Skoða ókeypis námsgögn í Kópavogi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. júlí 2017 20:00 Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Sífellt fleiri sveitafélög eru að samþykkja að veita grunnskólabörnum ókeypis námsgögn. Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt þetta og Kópavogsbær ætlar að skoða kostnaðinn. Nemendur fjölmargra grunnskóla fá ókeypis námsgögn í haust þar sem vaxandi fjöldi sveitafélaga hefur ákveðið að gera þau ritföng sem foreldrar hafa hingað til þurft að kaupa gjaldfrjáls. Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti í gær að veita grunnskólabörnum nauðsynleg námsgögn ókeypis og bæjarráð Kópavogs samþykkti einnig að fela menntasviði að kanna kostnaðinn við að greiða námsgögn fyrir öll börn í bæjarfélaginu. Ísafjörður reið á vaðið með þetta fyrirkomulag fyrir nokkrum árum og Sandgerði fylgdi í fyrra. Þá verður þetta einnig gert í Reykjanesbæ, Snæfellsbæ, Borgarbyggð og Garði í haust. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir að mikill samfélagslegur ávinningur sé af fyrirkomulaginu þar sem sveitafélögin geta gert hagkvæmari innkaup í formi magnkaupa. „Í grunnskólum Mosfellsbæjar eru um 1.650 nemendur og við erum að reikna með að kostnaður á hvern nemanda sé um 5.000 krónur. Sem þýðir að þetta eru rúmar átta milljónir fyrir Mosfellsbæ. En við höfum líka ákveðið að fara í svokallað örútboð innan rammasamnings Ríkiskaupa og vonumst þannig til að fá ennþá betra verð," segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Hann segir að kostnaðurinn við þetta eigi að rúmast innan áætlunar skólanna en það verður endurskoðað við níu mánaða uppgjör. Ef upp á vantar verður viðbótarfjármagni veitt við verkefnið.Þá segir hann að þetta muni vonandi jafna stöðu þeirra sem sækja skóla í Mosfellsbæ. „Auðvitað er það hluti af þessu. Að jafna stöðu allra til að sækja skóla. Auðvitað er hagur fjölskyldna misjafn. Þetta verður örugglega góð búbót fyrir marga og þá sérstaklega fyrir þá tekjulægri," segir Haraldur. Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira
Sífellt fleiri sveitafélög eru að samþykkja að veita grunnskólabörnum ókeypis námsgögn. Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt þetta og Kópavogsbær ætlar að skoða kostnaðinn. Nemendur fjölmargra grunnskóla fá ókeypis námsgögn í haust þar sem vaxandi fjöldi sveitafélaga hefur ákveðið að gera þau ritföng sem foreldrar hafa hingað til þurft að kaupa gjaldfrjáls. Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti í gær að veita grunnskólabörnum nauðsynleg námsgögn ókeypis og bæjarráð Kópavogs samþykkti einnig að fela menntasviði að kanna kostnaðinn við að greiða námsgögn fyrir öll börn í bæjarfélaginu. Ísafjörður reið á vaðið með þetta fyrirkomulag fyrir nokkrum árum og Sandgerði fylgdi í fyrra. Þá verður þetta einnig gert í Reykjanesbæ, Snæfellsbæ, Borgarbyggð og Garði í haust. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir að mikill samfélagslegur ávinningur sé af fyrirkomulaginu þar sem sveitafélögin geta gert hagkvæmari innkaup í formi magnkaupa. „Í grunnskólum Mosfellsbæjar eru um 1.650 nemendur og við erum að reikna með að kostnaður á hvern nemanda sé um 5.000 krónur. Sem þýðir að þetta eru rúmar átta milljónir fyrir Mosfellsbæ. En við höfum líka ákveðið að fara í svokallað örútboð innan rammasamnings Ríkiskaupa og vonumst þannig til að fá ennþá betra verð," segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Hann segir að kostnaðurinn við þetta eigi að rúmast innan áætlunar skólanna en það verður endurskoðað við níu mánaða uppgjör. Ef upp á vantar verður viðbótarfjármagni veitt við verkefnið.Þá segir hann að þetta muni vonandi jafna stöðu þeirra sem sækja skóla í Mosfellsbæ. „Auðvitað er það hluti af þessu. Að jafna stöðu allra til að sækja skóla. Auðvitað er hagur fjölskyldna misjafn. Þetta verður örugglega góð búbót fyrir marga og þá sérstaklega fyrir þá tekjulægri," segir Haraldur.
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira