„Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2017 12:30 Glódís Perla Viggósdóttir flytur á nýjan stað eftir EM. vísir/vilhelm Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, skipti um félagslið í gær þegar sala á henni frá Eskilstuna til Rosengård gekk í gegn. Rosengård hefur undanfarin ár verið besta liðið í Svíþjóð en Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, varð fjórum sinnum Svíþjóðarmeistari með því. Sara vann síðast titilinn með Rosengård árið 2015 en þá var liðið einmitt í harðri baráttu við Glódísi Perlu og stöllur hennar í Eskilstuna. „Þetta var klárt fyrir rúmri viku og hún hefur unnið ásamt sínu fólki mjög faglega að þessu. Við vorum öll meðvituð um það að við vildum klára þetta fyrir þessa viku. Þetta var farið frá henni en það var smá bras á kaupverðinu á milli félaganna eins og gengur og gerist,“ sagði Freyr Alexandersson um félagaskipti miðvarðarins á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. Hann hefur ekki áhyggjur af því að þessi vistaskipti muni trufla Glódísi Perlu fyrir fyrsta leikinn á móti Frakklandi eða á mótinu í heildina.Freyr Alexandersson er ánægður fyrir hönd Glódísar.vísir/tomGetur spilað með þeim bestu „Þetta truflar hana ekki neitt. Maður veit ekki hvort það sé eitthvað áreiti í Eskilstuna frá liðsfélögum eða þannig en hún er bara brosandi eins og alltaf. Ég er ánægður fyrir hennar hönd. Þetta er það sem hún vildi,“ sagði Freyr. „Þetta er flottur klúbbur með flottan þjálfara og þær þurfa að hafa Íslendinga í liðinu til þess að vinna titla," sagði Freyr en Rosengård missti af titlinum í fyrra eftir að Sara Björk fór. Þóra B. Helgadóttir varði einnig mark liðsins áður en hún lagði skóna á hilluna.“ Glódísi stóðu fleiri möguleikar til boða en hún ákvað að velja stærsta liðið í Svíþjóð. Freyr er ánægður með þetta skref hjá henni en það er mikilvægara að Glódís er ánægð með þetta. „Ég hef verið spurður hvort þetta er rétta skrefið því það voru fleiri lið á eftir henni. Það sem skiptir máli er að leikmaðurinn telur þetta rétta skrefið fyrir sig,“ sagði Freyr. „Ég hef það mikla trú á henni að hún getur spilað fyrir Lyon og Barca og hvað þessi lið öll heita. Það kemur þá bara seinna. Þetta er flott skref fyrir hana og ég er ánægður fyrir hennar hönd,“ sagði Freyr Alexandersson.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13 Hallbera: Þetta er meira en við bjuggumst við Stelpurnar viðurkenna að allt í kringum þetta Evrópumót er stærra en áður en vilja ekki meina að önnur mót hafi gleymst. 16. júlí 2017 11:00 Svona var blaðamannafundurinn hjá stelpunum í morgun Freyr Alexandersson, Hallbera Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir sátu fyrir svörum í Ermelo. 16. júlí 2017 09:15 Stelpurnar gáfu Sunnu treyjuna sem hún klæddist í nótt Blaðamannafundur íslenska landsliðsins í morgun hófst á því að óska Sunnu Rannveigu til hamingju með sigurinn. 16. júlí 2017 09:54 Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, skipti um félagslið í gær þegar sala á henni frá Eskilstuna til Rosengård gekk í gegn. Rosengård hefur undanfarin ár verið besta liðið í Svíþjóð en Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, varð fjórum sinnum Svíþjóðarmeistari með því. Sara vann síðast titilinn með Rosengård árið 2015 en þá var liðið einmitt í harðri baráttu við Glódísi Perlu og stöllur hennar í Eskilstuna. „Þetta var klárt fyrir rúmri viku og hún hefur unnið ásamt sínu fólki mjög faglega að þessu. Við vorum öll meðvituð um það að við vildum klára þetta fyrir þessa viku. Þetta var farið frá henni en það var smá bras á kaupverðinu á milli félaganna eins og gengur og gerist,“ sagði Freyr Alexandersson um félagaskipti miðvarðarins á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. Hann hefur ekki áhyggjur af því að þessi vistaskipti muni trufla Glódísi Perlu fyrir fyrsta leikinn á móti Frakklandi eða á mótinu í heildina.Freyr Alexandersson er ánægður fyrir hönd Glódísar.vísir/tomGetur spilað með þeim bestu „Þetta truflar hana ekki neitt. Maður veit ekki hvort það sé eitthvað áreiti í Eskilstuna frá liðsfélögum eða þannig en hún er bara brosandi eins og alltaf. Ég er ánægður fyrir hennar hönd. Þetta er það sem hún vildi,“ sagði Freyr. „Þetta er flottur klúbbur með flottan þjálfara og þær þurfa að hafa Íslendinga í liðinu til þess að vinna titla," sagði Freyr en Rosengård missti af titlinum í fyrra eftir að Sara Björk fór. Þóra B. Helgadóttir varði einnig mark liðsins áður en hún lagði skóna á hilluna.“ Glódísi stóðu fleiri möguleikar til boða en hún ákvað að velja stærsta liðið í Svíþjóð. Freyr er ánægður með þetta skref hjá henni en það er mikilvægara að Glódís er ánægð með þetta. „Ég hef verið spurður hvort þetta er rétta skrefið því það voru fleiri lið á eftir henni. Það sem skiptir máli er að leikmaðurinn telur þetta rétta skrefið fyrir sig,“ sagði Freyr. „Ég hef það mikla trú á henni að hún getur spilað fyrir Lyon og Barca og hvað þessi lið öll heita. Það kemur þá bara seinna. Þetta er flott skref fyrir hana og ég er ánægður fyrir hennar hönd,“ sagði Freyr Alexandersson.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13 Hallbera: Þetta er meira en við bjuggumst við Stelpurnar viðurkenna að allt í kringum þetta Evrópumót er stærra en áður en vilja ekki meina að önnur mót hafi gleymst. 16. júlí 2017 11:00 Svona var blaðamannafundurinn hjá stelpunum í morgun Freyr Alexandersson, Hallbera Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir sátu fyrir svörum í Ermelo. 16. júlí 2017 09:15 Stelpurnar gáfu Sunnu treyjuna sem hún klæddist í nótt Blaðamannafundur íslenska landsliðsins í morgun hófst á því að óska Sunnu Rannveigu til hamingju með sigurinn. 16. júlí 2017 09:54 Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13
Hallbera: Þetta er meira en við bjuggumst við Stelpurnar viðurkenna að allt í kringum þetta Evrópumót er stærra en áður en vilja ekki meina að önnur mót hafi gleymst. 16. júlí 2017 11:00
Svona var blaðamannafundurinn hjá stelpunum í morgun Freyr Alexandersson, Hallbera Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir sátu fyrir svörum í Ermelo. 16. júlí 2017 09:15
Stelpurnar gáfu Sunnu treyjuna sem hún klæddist í nótt Blaðamannafundur íslenska landsliðsins í morgun hófst á því að óska Sunnu Rannveigu til hamingju með sigurinn. 16. júlí 2017 09:54
Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05