stormasamt.“ Nýja platan er tilbúin. „Platan er tilbúin og ég er afskaplega spenntur. Og svo í kjölfar útgáfu hennar þá hefst bara ný plötugerð. Þetta verður bara gaman.“ Notar hjartaðEins og áður sagði er þetta fyrsta sólóplatan sem Högni sendir frá sér en áður var hann gjarnan kenndur við hljómsveitina Hjaltalín sem sendi frá sér þrjár breiðskífur. Eins hefur Högni unnið að tveimur breiðskífum með hljómsveitinni Gus Gus. Aðspurður hvernig sé að vinna að gerð sólóplötu í samanburði við plötu með hljómsveit segir Högni: „Þetta er kannski eins og að vera einn einhversstaðar í fjarska. Þú tekur bara þínar ákvarðanir og lærir að standa með sjálfum þér. Notar hjartað til þess að finna rétta leið. Heim eða eitthvert út í buskann.“ Spurður út í hvort það sé erfiðara að vera einn segir Högni: „Nei, ekki beint erfiðara, bara öðruvísi. En ég var náttúrlega ekki einn að gera þessa plötu, ég vann með frábæru samstarfsfólki, meðal annars textahöfundi og upptökustjóra. Og í þeirri samvinnu var ástríða í loftinu og ég held að hana sé að finna í músíkinni.“ Tónlist Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira
Í seinustu viku skrifaði söngvarinn Högni Egilsson undir samning við breska plötufyrirtækið Erased Tapes og í haust kemur út fyrsta sólóplatan hans. Hann segir ómetanlegt að finna gott plötufyrirtæki til að vinna með því slíkt fyrirtæki er eins og heimili tónlistarinnar. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég gef út plötu á eigin vegum,“ segir Högni um nýju hljómplötuna sem hann sendir frá sér í haust. „Hún kemur út í samstrafi við útgáfufyrirtækið Erased Tapes en ég var að skrifa undir samning við það.“ Högni kveðst vera spenntur fyrir samstarfinu við Erased Tapes en hann hefur fylgst með fyrirtækinu í gegnum árin.„Ég var að leita að góðu plötufyrirtæki til að fara í samstarf við, því plötufyrirtæki virkar eins og fjölskylda og heimili fyrir músíkina þína. Svona samstarf hefur ýmislegt gott í för með sér, varðandi dreifingu og sýnileika.“ Samstarf Högna við Erased Tapes markar nýjung hjá útgáfufyrirtækinu. „Erased Tapes er þekkt fyrir að gefa út „instrumental“-tónlist, og þetta er í rauninni fyrsta platan sem þau gefa út með söngvara. Þannig að það er nýtt fyrir þeim,“ segir Högni. „Þetta fyrirtæki hefur á sér orð fyrir að gefa út vandaða og framsækna tónlist og útgáfunni er vel stýrt, fagurfræðilega séð. Ég kann vel að meta að vinna með fólki sem hefur metnað til að skapa verk sem hafa þýðingu fyrir tónlistaráhugafólk.“ Fjölbreytt tónlistSpurður nánar út í plötuna sem kemur út í haust segir Högni að um fjölbreytta plötu sé að ræða. „Platan hefur ákveðið landslag. Hljóðfærasamsetning, tónmál og söguþráður skapa dramatík sem hjálpar hlustandanum að fara í gegnum marga heima og komast í tæri við myndir sem skapa átök, tilfinningu og andrúmsloft, kyrrt eða stormasamt.“ Nýja platan er tilbúin. „Platan er tilbúin og ég er afskaplega spenntur. Og svo í kjölfar útgáfu hennar þá hefst bara ný plötugerð. Þetta verður bara gaman.“ Notar hjartaðEins og áður sagði er þetta fyrsta sólóplatan sem Högni sendir frá sér en áður var hann gjarnan kenndur við hljómsveitina Hjaltalín sem sendi frá sér þrjár breiðskífur. Eins hefur Högni unnið að tveimur breiðskífum með hljómsveitinni Gus Gus. Aðspurður hvernig sé að vinna að gerð sólóplötu í samanburði við plötu með hljómsveit segir Högni: „Þetta er kannski eins og að vera einn einhversstaðar í fjarska. Þú tekur bara þínar ákvarðanir og lærir að standa með sjálfum þér. Notar hjartað til þess að finna rétta leið. Heim eða eitthvert út í buskann.“ Spurður út í hvort það sé erfiðara að vera einn segir Högni: „Nei, ekki beint erfiðara, bara öðruvísi. En ég var náttúrlega ekki einn að gera þessa plötu, ég vann með frábæru samstarfsfólki, meðal annars textahöfundi og upptökustjóra. Og í þeirri samvinnu var ástríða í loftinu og ég held að hana sé að finna í músíkinni.“
Tónlist Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Sjá meira