Óvæntum vendingum lofað í nýju Stjörnustríði Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2017 10:30 Daisey Ridley er vígaleg með geislaverð á lofti í hlutverki sínu sem Rey. Skjáskot/Youtube Leikararnir í nýjustu Stjörnustríðsmyndinni sem væntanlega er í desember lofa óvæntum vendingum í sögu Loga geimgengils og félaga hans í nýju myndbandi þar sem skyggnst er á bak við tjöldin við gerð myndarinnar. „Stjörnustríð VIII: Síðasti jedi-inn“ verður frumsýnd í desember Þar mun Mark Hamill endurtaka hlutverk sitt sem Logi geimgengill en honum brá takmarkað fyrir í sjöundu myndinni sem kom út árið 2015. Þá fer Carrie Fisher með hlutverk Lilju prinsessu í myndinni en hún lést í desember. „Rian [Johnson leikstjóri] hefur skrifað sögu sem er óvænt en rétt. Fólk á eftir að segja „guð minn góður“ yfir sumu því sem gerist,“ segir Daisy Ridley sem fer með hlutverk nýju aðalsöguhetjunnar Rey.Framleiðendur Stjörnustríðs hafa einnig birt ný veggspjöld fyrir myndina, þar á meðal þetta af Loga geimgengli.Star WarsÓsammála öllu um persónu LogaÍ sama streng tekur Hamill sjálfur. „Jafnvel þó að ég telji mig vita allt þá henda þeir hlutum inn í söguna sem ég hefði aldrei getað ímyndað mér,“ segir hann. Athygli vakti þegar Hamill lýsti óánægju sinni með handrit nýju myndarinnar fyrr á þessu ári. Sagðist hann í grundvallaratriðum ósammála nánast öllu sem Johnson hefði ákveðið um persónu Loga í nýju myndinni. „Það gæti samt verið góðs viti!“ sagði Hamill þó og vísaði til þess að hann hefði haft kolrangt fyrir sér um viðbrögð áhorfenda við sjöundu mynd sagnabálksins.Í myndbandinu hér fyrir neðan er skyggnst á bak við tjöldin í Stjörnustríði VIII. Star Wars Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Púlsinn 25.ágúst 2014 Harmageddon Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Atari Anthology Leikjavísir Undrast afskiptaleysi Blaðamannafélagsins Harmageddon Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
Leikararnir í nýjustu Stjörnustríðsmyndinni sem væntanlega er í desember lofa óvæntum vendingum í sögu Loga geimgengils og félaga hans í nýju myndbandi þar sem skyggnst er á bak við tjöldin við gerð myndarinnar. „Stjörnustríð VIII: Síðasti jedi-inn“ verður frumsýnd í desember Þar mun Mark Hamill endurtaka hlutverk sitt sem Logi geimgengill en honum brá takmarkað fyrir í sjöundu myndinni sem kom út árið 2015. Þá fer Carrie Fisher með hlutverk Lilju prinsessu í myndinni en hún lést í desember. „Rian [Johnson leikstjóri] hefur skrifað sögu sem er óvænt en rétt. Fólk á eftir að segja „guð minn góður“ yfir sumu því sem gerist,“ segir Daisy Ridley sem fer með hlutverk nýju aðalsöguhetjunnar Rey.Framleiðendur Stjörnustríðs hafa einnig birt ný veggspjöld fyrir myndina, þar á meðal þetta af Loga geimgengli.Star WarsÓsammála öllu um persónu LogaÍ sama streng tekur Hamill sjálfur. „Jafnvel þó að ég telji mig vita allt þá henda þeir hlutum inn í söguna sem ég hefði aldrei getað ímyndað mér,“ segir hann. Athygli vakti þegar Hamill lýsti óánægju sinni með handrit nýju myndarinnar fyrr á þessu ári. Sagðist hann í grundvallaratriðum ósammála nánast öllu sem Johnson hefði ákveðið um persónu Loga í nýju myndinni. „Það gæti samt verið góðs viti!“ sagði Hamill þó og vísaði til þess að hann hefði haft kolrangt fyrir sér um viðbrögð áhorfenda við sjöundu mynd sagnabálksins.Í myndbandinu hér fyrir neðan er skyggnst á bak við tjöldin í Stjörnustríði VIII.
Star Wars Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Púlsinn 25.ágúst 2014 Harmageddon Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Atari Anthology Leikjavísir Undrast afskiptaleysi Blaðamannafélagsins Harmageddon Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira