Sveitastelpan Dagný á heimavelli í Ermelo: Farin að halda að þessi staður hafi verið valinn fyrir mig Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júlí 2017 13:15 Dagný Brynjarsdóttir á æfingu í dag. vísir/tom Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var brosið eitt þegar hún mætti á fyrstu æfingu liðsins í Ermelo í dag en stelpurnar okkar lentu þar í bæ seint í gærkvöldi. Dagný var ekki með í landsliðsverkefninu þegar Ísland mætti til Hollands fyrir tveimur mánuðum síðan og því er hún að upplifa þessa hluti í fyrsta sinn. „Þetta er ógeðslega gaman. Ég hef ekki komið hingað áður. Ég missti af því verkefni þannig það er bara gaman að vera komin hingað og sjá allt og setja allan fókus á leikinn gegn Frakklandi,“ segir Dagný. Stelpurnar fengu frábærar kveðjur í Leifsstöð í gær sem tók sinn tíma að komast yfir. „Ég var ekki búin að hugsa mikið út í þetta en ég viðurkenni að það var fólk úti í bæ búið að spyrja mig út í þetta. Síðan þegar við gengum inn um öryggishliðið sá maður fullt af fólki. Ég vissi ekki við hverju mátti búast þannig þetta kom mér á óvart. Þetta var bara frábært hjá öllum sem undirbjuggju þetta. Maður fann að öll þjóðin var á bakvið okkur og það eru allir að sýna okkur stuðning á leiðinni út,“ segir Dagný. Ermelo er fallegur sveitabær en sjálf er Dagný frá Hellu og elskar sveitalífið. „Ég er farin að hallast að því að þessi staður hafi verið valinn fyrir mig. Þetta er geðveikt. Það er frábært að keyra hérna og sjá kindurnar úti á túni. Þetta er ekki eins og að vera í stórborg. Ég sá vespuleigu á leiðinni og ég og Sif ætlum að leigja okkur eina slíka. Þetta er alveg geggjað,“ segir hún en nú tekur við undirbúningur fyrir Frakklandsleikinn. „Við vorum svolítið hátt uppi í gær enda mikið nýtt í gangi en svo vöknuðum við í morgun og nú eru bara þrjár æfingar fram að Frakkaleiknum og margir fundir fram rað honum. Nú einbeitum við okkur að Frakklandi,“ segir Dagný Brynjarsdóttir. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Frábærum degi stelpnanna lauk með komu á merkt herbergi seint í gærkvöldi Þessar stelpur eru saman í herbergi á EM 2017 í Hollandi. 15. júlí 2017 08:30 Myndband: Kindurnar spá íslensku stelpunum sigri gegn Frökkum Wow air fær kindur til liðs við sig til að spá fyrir um úrslit fyrsta leiks íslenska landsliðiðsins á EM í Hollandi. Niðurstaðan er afdráttarlaus sigur Íslands. 15. júlí 2017 08:27 Einum þýðingarlitlum lokaleik frá fullkomnun Íslensku stelpurnar komust í fyrsta sinn inn á EM án þess að þurfa að fara í gegnum umspilsleiki. Íslenska liðið vann riðil sinn í fyrsta sinn og var meira að segja komið inn á EM fyrir tvo síðustu leiki sína. Ísland átti líka markahæsta leikmann riðilsins og undankeppninnar. 15. júlí 2017 08:00 Stuðningurinn snerti fyrirliðann Sara Björk Gunnarsdóttir var heilluð af kveðjustundinni sem stelpurnar fengu í Leifsstöð í gær. 15. júlí 2017 09:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Fleiri fréttir Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var brosið eitt þegar hún mætti á fyrstu æfingu liðsins í Ermelo í dag en stelpurnar okkar lentu þar í bæ seint í gærkvöldi. Dagný var ekki með í landsliðsverkefninu þegar Ísland mætti til Hollands fyrir tveimur mánuðum síðan og því er hún að upplifa þessa hluti í fyrsta sinn. „Þetta er ógeðslega gaman. Ég hef ekki komið hingað áður. Ég missti af því verkefni þannig það er bara gaman að vera komin hingað og sjá allt og setja allan fókus á leikinn gegn Frakklandi,“ segir Dagný. Stelpurnar fengu frábærar kveðjur í Leifsstöð í gær sem tók sinn tíma að komast yfir. „Ég var ekki búin að hugsa mikið út í þetta en ég viðurkenni að það var fólk úti í bæ búið að spyrja mig út í þetta. Síðan þegar við gengum inn um öryggishliðið sá maður fullt af fólki. Ég vissi ekki við hverju mátti búast þannig þetta kom mér á óvart. Þetta var bara frábært hjá öllum sem undirbjuggju þetta. Maður fann að öll þjóðin var á bakvið okkur og það eru allir að sýna okkur stuðning á leiðinni út,“ segir Dagný. Ermelo er fallegur sveitabær en sjálf er Dagný frá Hellu og elskar sveitalífið. „Ég er farin að hallast að því að þessi staður hafi verið valinn fyrir mig. Þetta er geðveikt. Það er frábært að keyra hérna og sjá kindurnar úti á túni. Þetta er ekki eins og að vera í stórborg. Ég sá vespuleigu á leiðinni og ég og Sif ætlum að leigja okkur eina slíka. Þetta er alveg geggjað,“ segir hún en nú tekur við undirbúningur fyrir Frakklandsleikinn. „Við vorum svolítið hátt uppi í gær enda mikið nýtt í gangi en svo vöknuðum við í morgun og nú eru bara þrjár æfingar fram að Frakkaleiknum og margir fundir fram rað honum. Nú einbeitum við okkur að Frakklandi,“ segir Dagný Brynjarsdóttir. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Frábærum degi stelpnanna lauk með komu á merkt herbergi seint í gærkvöldi Þessar stelpur eru saman í herbergi á EM 2017 í Hollandi. 15. júlí 2017 08:30 Myndband: Kindurnar spá íslensku stelpunum sigri gegn Frökkum Wow air fær kindur til liðs við sig til að spá fyrir um úrslit fyrsta leiks íslenska landsliðiðsins á EM í Hollandi. Niðurstaðan er afdráttarlaus sigur Íslands. 15. júlí 2017 08:27 Einum þýðingarlitlum lokaleik frá fullkomnun Íslensku stelpurnar komust í fyrsta sinn inn á EM án þess að þurfa að fara í gegnum umspilsleiki. Íslenska liðið vann riðil sinn í fyrsta sinn og var meira að segja komið inn á EM fyrir tvo síðustu leiki sína. Ísland átti líka markahæsta leikmann riðilsins og undankeppninnar. 15. júlí 2017 08:00 Stuðningurinn snerti fyrirliðann Sara Björk Gunnarsdóttir var heilluð af kveðjustundinni sem stelpurnar fengu í Leifsstöð í gær. 15. júlí 2017 09:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Fleiri fréttir Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Sjá meira
Frábærum degi stelpnanna lauk með komu á merkt herbergi seint í gærkvöldi Þessar stelpur eru saman í herbergi á EM 2017 í Hollandi. 15. júlí 2017 08:30
Myndband: Kindurnar spá íslensku stelpunum sigri gegn Frökkum Wow air fær kindur til liðs við sig til að spá fyrir um úrslit fyrsta leiks íslenska landsliðiðsins á EM í Hollandi. Niðurstaðan er afdráttarlaus sigur Íslands. 15. júlí 2017 08:27
Einum þýðingarlitlum lokaleik frá fullkomnun Íslensku stelpurnar komust í fyrsta sinn inn á EM án þess að þurfa að fara í gegnum umspilsleiki. Íslenska liðið vann riðil sinn í fyrsta sinn og var meira að segja komið inn á EM fyrir tvo síðustu leiki sína. Ísland átti líka markahæsta leikmann riðilsins og undankeppninnar. 15. júlí 2017 08:00
Stuðningurinn snerti fyrirliðann Sara Björk Gunnarsdóttir var heilluð af kveðjustundinni sem stelpurnar fengu í Leifsstöð í gær. 15. júlí 2017 09:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti