Lagði mikið á sig til að ná EM Tómas Þór Þórðarson í Ermelo skrifar 17. júlí 2017 08:00 Sandra María Jessen á hóteli íslenska liðsins í Ermelo. vísir/tom Fáir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins eru eflaust þakklátari fyrir að vera komnir á EM í Hollandi en Akureyringurinn Sandra María Jessen, leikmaður Þórs/KA. Sandra sleit nefnilega krossband á Algarve-mótinu í mars og datt þá fæstum í hug að hún yrði í lokahópnum fyrir EM. Þessi öflugi framherji meiddist í leik á móti Noregi en myndband af atvikinu fór eins og eldur í sinu um netheima. Löppin á Söndru fór alveg í keng og kom í ljós að krossband var slitið. En samt er hún mætt til Hollands. Sandra var orðin stjarna í íslenskum fótbolta ung að aldri en hún var lykilmaður í liði Þórs/KA sem varð Íslandsmeistari árið 2012. Hún var svo sannarlega í myndinni fyrir lokahópinn á EM 2013 en meiddist þá og missti af mótinu. Því er það enn merkilegra fyrir hana að hafa ekki misst af öðru mótinu í röð.Sandra María á æfingu íslenska liðsins í Ermelo.vísir/tomMikil vinna „Það er rosalega gaman að vera komin hingað. Ég er virkilega sátt þar sem ég er búin að bíða eftir þessu lengi. Ég missti af EM síðast út af meiðslum. Ég hef stefnt að þessu lengi. Að vera komin hingað og búin að ná markmiðinu og draumnum að koma á svæðið þá er ennþá meiri eftirvænting og vilji til að gera vel á mótinu sjálfu. Ég er ánægð og spennt,“ segir Sandra María sem áttar sig á áhyggjum fólks sem sáu atvikið í apríl. „Þetta leit ekki vel út og ég held að allir sem að sáu atvikið á móti Noregi hafi hugsað að ég væri ekki að fara að ná EM. Það kom auðvitað upp í hugann þar sem ég hugsaði: „Fokk, þetta er EM-ár og þetta er búið, nákvæmlega eins og gerðist síðast“.“ Sandra hitti bæklunarlækni sem sagði henni að „bara“ aftara krossbandið væri slitið. Það var því smá möguleiki á að ná Evrópumótinu og norðankonan gerði allt til þess að komast með. „Ég greip tækifærið strax og ákvað að gefa allt sem ég gat til að komast hingað. Ég er því rosalega stolt og ánægð að vera komin hingað með hópnum,“ segir Sandra María sem lagði mikið á sig til að ná þessum ótrúlega bata. „Þetta var rosalega mikil vinna. Ég þurfti að vera dugleg og samviskusöm og tilbúin að taka því sem kom upp á og reikna með bakslögum. Sem betur fer gekk þetta hraðar en talið var. Það að fá engin bakslög var líka sigur fyrir mig því hver vika skipti máli upp á að ná EM.“Sandra María sleit aftara krossband í apríl.vísirBeðið eftir þessu lengi Stelpurnar okkar fengu svakalegar kveðjur í Leifsstöð á föstudaginn áður en þær flugu til Hollands. Múgur og margmenni mætti til að kveðja stelpurnar og óska þeim alls hins besta. Fjölmargir leikmenn liðsins og þjálfarar hafa viðurkennt að þetta var meira en hópurinn bjóst við og þetta snerti leikmennina. „Ég held að við séum enn þá að reyna að átta sig á þessu. Ég sjálf var ekki búin að ná þessu fyrr en ég vaknaði daginn eftir og fór að heyra ensku á hótelinu. Þetta er samt eitthvað sem við erum búnar að bíða eftir lengi þannig það er rosalega gott að vera komin hingað og við erum virkilega spenntar,“ segir Sandra María. Fyrsti leikur liðsins er á morgun á móti Frakklandi sem er eitt allra besta lið heims og líklegur sigurvegari á mótinu. Okkar stelpur þurfa að koma sér niður á jörðina eftir allt havaríið heima og einbeita sér að leiknum og það verður ekkert mál. „Við erum alveg búnar að ná okkur niður eftir þennan fallega dag sem okkur þótti samt rosalega vænt um. Ég held að við séum allar komnar niður á jörðina og eru farnar að einbeita okkur að leiknum á móti Frakklandi. Við þurfum svo sannarlega að einbeita okkur að þeim leik ef við ætlum að eiga möguleika á að vinna,“ segir Sandra María.Sandra María Jessen og stöllur hennar í Þór/KA eru á toppnum.vísir/ernirNorðlenskar fyrirmyndir Sandra María er önnur af tveimur leikmönnum hópsins sem spila með íslenskum liðum á landsbyggðinni en hin er Sigríður Lára Garðarsdóttir, leikmaður ÍBV. Sandra er Akureyringur og hefur spilað allan sinn feril með Þór/KA og er eins konar stolt Akureyrar á þessu móti. Sandra er þó ekki eini Akureyringurinn í hópnum því tveir fyrrverandi leikmenn Þórs/KA, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Rakel Hönnudóttir eru einnig í íslenska liðinu. Arna og Sandra urðu Íslandsmeistarar saman árið 2012. Arna spilar nú með Val eftir árs dvöl í atvinnumennsku og Rakel er fyrirliði Breiðabliks. „Að sjálfsögðu finnur maður fyrir stuðningnum að norðan sem og frá öllum landsmönnum. Það er auðvitað samt skemmtilegt og gott fyrir norðurlandið að hafa mig, Örnu Sif, Rakel og fleiri til að sýna að það er allt hægt. Þótt við búum ekki fyrir sunnan eru alveg jafnmiklir möguleikar á að við getum náð einhverjum árangri,“ segir Sandra María og bætir við: „Ég held að það sé mikilvægt fyrir stelpur að hafa einhverjar til að líta upp til sem eru utan að landi. Það er bara frábært að hér eru þrjár sem eru uppaldar á Akureyri. Ég held að þetta gefi ungum stelpum mikið.“Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Hollendingar að troða sér fram fyrir Okkar menn eru mættir til Hollands til að fylgja stelpunum okkar eftir hvert fótmál í EM-ævintýrinu. 17. júlí 2017 10:00 Arna Sif hafði ekki taugar í Yrsu og gekk út Hún getur ekki svona. Hún er algjör gunga og fór eftir fimm mínútur, segir Katrín Ásbjörnsdóttir. 17. júlí 2017 08:30 Næturfrí á EM til að gefa brjóst Jóhannes Karl Sigursteinsson, hinn sex ára Steinar Karl og hinn sjö mánaða gamli Ýmir voru glaðir í bragði þegar Harpa Þorsteinsdóttir kom í hollenska kotið þeirra í gærkvöldi eftir langan dag með landsliðinu. 17. júlí 2017 06:30 Íslandsmeistaraefni, foreldrar og Heimir Hallgríms biðu saman eftir töskum Landsmenn streyma til Hollands til að fylgjast með stelpunum okkar. 17. júlí 2017 07:30 Svona búa stelpurnar í Ermelo | Myndir Stelpurnar okkar njóta lífsins á lúxushóteli á meðan dvölinni í Hollandi á EM stendur. 17. júlí 2017 10:45 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Fáir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins eru eflaust þakklátari fyrir að vera komnir á EM í Hollandi en Akureyringurinn Sandra María Jessen, leikmaður Þórs/KA. Sandra sleit nefnilega krossband á Algarve-mótinu í mars og datt þá fæstum í hug að hún yrði í lokahópnum fyrir EM. Þessi öflugi framherji meiddist í leik á móti Noregi en myndband af atvikinu fór eins og eldur í sinu um netheima. Löppin á Söndru fór alveg í keng og kom í ljós að krossband var slitið. En samt er hún mætt til Hollands. Sandra var orðin stjarna í íslenskum fótbolta ung að aldri en hún var lykilmaður í liði Þórs/KA sem varð Íslandsmeistari árið 2012. Hún var svo sannarlega í myndinni fyrir lokahópinn á EM 2013 en meiddist þá og missti af mótinu. Því er það enn merkilegra fyrir hana að hafa ekki misst af öðru mótinu í röð.Sandra María á æfingu íslenska liðsins í Ermelo.vísir/tomMikil vinna „Það er rosalega gaman að vera komin hingað. Ég er virkilega sátt þar sem ég er búin að bíða eftir þessu lengi. Ég missti af EM síðast út af meiðslum. Ég hef stefnt að þessu lengi. Að vera komin hingað og búin að ná markmiðinu og draumnum að koma á svæðið þá er ennþá meiri eftirvænting og vilji til að gera vel á mótinu sjálfu. Ég er ánægð og spennt,“ segir Sandra María sem áttar sig á áhyggjum fólks sem sáu atvikið í apríl. „Þetta leit ekki vel út og ég held að allir sem að sáu atvikið á móti Noregi hafi hugsað að ég væri ekki að fara að ná EM. Það kom auðvitað upp í hugann þar sem ég hugsaði: „Fokk, þetta er EM-ár og þetta er búið, nákvæmlega eins og gerðist síðast“.“ Sandra hitti bæklunarlækni sem sagði henni að „bara“ aftara krossbandið væri slitið. Það var því smá möguleiki á að ná Evrópumótinu og norðankonan gerði allt til þess að komast með. „Ég greip tækifærið strax og ákvað að gefa allt sem ég gat til að komast hingað. Ég er því rosalega stolt og ánægð að vera komin hingað með hópnum,“ segir Sandra María sem lagði mikið á sig til að ná þessum ótrúlega bata. „Þetta var rosalega mikil vinna. Ég þurfti að vera dugleg og samviskusöm og tilbúin að taka því sem kom upp á og reikna með bakslögum. Sem betur fer gekk þetta hraðar en talið var. Það að fá engin bakslög var líka sigur fyrir mig því hver vika skipti máli upp á að ná EM.“Sandra María sleit aftara krossband í apríl.vísirBeðið eftir þessu lengi Stelpurnar okkar fengu svakalegar kveðjur í Leifsstöð á föstudaginn áður en þær flugu til Hollands. Múgur og margmenni mætti til að kveðja stelpurnar og óska þeim alls hins besta. Fjölmargir leikmenn liðsins og þjálfarar hafa viðurkennt að þetta var meira en hópurinn bjóst við og þetta snerti leikmennina. „Ég held að við séum enn þá að reyna að átta sig á þessu. Ég sjálf var ekki búin að ná þessu fyrr en ég vaknaði daginn eftir og fór að heyra ensku á hótelinu. Þetta er samt eitthvað sem við erum búnar að bíða eftir lengi þannig það er rosalega gott að vera komin hingað og við erum virkilega spenntar,“ segir Sandra María. Fyrsti leikur liðsins er á morgun á móti Frakklandi sem er eitt allra besta lið heims og líklegur sigurvegari á mótinu. Okkar stelpur þurfa að koma sér niður á jörðina eftir allt havaríið heima og einbeita sér að leiknum og það verður ekkert mál. „Við erum alveg búnar að ná okkur niður eftir þennan fallega dag sem okkur þótti samt rosalega vænt um. Ég held að við séum allar komnar niður á jörðina og eru farnar að einbeita okkur að leiknum á móti Frakklandi. Við þurfum svo sannarlega að einbeita okkur að þeim leik ef við ætlum að eiga möguleika á að vinna,“ segir Sandra María.Sandra María Jessen og stöllur hennar í Þór/KA eru á toppnum.vísir/ernirNorðlenskar fyrirmyndir Sandra María er önnur af tveimur leikmönnum hópsins sem spila með íslenskum liðum á landsbyggðinni en hin er Sigríður Lára Garðarsdóttir, leikmaður ÍBV. Sandra er Akureyringur og hefur spilað allan sinn feril með Þór/KA og er eins konar stolt Akureyrar á þessu móti. Sandra er þó ekki eini Akureyringurinn í hópnum því tveir fyrrverandi leikmenn Þórs/KA, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Rakel Hönnudóttir eru einnig í íslenska liðinu. Arna og Sandra urðu Íslandsmeistarar saman árið 2012. Arna spilar nú með Val eftir árs dvöl í atvinnumennsku og Rakel er fyrirliði Breiðabliks. „Að sjálfsögðu finnur maður fyrir stuðningnum að norðan sem og frá öllum landsmönnum. Það er auðvitað samt skemmtilegt og gott fyrir norðurlandið að hafa mig, Örnu Sif, Rakel og fleiri til að sýna að það er allt hægt. Þótt við búum ekki fyrir sunnan eru alveg jafnmiklir möguleikar á að við getum náð einhverjum árangri,“ segir Sandra María og bætir við: „Ég held að það sé mikilvægt fyrir stelpur að hafa einhverjar til að líta upp til sem eru utan að landi. Það er bara frábært að hér eru þrjár sem eru uppaldar á Akureyri. Ég held að þetta gefi ungum stelpum mikið.“Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Hollendingar að troða sér fram fyrir Okkar menn eru mættir til Hollands til að fylgja stelpunum okkar eftir hvert fótmál í EM-ævintýrinu. 17. júlí 2017 10:00 Arna Sif hafði ekki taugar í Yrsu og gekk út Hún getur ekki svona. Hún er algjör gunga og fór eftir fimm mínútur, segir Katrín Ásbjörnsdóttir. 17. júlí 2017 08:30 Næturfrí á EM til að gefa brjóst Jóhannes Karl Sigursteinsson, hinn sex ára Steinar Karl og hinn sjö mánaða gamli Ýmir voru glaðir í bragði þegar Harpa Þorsteinsdóttir kom í hollenska kotið þeirra í gærkvöldi eftir langan dag með landsliðinu. 17. júlí 2017 06:30 Íslandsmeistaraefni, foreldrar og Heimir Hallgríms biðu saman eftir töskum Landsmenn streyma til Hollands til að fylgjast með stelpunum okkar. 17. júlí 2017 07:30 Svona búa stelpurnar í Ermelo | Myndir Stelpurnar okkar njóta lífsins á lúxushóteli á meðan dvölinni í Hollandi á EM stendur. 17. júlí 2017 10:45 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
EM í dag: Hollendingar að troða sér fram fyrir Okkar menn eru mættir til Hollands til að fylgja stelpunum okkar eftir hvert fótmál í EM-ævintýrinu. 17. júlí 2017 10:00
Arna Sif hafði ekki taugar í Yrsu og gekk út Hún getur ekki svona. Hún er algjör gunga og fór eftir fimm mínútur, segir Katrín Ásbjörnsdóttir. 17. júlí 2017 08:30
Næturfrí á EM til að gefa brjóst Jóhannes Karl Sigursteinsson, hinn sex ára Steinar Karl og hinn sjö mánaða gamli Ýmir voru glaðir í bragði þegar Harpa Þorsteinsdóttir kom í hollenska kotið þeirra í gærkvöldi eftir langan dag með landsliðinu. 17. júlí 2017 06:30
Íslandsmeistaraefni, foreldrar og Heimir Hallgríms biðu saman eftir töskum Landsmenn streyma til Hollands til að fylgjast með stelpunum okkar. 17. júlí 2017 07:30
Svona búa stelpurnar í Ermelo | Myndir Stelpurnar okkar njóta lífsins á lúxushóteli á meðan dvölinni í Hollandi á EM stendur. 17. júlí 2017 10:45
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn