Króna fyrir hvern? Stjórnarmaðurinn skrifar 16. júlí 2017 13:44 Krónan hefur gefið eftir um tæp tíu prósent gagnvart helstu viðskiptamyntum á rúmum mánuði. Athygli vekur að það gerist á háannatíma ferðaþjónustunnar, en samkvæmt öllum hefðbundnum stikum ætti blásumarið að vera sá tími þegar innflæði gjaldeyris er mest til landsins. Sagan segir okkur að krónan styrkist alla jafna á þessum árstíma. Nú er annað uppi á teningnum og margir anda vafalaust eilítið léttar. Útflutningsgreinarnar hafa einfaldlega verið komnar að þolmörkum. Athyglisvert hefur líka verið að heyra í fólki sem starfar í ferðaþjónustu. Margir hafa talað opinberlega um að ferðamenn kvarti undan okri – þó það nú væri – og aðrir hafa ekki farið leynt með að farið sé að bera á afbókunum fyrir næsta vetur. Greinilegt er því að krónan ofursterka er farin að bíta á nýju grundvallaratvinnugreinina okkar. Vonandi er skaðinn ekki óafturkræfur, en ljóst er þó að ferðaþjónustan, rétt eins og aðrar atvinnugreinar í landinu sem á einhvern hátt byggjast á samskiptum við útlönd, má illa við því að notast við gjaldmiðil sem reglulega tekur snarpar dýfur eða stökk í hæstu hæðir eins og hendi sé veifað. Það býður ekki bara þeirri hættu heim, að ferðamönnum ofbjóði verðlagið þegar sá gállinn er á krónunni, heldur er nánast ómögulegt að gera skynsamlegar rekstraráætlanir til lengri tíma. Ófarir bílaleiga hérlendis í sumar eru til marks um það. Nú hefur ferðaþjónustan fengið að finna fyrir því hversu óhentugur gjaldmiðill krónan er. Sjávarútvegurinn hefur sömuleiðis fengið að finna fyrir henni. Sú tíð er sem betur fer liðin að forsvarsmenn þeirrar ágætu atvinnugreinar geti pantað gengisfellingu eftir hentugleikum. Raunar er það svo að sú atvinnugrein hefur í auknum mæli sagt skilið við krónuhagkerfið. Ekki er því gott að segja hverjir hafa hag af að halda krónunni. Kannski helst pólitíkusarnir sem hafa þá fleiri þræði á sinni hendi, fleiri bitlinga og störf til að útdeila. Gjarnan er vitnað til þess að krónan veiti sveigjanleika þegar illa árar. Vissulega er sannleikskorn í því. Hin hliðin á peningnum er sú að þótt gengissveiflurnar kunni að draga úr sjúkdómseinkennum með því að varpa kvölinni yfir á aðra, þá er krónan króníski sjúkdómurinn sem sífellt er verið að glíma við.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Krónan hefur gefið eftir um tæp tíu prósent gagnvart helstu viðskiptamyntum á rúmum mánuði. Athygli vekur að það gerist á háannatíma ferðaþjónustunnar, en samkvæmt öllum hefðbundnum stikum ætti blásumarið að vera sá tími þegar innflæði gjaldeyris er mest til landsins. Sagan segir okkur að krónan styrkist alla jafna á þessum árstíma. Nú er annað uppi á teningnum og margir anda vafalaust eilítið léttar. Útflutningsgreinarnar hafa einfaldlega verið komnar að þolmörkum. Athyglisvert hefur líka verið að heyra í fólki sem starfar í ferðaþjónustu. Margir hafa talað opinberlega um að ferðamenn kvarti undan okri – þó það nú væri – og aðrir hafa ekki farið leynt með að farið sé að bera á afbókunum fyrir næsta vetur. Greinilegt er því að krónan ofursterka er farin að bíta á nýju grundvallaratvinnugreinina okkar. Vonandi er skaðinn ekki óafturkræfur, en ljóst er þó að ferðaþjónustan, rétt eins og aðrar atvinnugreinar í landinu sem á einhvern hátt byggjast á samskiptum við útlönd, má illa við því að notast við gjaldmiðil sem reglulega tekur snarpar dýfur eða stökk í hæstu hæðir eins og hendi sé veifað. Það býður ekki bara þeirri hættu heim, að ferðamönnum ofbjóði verðlagið þegar sá gállinn er á krónunni, heldur er nánast ómögulegt að gera skynsamlegar rekstraráætlanir til lengri tíma. Ófarir bílaleiga hérlendis í sumar eru til marks um það. Nú hefur ferðaþjónustan fengið að finna fyrir því hversu óhentugur gjaldmiðill krónan er. Sjávarútvegurinn hefur sömuleiðis fengið að finna fyrir henni. Sú tíð er sem betur fer liðin að forsvarsmenn þeirrar ágætu atvinnugreinar geti pantað gengisfellingu eftir hentugleikum. Raunar er það svo að sú atvinnugrein hefur í auknum mæli sagt skilið við krónuhagkerfið. Ekki er því gott að segja hverjir hafa hag af að halda krónunni. Kannski helst pólitíkusarnir sem hafa þá fleiri þræði á sinni hendi, fleiri bitlinga og störf til að útdeila. Gjarnan er vitnað til þess að krónan veiti sveigjanleika þegar illa árar. Vissulega er sannleikskorn í því. Hin hliðin á peningnum er sú að þótt gengissveiflurnar kunni að draga úr sjúkdómseinkennum með því að varpa kvölinni yfir á aðra, þá er krónan króníski sjúkdómurinn sem sífellt er verið að glíma við.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent